Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Nýir skáldsagnahöfundar

Á hverju hausti spretta ný­ir skáld­sagna­höf­und­ar fram í dags­ljós­ið og demba sér í jóla­bóka­flóð­ið. Eft­ir­far­andi verk eru ný­kom­in í versl­an­ir og eiga það sam­eig­in­legt að vera fyrstu skáld­sög­ur höf­unda sinna.

Nýir skáldsagnahöfundar

Svínshöfuð eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur

Bergþóra Snæbjörnsdóttir, sem í fyrra hlaut tilnefningu til bókmenntaverðlauna fyrir ljóðabókina Flórída, gefur nú út sína fyrstu skáldsögu, Svínshöfuð. Titillinn vísar til viðurnefnis aðalpersónunnar, eldri manns frá Breiðafirði. Hún segir einnig af kínverskum mæðginum sem koma til Íslands um miðjan tíunda áratuginn. Nýja fjölskyldan á sér gamlar sorgir, sársaukinn liggur kynslóða á milli. Eins og strengur. Sagan fléttast frá upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar með viðkomu á lítilli, breiðfirskri eyju, suðurhluta Kína. Og úthverfi Kópavogs.

Málleysingjarnir eftir Pedro Gunnlaug Garcia

Pedro Gunnlaugur Garcia hlaut nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta árið 2017 með lofsamlegri umsögn og eru því eflaust margir sem hafa beðið spenntir eftir fyrstu skáldsögu Pedros. Sögusvið sögunnar er Rúmenía árið 1989 og Ísland árið 2000. Hún segir af ungu fólki í flóknum og um sumt fjandsamlegum heimi, en um leið er umbrotaskeiði lýst í fjörmikilli frásögn sem einkennist í senn af frjóu ímyndunarafli og sterkri tilfinningu fyrir sérkennum fólks og sögu.

Rannsóknin á leyndardómum Eyðihússins eftir Snæbjörn Arngrímsson 

Snæbjörn Arngrímsson er þekktastur fyrir störf sín sem bókaútgefandi en hann gaf til að mynda út bækurnar um Harry Potter á sínum tíma. Hann hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin árið 2019 fyrir sína fyrstu skáldsögu, Rannsóknin á leyndardómum Eyðihússins. Sagan segir af Guðjóni G. Georgssyni sem er nýfluttur í Álftabæ og fær Eyðihúsið á heilann. Milla vinkona hans sá aldrei Hrólf nágranna sinn, ríkasta mann þorpsins, sem bjó í Eyðihúsinu. Hann var víst skapvondur ógæfumaður sem sást sjaldan utandyra því sennilega var honum illa við annað fólk. Dag einn birtist dularfullur trékistill á bókasafnströppunum og bréf frá Hrólfi – þar sem bæjarbúar fá þrjár vísbendingar, þrjá lykla að leyndardómum lífs hans og fjársjóðum. Lausnin er ekki einföld. Og sannarlega ekki hættulaus. En þá er gott að Guðjón G. Georgsson og Milla eru saman í liði.

Ólyfjan eftir Díönu Sjöfn Jóhannsdóttur

Fyrsta skáldsaga Díönu Sjafnar Jóhannsdóttur nefnist Ólyfjan. Í bókinni tekst Díana á við eitraða karlmennsku, sjálfsmyndir, samfélagið og skáldsagnaformið. Í Ólyfjan segir af Snæja sem álítur lífið eitt stórt djók, eða að minnsta kosti sannfærir hann sjálfan sig um það. Með því hugarfari nálgast hann sambönd, fjármál og vinnu. Á tímum er hann sannfærðurum  að hann hljóti að vera hálfgerður snillingur fyrir að finna upp á þvílíkri lífsspeki en á öðrum stundum læðist nagandi sjálfsefinn að honum. Er það kannski hann sem er brandari bæjarins? Áður hefur Díana gefið út ljóðabókina Freyja.

Austur eftir Braga Pál

Austur er fyrsta skáldsaga Braga Páls en áður hafa komið út eftir hann ljóðabækurnar Fullkomin ljóðabók: ljóð, eða eitthvað (Til hamingju!) og HOLD, auk þess að hann hefur skrifað pistla um persónuleg og samfélagsleg málefni. Austur segir frá Eyvindi, félagslega einangruðum hagfræðingi á fertugsaldri. Í vonlausri leit Eyvindar að tilgangi sínum ferðast hann um hin þrjú dæmigerðu sögusvið íslenskrar sagnahefðar; borg, sjó og sveit, með óvæntum brekkum og beygjum. 

Hefndarenglar eftir Eirík P. Jörundsson

Spennusagan Hefndarenglar er fyrsta skáldsaga Eiríks P. Jörundssonar en fyrir handrit hennar bar höfundurinn sigur úr býtum í samkeppninni um Svartfuglinn 2019. Bókin fjallar um blaðamanninn Sölva sem er sendur til æskustöðva sinna, Súðavíkur, til að leita frétta af morði sem framið hefur verið í þorpinu. Samhliða því að setja sig inn í ýmis mál sem tengjast hinum myrta er hann skikkaður til að aðstoða unga og dugmikla blaðakonu sem vinnur að frétt um misnotkun á ungum stúlkum í undirheimum Reykjavíkur. Bæði málin taka óvænta stefnu og varpa nýju ljósi á skelfilega atburði úr fortíðinni.

Ferðin á heimsenda – Leitin að vorinu eftir Sigrúnu Elíasdóttur

Fyrsta skáldsaga Sigrúnar Elíasdóttur, sem skrifuð er fyrir lesendur á aldrinum átta til tólf ára, nefnist Ferðin á heimsenda – Leitin að vorinu. Hún fjallar um Klaufabárðinn Húgó og hörkutólið Alex, sem leggja í langferð til að grafast fyrir um hvernig stendur á því að ekkert bóli á vorinu. Hættan bíður þeirra við hvert fótmál og veitir ekki af bæði hugrekki og hugmyndaflugi í baráttu við ísdreka, sæpúka, afturgengna úlfa og verulega geðvonda einhyrninga. Leitin að vorinu er fyrsta bókin af þremur um vinina. Það er Sigmundur Breiðfjörð sem myndskreytir söguna.

Kokkáll eftir Halldór Halldórsson

Kokkáll er fyrsta skáldsaga Halldórs Halldórssonar sem alla jafna gengur undir nafninu Dóri DNA. Bókin fjallar um Örn, sem er sætur og vinnur á auglýsingastofu, sem býður kærustunni sinni, Hrafnhildi, í helgarferð til Chicago til að fagna óvænt batnandi skuldastöðu sinni. Þar verður á vegi þeirra hinn hörundsdökki og stimamjúki Tyrone og ekkert verður aftur samt. Þegar saman við blandast æskuvinir Arnar, hin þroskahamlaða Andrea og þverhausinn Hallur, verður úr eldfimur kokkteill sem hlýtur að springa með hvelli. 

Einfaldlega Emma eftir Unni Lilju Aradóttur

Einfaldlega Emma fjallar um Emmu, sem er 35 ára, einhleyp og sátt við líf sitt. En þegar hún verður ástfangin af 19 ára syni bestu vinkonu sinnar breytist líf hennar. Á sama tíma byrja löngu gleymdar minningar úr æsku að ásækja hana. Óvæntir atburðir verða síðan til þess að umturna enn meir tilveru hennar og hún verður að sætta sig við að ekkert verður eins og áður. Einfaldlega Emma er fyrsta útgefan verk Unnar Lilju.  

Raunverulegt líf Guðbjargar Tómasdóttur eftir Þórarin Örn Þrándarson

Fyrsta skáldsaga Þórarins Arnar Þrándarsonar, Raunverulegt líf Guðbjartar Tómasdóttur, segir af ljóðskáldinu Guðbjörgu, nú fimmtíu og fimm ára, sem hefur í gegnum árin skrifað niður sínar eigin minningar og hugrenningar. Við upprifjun á þessum skrifum tekst hún á við líf sitt og persónu. Hvernig sambandi hennar við fólkið í kringum hana var háttað. Hvernig hún tókst á við samband mannsins síns við ungan nemanda hans. Hversu upptekin hún var við að halda öðru fólki frá sannleikanum um líf hennar og líðan. Við upprifjunina taka minningar Guðbjartar óvænta stefnu og varpa jafnframt nýju ljósi á fortíðina. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tími jaðranna er ekki núna
6
ViðtalFormannaviðtöl

Tími jaðr­anna er ekki núna

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir er sá stjórn­mála­mað­ur sem mið­að við fylg­is­mæl­ing­ar og legu flokks­ins á hinum póli­tíska ás gæti helst lent í lyk­il­stöðu í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um að lokn­um þing­kosn­ing­um. Þor­gerð­ur boð­ar fækk­un ráðu­neyta, frek­ari sölu á Ís­lands­banka og sterk­ara geð­heil­brigðis­kerfi. Hún vill koma að rík­is­stjórn sem mynd­uð er út frá miðju og seg­ir nóg kom­ið af því að ólík­ir flokk­ar reyni að koma sér sam­an um stjórn lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár