Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Uppskeruhátíð tónlistarsenunnar, hjartahlýir sigurvegarar, drullumall og japanskar ástarsögur

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 1.-14. nóv­em­ber.

Uppskeruhátíð tónlistarsenunnar, hjartahlýir sigurvegarar, drullumall og japanskar ástarsögur

Þetta og svo ótal margt fleira er á döfinni næstu tvær vikurnar.

Iceland Airwaves 2019

Hvar? Miðbær Reykjavíkur
Hvenær? 6.–9. nóvember
Aðgangseyrir: Frá 19.900 kr.

Iceland Airwaves er uppskeruhátíð íslensku tónlistarsenunnar. Hátíðin byrjaði sem eins dags veisla í flugskýli árið 1999 og hefur verið árlegur viðburður síðan þá. Hún stækkaði með hverju ári þangað til í fyrra, þegar dögum var fækkað úr fimm í fjóra. Þrátt fyrir það er hún enn miðpunktur viðburðadagatals flestra hljómsveita landsins sem keppast um tækifærið til að koma þar fram, enda laðar engin önnur hátíð jafn marga gesti og gagnrýnendur til sín. Hægt er að sjá alla flóruna af meginstraumstónlist landsins, bæði frá sjóuðum sveitum eins og Of Monsters and Men, Hatara og Mammút, og nýgræðingum sem eru að feta sín fyrstu skref, auk erlendra stórstjarna.

Salvador Sobral

Hvar? Harpa
Hvenær? 1. nóvember kl. 20.00
Aðgangseyrir: Frá 6.990 kr.

Hjartahlýi sigurvegari Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva frá 2017, Salvador Sobral, vann með flest greidd stig í sögu keppninnar. Hann á leið til Íslands þar sem hann er að kynna plötu sína, Paris-Lisboa, sem fjallar um borgirnar og ferðalag þeirra á milli. Platan er einnig undir áhrifum Wim Wenders-myndarinnar Paris-Texas og er ýmist flutt á portúgölsku, spænsku, ensku eða frönsku. 

Atómstöðin – endurlit

Hvar? Þjóðleikhúsið
Hvenær? 1.–30. nóvember kl. 19.30
Aðgangseyrir: 6.200 kr.

Skáldsaga Nóbelskáldsins Halldórs Laxness, Atómstöðin, var afar umdeild þegar hún kom út árið 1948, enda fjallaði hún um herstöðvarmálið, sem var þá mikið hitamál í íslensku samfélagi. Í þessari leiksýningu skoðar ný kynslóð leikhúslistafólks verkið í sögulegu samhengi og skapar krassandi og ögrandi sýningu, fulla af húmor. Handritið er skrifað af Dóra DNA, barnabarni Halldórs Laxness, í samvinnu við leikstjórann Unu Þorleifsdóttur.

Vatn og blóð

Hvar? Listasafn Íslands
Hvenær? 2. nóv.–3. jan.
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Vatn og blóð er nýtt vídeóverk eftir Gjörningaklúbbinn, sem sækir innblástur í líf og list Ásgríms Jónssonar listmálara. Í verkinu mætir fortíðin nútímanum þar sem sköpunarkrafturinn, innsæið og náttúran skipa stóran sess í óræðum heimi. Við undirbúning verksins var sjáandi fenginn til að komast í tengsl við Ásgrím sem tjáði sig um orkuna sem býr í listinni. Sérstakt opnunarteiti er haldið 2. nóvember kl. 16.00.

Æsingur 2019 

Hvar: Norræna húsið
Hvenær? 3. nóvember kl. 14.00–18.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Æsingur er haldinn í fyrsta skiptið í ár, en hann er furðusagnahátíð þar sem höfundar, útgefendur og annað bókmenntafólk hittist og ræðir um þennan flokk íslenskra bókmennta. Meðal annars er rætt um sögu furðusagna á Íslandi og hvað það er við furðusögur sem laðar að sér höfunda og lesendur. Þar að auki verður lesið úr verkum í vinnslu og haldið „PubQuiz“ í Stúdentakjallaranum.

Stórskáldið

Hvar? Borgarleikhúsið
Hvenær? 3., 8., & 17. nóvember kl. 20.00
Aðgangseyrir: 6.750 kr.

Leikritið Stórskáldið fjallar um heimildarmyndagerðarkonuna Rakel sem fer ásamt Andra, tökumanni sínum og elskhuga, djúpt í Amazon-frumskóginn í leit að föður hennar, Benedikt, sem auk þess að vera nóbelskáld er dauðvona. Óuppgerð fjölskyldumál og framandi hitasótt blandast sjálfu höfundarverki Benedikts í draumkenndri og ærslafullri atburðarás þar sem áreiðanleiki heimsins fellur í sundur.

Lífið - Stórskemmtilegt drullumall!

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 3., 10., 17. & 24. nóv. kl. 13.00
Aðgangseyrir: 3.100 kr.

Þessi sýning er fjölskylduvænn viðburður á mörkum leikhúss og myndlistar. Sýningin er unnin með óvenjulegri aðferð þar sem sagan í verkinu fær að kvikna út úr efniviðnum sem notaður er í sýningunni. Lífið var valin besta barnasýningin ársins 2015 á Grímunni, en sýningin fjallar um sköpunarkraft, vináttu og hringrás lífsins, þar sem unnið er með mold.

Ungleikur

Hvar? Borgarleikhúsið
Hvenær? 5. & 6. nóvember kl. 20.00
Aðgangseyrir: 0–2.500 kr.

Ungleikur var fyrst haldinn árið 2012 í þeim tilgangi að gefa ungum skáldum og leikurum vettvang til þess að sýna vinnu sína, en viðburðurinn hefur verið haldinn árlega síðan þá. Í ár eru fimm örverk sýnd saman á einu kvöldi, öll frumsamin eftir tilvonandi íslensk leikskáld. Meðal þeirra er verkið Gestaþrautir eftir Ernu Mist, sem tæklar eignarhald á raunsögum flóttamanna.

Opin æfing með Sinfóníuhljómsveit Íslands

Hvar? Harpa
Hvenær? 7. & 28. nóvember kl. 9.30
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Þessar lokaæfingar fyrir almenna áskriftartónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands eru opnar almenningi, en þar gefst gestum tækifæri til að heyra dagskrá tónleika kvöldsins að hluta eða heild og þannig glöggva sig á viðfangsefni tónleikanna. Stilla þarf væntingum í hóf þar sem um er að ræða vinnuæfingar en ekki hefðbundna tónleika, en aðgangseyrir endurspeglar þá staðreynd.

Japanskar ástarsögur

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 8.–11. nóvember
Aðgangseyrir: 800 kr. á hverja mynd.

Á þessari kvikmyndahátíð verða fjórar mikilsmetnar japanskar kvikmyndir til sýnis. Umfjöllunarefni myndanna er margs konar, eins og svo sem fjölskyldulíf, borgaraleg firring og fleira. Kvikmyndirnar sýna að fólk túlkar ást á mismunandi vegu og birtingarmynd hennar er margvísleg. Kvikmyndirnar eru sýndar á japönsku með enskum texta. 

Nordic Affect

Hvar? Mengi
Hvenær? 9. nóvember kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Framsækni tónlistarhópurinn Nordic Affect snýr aftur til Mengis til að halda þessa stöku tónleika, en á þeim kemur fram rússíbani fyrir trúleysingja, amma í háloftunum, ljósmynd og fjall sem breytast í tónverk og meira að segja ástin. Hópurinn flytur tónsmíðar eftir Báru Gísladóttur, Bergrúnu Snæbjörnsdóttur, Jobina Tinnemans, Maja Ratkje og Veronique Vöku.

úngl-úngl

Hvar? Ásmundarsafn
Hvenær? 9. nóv.–31. des.
Aðgangseyrir: 1.800 kr.

Ólöf Nordal er með tvær sýningar í gangi hjá Listasafni Reykjavíkur, Úngl og svo þessa, úngl-úngl, en sú síðarnefnda er hluti sýningaraðar sem er helguð list í almannarými. Ólöf Nordal á fjölda þekktra verka í almannarými í borginni og víðar, en meðal þekktari verka er Þúfa á Granda, Bríetarbrekka í Þingholtsstræti og Geirfugl við Ægisíðu. Sérstakt opnunarteiti er 9. nóvember kl. 16.00.

Ragnar Kjartansson, Kristín Anna og Davíð Þór

Hvar? Gljúfrasteinn
Hvenær? 10. nóvember kl. 16.00
Aðgangseyrir: 3.500 kr.

Ragnar Kjartansson, Davíð Þór Jónsson og Kristín Anna Valtýsdóttir halda tónleika á Gljúfrasteini upp úr bók Kjartans Júlíussonar, Reginfjöll að haustnóttum, en Halldór Laxness skrifaði formála að bókinni árið 1978. Í henni má finna frásagnir Kjartans um skemmtigöngur hans um reginfjöll að síðhausti og undurfagrar frásagnir af draugum og heimalningum.

Konan í speglinum

Hvar? Harpa
Hvenær? 14. nóvember kl. 20.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Þrjár Ingibjargir renna saman í eina konu, einn hugarheim, einn hljóm. Tónleikaupplifun þar sem ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur fléttast inn í töfrandi hljóðheim tveggja annarra Ingibjarga. Þar hljóma langspil, klarinett, kalimbur, spiladósir, píanó, rafhljóð, harmoníum og raddir. Ingibjörg Fríða og Ingibjörg Ýr hafa unnið að tónlistinni síðustu ár og hlutu í ár listamannalaun til að fullvinna tónlistina og gera klára til flutnings og upptöku á plötu.

Yui Yaegashi

Hvar? i8
Hvenær? Til 7. desember
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Verk Yui Yaegashi eru smágerð og geta virkað látlaus, en í þeim leynast flókin mynstur og lög smáatriða, þar sem hárfín notkun Yui á málningu og litavali skapar lifandi spennu á milli þess tilviljunarkennda og þess skipulagða; á milli nákvæmni og óvæntra tilbrigða við fegurð, sem fá áhorfandann til að skoða aftur, og aftur, enn nær. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár