Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Blaðamannafélagið fordæmir Íslandsbanka en Kvenréttindafélagið fagnar

Blaða­manna­fé­lag Ís­lands seg­ir að hug­mynd­ir Ís­lands­banka séu „frá­leit­ar“ og þjóni ekki hags­mun­um jafn­rétt­is­bar­áttu. Kven­rétt­inda­fé­lag­ið er hins veg­ar á önd­verð­um meiði og fagn­ar fram­taki bank­ans.

Blaðamannafélagið fordæmir Íslandsbanka en Kvenréttindafélagið fagnar
Á öndverðum meiði Þau Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannarélags Íslands, og Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands eru alls ekki á sama máli þegar kemur að ákvörðun Íslandsbanka um að auglýsa ekki hjá fjölmiðlum þar sem afgerandi kynjahalla er að finna. Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri bankans, hefur greint frá því að bankinn sé aðeins að vinna eftir heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Blaðamannafélag Íslands segir hugmyndir Íslandsbanka um að hætta viðskiptum við þá fjölmiðla þar sem afgerandi kynjahalli ríkir séu „fráleit aðför að ritstjórnarlegu sjálfstæði fjölmiðla“ og þjóni ekki hagsmunum jafnréttisbaráttunnar. Á sama tíma fagnar Kvenréttindafélag Íslands áformum Íslandsbanka og segja að með því að stíga markviss skref í átt að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sé bankinn að leggja sitt af mörkum til að auka jarnfrétti kynjanna.

„Er hægt að knýja fram nauðsynlegar breytingar til að auka jafnrétti kynjanna“

Mikill styr hefur staðið um þá ákvörðun Íslandsbanka, sem Edda Hermannsdóttir markaðs- og samskiptastjóri bankans greindi frá í skoðanapistli 21. október síðastliðinn, að kveðja auglýsingar hjá fjölmiðlum sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla. Raunar skrifaði Edda einnig að bankinn forðaðist að kaupa þjónustu af fyrirtækjum sem fylli herbergin einungis af karlmönnum. Þessi stefnumörkun er hluti af innleiðingu fjögurra heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna sem bankinn hefur tekið upp og er að vinna eftir.

Sigmundur og Bjarni áhyggjufullir

Segja má að umræða um þessa ákvörðun bankans hafi sprungið út í gær, meðal annars með því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins átti orðastað við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra á Alþingi í gær. Íslenska ríkið á Íslandsbanka að fullu og hefur markað bankanum eigendastefnu. Sagði Bjarni að honum kæmu áætlanir bankans spánskt fyrir sjónir, að það væri að sjá ákveðinn tvískinnungshátt í því að bankinn hyggðist aðeins koma stefnu af þessu tagi í framkvæmd á útgjaldahliðinni en ekki á tekjuhliðinni og velti fyrir sér hvar bankinn hyggðist draga mörk. Sigmundur sagði áformin „óhugnaleg“ og að þetta virtist vera einhvers konar markaðsbrella.

Áður beitt sér varðandi umhverfismál

Edda Hermannsdóttir svaraði fyrir þessar aðgerðir í gær og sagði í samtali við RÚV að ekki væri ætlunina að skipta sér af ritstjórnarstefnu fjölmiðla. Hins vegar hafi Íslandsbanki samþykkt markaðsstefnu þar sem unnið er eftir heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Það sé þekkt víða um heim að fyrirtæki nýti innkaup til góðs. Um sé að ræða hvatningu til fjölmiðla til að setja fleiri konur á dagskrá, sem starfsmenn eða viðmælendur. Áður hafi innkaup bankans verið notuð til að ná ákveðnum markmiðum í umhverfismálum, með því að velja umhverfisvænni valkosti, þá sem eru með minna kolefnisspor eða menga minna en aðrir valkostir. „Við ítrekum að við höfum engin afskipti af ritstjórnarstefnunni sjálfri eða efnistökum fjölmiðla,“ sagði Edda í samtali við RÚV. 

Segja að um aðför að ritstjórnarlegu sjálfstæði sé að ræða

Stjórn Blaðamannafélagsins sendi í dag frá sér ályktun þar sem segir að gera verði þá kröfu „til banka í eigu almennings“ að þar væri vandað betur til verka. Áformunum er lýst sem svo að þau séu „fráleit aðför Íslandsbanka að ritstjórnarlegu sjálfstæði fjölmiðla þjónar ekki hagsmunum jafnréttisbaráttunnar“ og spurt hvort að bankinn muni ekki auglýsa í Vikunni vegna viðvarandi  kynjahalla á ritstjórn og í hópi viðmælenda eða hvort bankinn muni ekki auglýsa í Fiskifréttum vegna viðvarandi kynjahalla á ritstjórn og í hópi viðmælenda.   

„Hugmyndir Íslandsbanka í þessum efnum eru greinilega illa ígrundaðar“

„Það var raunar Vikan sem setti á dagskrá mögulegt mansal í íslensku samfélagi og viðkomandi blaðamaður mátti skjóta máli sínu til Mannréttindadómstólsins til að fá réttingu mála sinna og tímaritið Ísafold mátti þola það að önnur af tveimur stærstu smásölukeðjum landsins neitað að dreifa blaðinu vegna umfjöllunar um nektardansstaði og þá starfsemi sem þar færi fram!“ segir í ályktuninni.

Ekki sé nýtt að fjársterkir og valdamiklir aðilar reyni að hafa áhrif á umfjöllunarefni fjölmiðla. Ömurlegt sé hins vegar að upplifa að fyrirtæki í eigu almennings hagi sér með þeim hætti. „Hugmyndir Íslandsbanka í þessum efnum eru greinilega illa ígrundaðar og hljóta að verða lagðar til hliðar.  Bankinn getur lagt jafnrétti lið með mörgum öðrum hætti.“

Skref í átt að auknu jafnrétti

Kvenréttindafélag Íslands sendi einnig frá sér ályktun í dag og kveður þar við nokkuð annan tón. Þar er áformum Íslandsbanka um að vinna markvisst að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, og sýna þannig samfélagslega ábyrgð í verki, fagnað. „Við fögnum framtaki þeirra að taka markviss skref í átt að aukinni umhverfisvernd og færa viðskipti sín yfir til þeirra fjölmiðla og fyrirtækja sem ekki búa við afgerandi kynjahalla. Ef öll fyrirtæki, stofnanir og stjórnvöld leggjast saman á árar, er hægt að knýja fram nauðsynlegar breytingar til að auka jafnrétti kynjanna og tryggja framtíð komandi kynslóða.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár