Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Atvinnurekendur vara við frumvarpi Þórdísar: „Draumaland þeirra sem kjósa að brjóta samkeppnislög“

Fé­lag at­vinnu­rek­enda styð­ur ekki ákvæði frum­varps Þór­dís­ar Kol­brún­ar Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur ráð­herra um Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið. Fé­lag­ið seg­ir að sam­þykki Al­þingi frum­varp­ið muni það „ganga er­inda stór­fyr­ir­tækja“.

Atvinnurekendur vara við frumvarpi Þórdísar: „Draumaland þeirra sem kjósa að brjóta samkeppnislög“
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Félag atvinnurekenda leggst gegn frumvarpi ráðherra. Mynd: xd.is

Félag atvinnurekenda leggst gegn því að staða Samkeppniseftirlitsins verði veikt, eins og félagið telur verða afleiðing frumvarps Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kemur fram að félagið sé eindregið gegn afnámi heimildar Samkeppniseftirlitsins til að bera ákvarðanir áfrýjunarnefndar Samkeppnismála undir dómstóla. 

Álit Félags atvinnurekenda gengur þvert gegn áliti Samtaka atvinnlífsins (SA), sem hafa þrýst á lagabreytinguna. 

Halldór Benjamín ÞorbergssonFramkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins er ánægður með frumvarp sem Félag atvinnurekenda segir myndu koma á „draumalandi þeirra sem kjósa að brjóta samkeppnislög.“

Það hefur meðal annars birst í því að framkvæmdastjóri SA, Halldór Benjamín Þorbergsson, hefur harðlega gagnrýnt Gylfa Magnússon, lektor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og formann bankaráðs Seðlabankans, og sagt andstöðu hans við frumvarpið vera ósæmandi stöðu hans. Halldór Benjamín sagði nýverið í samtali við Markaðinn að hann vildi ganga lengra. „Samkeppnislögin hér eru meira íþyngjandi en víðast hvar annars staðar í Evrópu og því eru þessar breytingar skref í rétta átt. Heilt yfir erum við jákvæð, en við hefðum viljað ganga lengra.“

„Við hefðum viljað ganga lengra“

Félag atvinnurekenda færir hins vegar fram harða gagnrýni á frumvarpið og varar við afleiðingum þess.

„Með því að samþykkja umrædda breytingu væri Alþingi að ganga erinda stórfyrirtækja sem vilja komast hjá réttmætum afleiðingum samkeppnislagabrota sinna og viðhalda háttsemi sem skaðar allan almenning,“ segir í umsögn félagsins. „Þannig tæki þingið sér stöðu gegn almenningi í landinu, sem og gegn smærri og meðalstórum fyrirtækjum sem hvað mesta hagsmuni eiga af því að farið sé að ákvæðum samkeppnislaga.“

Bendir félagið á að dómaframkvæmd hafi takmarkað aðgengi að dómstólum. „Sérstakt lagaákvæði um aðild Samkeppniseftirlitsins að dómsmálum til ógildingar á niðurstöðum ÁNS [Áfrýjunarnefndar samkeppnismála] vinnur gegn þessum meinbugi og tryggir þar með hagsmuni fyrirtækja, neytenda og alls almennings.“

„Hér er um að ræða draumaland þeirra sem kjósa að brjóta samkeppnislög og hafa ábata af slíkum brotum“

„Tilgangur frumvarpsdraganna hvað varðar aðgengi að dómstólum er augljós,“ segir í umsögninni. „Verið er að nota framangreindan réttarfarsannmarka til þess að búa til skálkaskjól fyrir þá aðila sem brjóta samkeppnislög en koma sér hjá afleiðingum gjörða sinna fyrir ÁNS. Sé slíkur aðili svo „lánsamur“ að fá ranga niðurstöðu ÁNS um sakleysi sitt mun sú niðurstaða verða endanleg fyrir þann aðila þar sem íslenskar réttarfarsreglur stæðu í vegi þess að aðrir gætu borið hina röngu niðurstöðu undir dómstóla. Enn verri er sú staðreynd að hin ranga niðurstaða ÁNS yrði í framhaldi fordæmisgefandi í sambærilegum málum og því gildandi réttur á viðkomandi sviði. Það þýddi í raun að borgararnir þyrftu að búa við viðvarandi órétt sökum þess að rangri niðurstöðu ÁNS væri ekki hægt að hnekkja. Hér er um að ræða draumaland þeirra sem kjósa að brjóta samkeppnislög og hafa ábata af slíkum brotum. Að sama skapi er þetta martröð þeirra sem trúa á virka samkeppni, heilbrigða viðskiptahætti og eðlilegt og virkt réttarríki þar sem óréttur fær ekki óhindraða framgöngu.“

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samkeppnismál

KS kaupir Kjarnafæði – Skagfirska efnahagssvæðið orðið Norðurland allt
Skýring

KS kaup­ir Kjarna­fæði – Skag­firska efna­hags­svæð­ið orð­ið Norð­ur­land allt

Kaup­fé­lag Skag­firð­inga mun ekki þurfa að bera kaup sín á Kjarna­fæði und­ir Norð­lenska Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið, eft­ir að Al­þingi und­an­skyldi fyr­ir­tæk­in sam­keppn­is­lög­um. KS fær yf­ir­burð­ar­stöðu á kjöt­mark­aði. Kjarna­fæði sam­ein­að­ist Norð­lenska fyr­ir tveim­ur ár­um með ströng­um skil­yrð­um, sem falla nú nið­ur. Verð­laus hlut­ur þing­manns, sem harð­ast barð­ist fyr­ir sam­keppn­isund­an­þág­un­um, í KN, er orð­inn millj­óna­virði.

Mest lesið

Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
1
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
2
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
3
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
6
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár