Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Atvinnurekendur vara við frumvarpi Þórdísar: „Draumaland þeirra sem kjósa að brjóta samkeppnislög“

Fé­lag at­vinnu­rek­enda styð­ur ekki ákvæði frum­varps Þór­dís­ar Kol­brún­ar Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur ráð­herra um Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið. Fé­lag­ið seg­ir að sam­þykki Al­þingi frum­varp­ið muni það „ganga er­inda stór­fyr­ir­tækja“.

Atvinnurekendur vara við frumvarpi Þórdísar: „Draumaland þeirra sem kjósa að brjóta samkeppnislög“
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Félag atvinnurekenda leggst gegn frumvarpi ráðherra. Mynd: xd.is

Félag atvinnurekenda leggst gegn því að staða Samkeppniseftirlitsins verði veikt, eins og félagið telur verða afleiðing frumvarps Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kemur fram að félagið sé eindregið gegn afnámi heimildar Samkeppniseftirlitsins til að bera ákvarðanir áfrýjunarnefndar Samkeppnismála undir dómstóla. 

Álit Félags atvinnurekenda gengur þvert gegn áliti Samtaka atvinnlífsins (SA), sem hafa þrýst á lagabreytinguna. 

Halldór Benjamín ÞorbergssonFramkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins er ánægður með frumvarp sem Félag atvinnurekenda segir myndu koma á „draumalandi þeirra sem kjósa að brjóta samkeppnislög.“

Það hefur meðal annars birst í því að framkvæmdastjóri SA, Halldór Benjamín Þorbergsson, hefur harðlega gagnrýnt Gylfa Magnússon, lektor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og formann bankaráðs Seðlabankans, og sagt andstöðu hans við frumvarpið vera ósæmandi stöðu hans. Halldór Benjamín sagði nýverið í samtali við Markaðinn að hann vildi ganga lengra. „Samkeppnislögin hér eru meira íþyngjandi en víðast hvar annars staðar í Evrópu og því eru þessar breytingar skref í rétta átt. Heilt yfir erum við jákvæð, en við hefðum viljað ganga lengra.“

„Við hefðum viljað ganga lengra“

Félag atvinnurekenda færir hins vegar fram harða gagnrýni á frumvarpið og varar við afleiðingum þess.

„Með því að samþykkja umrædda breytingu væri Alþingi að ganga erinda stórfyrirtækja sem vilja komast hjá réttmætum afleiðingum samkeppnislagabrota sinna og viðhalda háttsemi sem skaðar allan almenning,“ segir í umsögn félagsins. „Þannig tæki þingið sér stöðu gegn almenningi í landinu, sem og gegn smærri og meðalstórum fyrirtækjum sem hvað mesta hagsmuni eiga af því að farið sé að ákvæðum samkeppnislaga.“

Bendir félagið á að dómaframkvæmd hafi takmarkað aðgengi að dómstólum. „Sérstakt lagaákvæði um aðild Samkeppniseftirlitsins að dómsmálum til ógildingar á niðurstöðum ÁNS [Áfrýjunarnefndar samkeppnismála] vinnur gegn þessum meinbugi og tryggir þar með hagsmuni fyrirtækja, neytenda og alls almennings.“

„Hér er um að ræða draumaland þeirra sem kjósa að brjóta samkeppnislög og hafa ábata af slíkum brotum“

„Tilgangur frumvarpsdraganna hvað varðar aðgengi að dómstólum er augljós,“ segir í umsögninni. „Verið er að nota framangreindan réttarfarsannmarka til þess að búa til skálkaskjól fyrir þá aðila sem brjóta samkeppnislög en koma sér hjá afleiðingum gjörða sinna fyrir ÁNS. Sé slíkur aðili svo „lánsamur“ að fá ranga niðurstöðu ÁNS um sakleysi sitt mun sú niðurstaða verða endanleg fyrir þann aðila þar sem íslenskar réttarfarsreglur stæðu í vegi þess að aðrir gætu borið hina röngu niðurstöðu undir dómstóla. Enn verri er sú staðreynd að hin ranga niðurstaða ÁNS yrði í framhaldi fordæmisgefandi í sambærilegum málum og því gildandi réttur á viðkomandi sviði. Það þýddi í raun að borgararnir þyrftu að búa við viðvarandi órétt sökum þess að rangri niðurstöðu ÁNS væri ekki hægt að hnekkja. Hér er um að ræða draumaland þeirra sem kjósa að brjóta samkeppnislög og hafa ábata af slíkum brotum. Að sama skapi er þetta martröð þeirra sem trúa á virka samkeppni, heilbrigða viðskiptahætti og eðlilegt og virkt réttarríki þar sem óréttur fær ekki óhindraða framgöngu.“

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samkeppnismál

KS kaupir Kjarnafæði – Skagfirska efnahagssvæðið orðið Norðurland allt
Skýring

KS kaup­ir Kjarna­fæði – Skag­firska efna­hags­svæð­ið orð­ið Norð­ur­land allt

Kaup­fé­lag Skag­firð­inga mun ekki þurfa að bera kaup sín á Kjarna­fæði und­ir Norð­lenska Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið, eft­ir að Al­þingi und­an­skyldi fyr­ir­tæk­in sam­keppn­is­lög­um. KS fær yf­ir­burð­ar­stöðu á kjöt­mark­aði. Kjarna­fæði sam­ein­að­ist Norð­lenska fyr­ir tveim­ur ár­um með ströng­um skil­yrð­um, sem falla nú nið­ur. Verð­laus hlut­ur þing­manns, sem harð­ast barð­ist fyr­ir sam­keppn­isund­an­þág­un­um, í KN, er orð­inn millj­óna­virði.

Mest lesið

Bandaríski fasisminn hefur áhrif á Ísland
4
Út fyrir boxið#1

Banda­ríski fasism­inn hef­ur áhrif á Ís­land

Á sama tíma og ein­ræð­is­ríki rísa upp eiga Ís­lend­ing­ar varn­ir sín­ar und­ir Banda­ríkj­un­um, þar sem stór hluti þjóð­ar­inn­ar styð­ur stefnu sem lík­ist sí­fellt meir fas­isma. Silja Bára Óm­ars­dótt­ir al­þjóða­stjórn­mála­fræð­ing­ur ræð­ir um fall­valt­leika lýð­ræð­is­ins í Banda­ríkj­un­um og hvernig Ís­lend­ing­ar geta brugð­ist við hættu­legri heimi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár