Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Tvær íslenskar konur í haldi Ísraela

Björk Vil­helms­dótt­ir og Tinna Ey­berg voru hand­tekn­ar í morg­un þeg­ar þær að­stoð­uðu Palestínu­menn við ólífutínslu. Sveinn Rún­ar Hauks­son, eig­in­mað­ur Bjark­ar, seg­ir að­alá­hyggju­efn­ið vera að þeim verði hugs­an­lega vís­að úr landi.

Tvær íslenskar konur í haldi Ísraela
Björk handtekin Björk Vilhelmsdóttir hefur að undanförnu dvalið í Palestínu og veitt verndandi viðveru til hjálpar Palestínumönnum við dagleg störf. Myndin hér að ofan er frá 17. október en þá rak ísraelsk lögregla Björk og aðra sjálfboðaliða í burtu af akri palestínsks bónda. Mynd: Úr einkasafni

Tvær íslenskar konur, Björk Vilhelmsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, og Tinna Eyberg, voru í morgun handteknar af ísraelskum yfirvöldum í þorpinu Burin á Vesturbakkanum í Palestínu. Þær Björk og Tinna voru við ólífutínslu í þorpinu á vegum Alþjóða friðarstarfs kvenna í Palestínu. Ásamt þeim voru tvær franskar konur, sem einnig voru á svæðinu sem sjálboðaliðar, handteknir.

Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og eignmaður Bjarkar, greindi frá þessu í morgun á Facebook. Þær Björk og Tinna voru handteknar á níunda tímanum að íslenskum tíma og hringdi Björk sjálf í Svein Rúnar til að segja honum frá stöðu mála. „Ég hef ekki heyrt í henni aftur, ég hef líka ekki reynt því ég vildi ekki trufla. Hún hefur þurft að heyra í ýmsum líka ef tækifæri hefur gefist, borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins og konsúl okkar Íslendinga á svæðinu,“ sagði Sveinn Rúnar í samtali við Stundina. Þess ber að geta að Björk svaraði ekki þegar Stundin reyndi að hringja í hana í morgun.

Björk og Tinna hafa verið í Palestínu til að veita það sem kallað er verndandi viðveru, það er að vera til staðar og aðstoða íbúa Palestínu á þeim svæðum þar sem gera má ráð fyrir afskiptum ísraelskra yfirvalda eða ísraelskra landtökumanna. Þær hafa aðstoðað við olífutínslu og á dögunum urðu þær meðal annars vitni að alvarlegu ofbeldi ísraelskra landtökumanna á hendur Palestínumönnum, í nágrenni landtökubyggðarinnar Yitzhar. Þar var bæði kveikt í olífutrjám svo yfir þúsund þeirra eyðilögðust í eldinum og einnig var ráðist á fólk sem var við ólífutínslu.

„Þetta eru engir mömmustrákar svo sem og við höfum lent í því að vera sett í niðurlægjandi aðstæður og setið undir hótunum“

Sveinn Rúnar segir að það hafi kannski verið viðbúið að eitthvað af þessu tagi myndi koma upp enda ísraelsk yfirvöld, herinn og landamæralögreglan með mikla viðveru á svæðinu og hafi áður haft afskipti af sjálfboðaliðunum og Palestínumönnum. „Í þessu tilviki er aðaláhyggjuefnið hvort að þær hafi aðeins verið teknar í hald eða hvort að þær hafi verið formlega handteknar, sem gæti leitt til málatilbúnaðar og brottvikningar frá Ísrael. Það hefur ítrekað komið fyrir konur úr þessum hópi.“

Sveinn Rúnar segir að Björk hafi borið sig vel og hún hafi verið í á leið inn til Ariel, landtökuborgar á hertekna svæðinu á Vesturbakkanum. „Þetta eru engir mömmustrákar svo sem og við höfum lent í því að vera sett í niðurlægjandi aðstæður og setið undir hótunum. Ég hef ekki svo miklar áhyggjur af því að hún verði beitt ofbeldi en mögulega mun hún sitja undir einhvers konar hótunum. En hún er sterk og stendur undir því.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
5
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
6
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár