Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Tvær íslenskar konur í haldi Ísraela

Björk Vil­helms­dótt­ir og Tinna Ey­berg voru hand­tekn­ar í morg­un þeg­ar þær að­stoð­uðu Palestínu­menn við ólífutínslu. Sveinn Rún­ar Hauks­son, eig­in­mað­ur Bjark­ar, seg­ir að­alá­hyggju­efn­ið vera að þeim verði hugs­an­lega vís­að úr landi.

Tvær íslenskar konur í haldi Ísraela
Björk handtekin Björk Vilhelmsdóttir hefur að undanförnu dvalið í Palestínu og veitt verndandi viðveru til hjálpar Palestínumönnum við dagleg störf. Myndin hér að ofan er frá 17. október en þá rak ísraelsk lögregla Björk og aðra sjálfboðaliða í burtu af akri palestínsks bónda. Mynd: Úr einkasafni

Tvær íslenskar konur, Björk Vilhelmsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi, og Tinna Eyberg, voru í morgun handteknar af ísraelskum yfirvöldum í þorpinu Burin á Vesturbakkanum í Palestínu. Þær Björk og Tinna voru við ólífutínslu í þorpinu á vegum Alþjóða friðarstarfs kvenna í Palestínu. Ásamt þeim voru tvær franskar konur, sem einnig voru á svæðinu sem sjálboðaliðar, handteknir.

Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og eignmaður Bjarkar, greindi frá þessu í morgun á Facebook. Þær Björk og Tinna voru handteknar á níunda tímanum að íslenskum tíma og hringdi Björk sjálf í Svein Rúnar til að segja honum frá stöðu mála. „Ég hef ekki heyrt í henni aftur, ég hef líka ekki reynt því ég vildi ekki trufla. Hún hefur þurft að heyra í ýmsum líka ef tækifæri hefur gefist, borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins og konsúl okkar Íslendinga á svæðinu,“ sagði Sveinn Rúnar í samtali við Stundina. Þess ber að geta að Björk svaraði ekki þegar Stundin reyndi að hringja í hana í morgun.

Björk og Tinna hafa verið í Palestínu til að veita það sem kallað er verndandi viðveru, það er að vera til staðar og aðstoða íbúa Palestínu á þeim svæðum þar sem gera má ráð fyrir afskiptum ísraelskra yfirvalda eða ísraelskra landtökumanna. Þær hafa aðstoðað við olífutínslu og á dögunum urðu þær meðal annars vitni að alvarlegu ofbeldi ísraelskra landtökumanna á hendur Palestínumönnum, í nágrenni landtökubyggðarinnar Yitzhar. Þar var bæði kveikt í olífutrjám svo yfir þúsund þeirra eyðilögðust í eldinum og einnig var ráðist á fólk sem var við ólífutínslu.

„Þetta eru engir mömmustrákar svo sem og við höfum lent í því að vera sett í niðurlægjandi aðstæður og setið undir hótunum“

Sveinn Rúnar segir að það hafi kannski verið viðbúið að eitthvað af þessu tagi myndi koma upp enda ísraelsk yfirvöld, herinn og landamæralögreglan með mikla viðveru á svæðinu og hafi áður haft afskipti af sjálfboðaliðunum og Palestínumönnum. „Í þessu tilviki er aðaláhyggjuefnið hvort að þær hafi aðeins verið teknar í hald eða hvort að þær hafi verið formlega handteknar, sem gæti leitt til málatilbúnaðar og brottvikningar frá Ísrael. Það hefur ítrekað komið fyrir konur úr þessum hópi.“

Sveinn Rúnar segir að Björk hafi borið sig vel og hún hafi verið í á leið inn til Ariel, landtökuborgar á hertekna svæðinu á Vesturbakkanum. „Þetta eru engir mömmustrákar svo sem og við höfum lent í því að vera sett í niðurlægjandi aðstæður og setið undir hótunum. Ég hef ekki svo miklar áhyggjur af því að hún verði beitt ofbeldi en mögulega mun hún sitja undir einhvers konar hótunum. En hún er sterk og stendur undir því.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár