Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Leggst gegn loftslagsskógi

Vig­dís Hauks­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Mið­flokks­ins, seg­ir skóg­rækt í Reykja­vík í þágu lofts­lags­ins byggja á til­finn­ingarök­um.

Leggst gegn loftslagsskógi
Vigdís Hauksdóttir Borgarfulltrúi segir skógræktina vera tímaskekkju. Mynd: gunnarsvanberg.com

Allir fulltrúar í umhverfis- og heilbrigðisráði Reykjavíkurborgar studdu tillögu um loftslagsskóg á fundi á miðvikudag nema Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins.

Samþykkt var að leggjast í skógrækt strax á næsta ári í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur. Svæði verða valin og gróðurfarsúttektir gerðar til að gæta þess að aðgerðirnar skili sér í kolefnisbókhald borgarinnar.

„Loftslagsskógar eru því algjör tímaskekkja“

Tillagan var studd af fulltrúum Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Sjálfstæðisflokksins. Vigdís lagði fram bókun þess efnis að nauðsynlegt sé að auka umfang hitabeltisskóga og skóga á suðlægum breiddargráðum, samkvæmt vísindagreinum. „Á norðurslóðum eigi hins vegar alls ekki að planta skógi því hann hækki hitastig jarðar,“ bókaði hún. „Loftslagsskógar eru því algjör tímaskekkja og einn stór misskilningur. Umhverfismálin verða að skoðast í heild á heimsvísu. Tilfallandi inngrip eins og loftslagsskógar í Reykjavík eða á Íslandi virðast byggjast á tilfinningum en ekki rökum.“

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, lét bóka að uppgræðsla lands sé áhrifaríkt verkfæri í baráttunni gegn loftslagsvánni.

Kjósa
-1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Loftslagsbreytingar

Vísindanefndin: Sambúð fólks við náttúruna þarf að breytast
GreiningLoftslagsbreytingar

Vís­inda­nefnd­in: Sam­búð fólks við nátt­úr­una þarf að breyt­ast

Um­bylt­ing­ar er þörf í lífs­hátt­um og um­gengni við nátt­úr­una, seg­ir í skýrslu vís­inda­nefnd­ar um áhrif lofts­lags­breyt­inga á Ís­landi. Snark í gróð­ureld­um, suð í moskítóflug­um og smit frá skóg­armítl­um gæti orð­ið hvers­dags­legt áð­ur en langt um líð­ur og sjáv­ar­flóð, skriðu­föll og lægða­gang­ur tíð­ari.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár