Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ríkisstjórnin rannsakar viðhorf almennings til stjórnarskrárinnar

Sjö ár­um eft­ir að grunn­ur að nýrri stjórn­ar­skrá var sam­þykkt­ur í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu verð­ur hald­inn rök­ræðufund­ur um nýja stjórn­ar­skrá. Í við­horfs­könn­un á veg­um stjórn­valda var ekki spurt út í við­horf til til­lagna stjórn­laga­ráðs.

Ríkisstjórnin rannsakar viðhorf almennings til stjórnarskrárinnar
Katrín Jakobsdóttir Forsætisráðherra leggur áherslu á að ná breiðri sátt á Alþingi um breytingar á stjórnarskránni, þar sem Alþingi þurfi að samþykkja breytingarnar. Mynd: Shutterstock

Forsætisráðherra hefur kynnt að rökræðufundur verði haldinn fyrir almenning 9. til 10. nóvember næstkomandi í þeim tilgangi að þingmenn geti kynnst viðhorfi almennings til breytinga á stjórnarskránni. Þrjú hundruð manns er boðið til fundarins.

Samráðið á sér stað sjö árum eftir að 67 prósent kjósenda samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu að „tillögur stjórnlagaráðs yrðu lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá“. Þetta er í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem niðurstöðum ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu er ekki fylgt. Núverandi ferli byggir hins vegar á annarri aðferðarfræði en fyrra ferli. Undirliggjandi eru áhyggjur af því að almenningur hafi ekki nægilega þekkingu á stjórnarskránni til að taka ákvarðanir um hana.

Rökræðufundur almennings

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra útskýrði samráðið í grein í Fréttablaðinu fyrr í vikunni og sagði að spurningakönnun Félagsvísindastofnunar meðal almennings sem kynnt var í september, væri undanfari almenningssamráðsins. Í könnuninni kom fram að þótt 37 prósent svarenda væru ánægð með stjórnarskrána, en 27 prósent óánægð, vildi mikill meirihluti breyta henni, eða 59 prósent svarenda, á meðan 17 prósent svarenda töldu litla eða enga þörf á breytingum. Telur Katrín frekara ferli munu leiða fram hvers vegna almenningur vill breyta stjórnarskránni, þótt ánægja sé með hana.

„Markmiðið er þannig að fá betri mynd af viðhorfi almennings“

„Könnunin sjálf er einungis fyrsta skref í umfangsmeiri rannsókn. Ætlunin er að virkja nýjar aðferðir við almenningssamráð með rökræðu­fundinum sem áður var nefndur. Þar mun fólk geta átt samræður við sérfræðinga og aðra um ýmis stjórnarskrártengd málefni og er ætlunin síðan að meta hvort þær samræður breyta skoðunum eða viðhorfum fólks í viðkomandi máli. Markmiðið er þannig að fá betri mynd af viðhorfi almennings og dýpri skilning á því hvað ræður því, til dæmis af hverju fólk sem er ánægt með stjórnarskrána sýnir einnig ríkan vilja til að endurskoða hana,“ segir í grein Katrínar.

Skoða hvernig viðhorf breytast við umræðu

Katrín sagði áður frá fyrirhuguðum rökræðufundi í umræðum á Alþingi í febrúar síðastliðnum. „Þetta virkar þannig að þátttakendur fá boð um að taka þátt í rökræðufundi um tiltekin mál, þeir eru látnir svara sömu könnun og þeir svöruðu áður en fundurinn hefst og svo svara þeir henni í þriðja sinn áður en fundinum lýkur. Þannig má kanna hvernig viðhorf manna breytast eftir því sem þeir kynnast málinu, fá tækifæri til að ræða við sérfræðinga og eiga samtal um viðfangsefnið í smærri hópi. Þegar við erum spurð í almennri viðhorfakönnun byggjum við á þeim viðhorfum sem við höfum fyrirfram og erum kannski ekki mikið búin að ígrunda og því er rökræðukönnunin ákveðið tæki til að eiga almenningssamráð um tiltekin viðfangsefni og kanna hvert rökræðan leiðir okkur,“ sagði hún.

Lítil þekking á stjórnarskránni

Aðeins fjögur prósent svarenda í könnun Félagsvísindastofnunar í sumar, sem kynnt var í síðasta mánuði, kváðust hafa „mikla þekkingu á stjórnarskránni“. Samtals sagðist minnihluti, eða 42 prósent, hafa nokkra eða mikla þekkingu á stjórnarskránni.

13 prósent svarenda sögðust enga þekkingu hafa. Þetta gildir um hlutfall þeirra sem svöruðu yfirhöfuð. Aðeins 48 prósent úr úrtaki Félagsvísindastofnunar svaraði spurningunni af 4.566 manna úrtaki.

Athygli vekur að ekki var spurt út í viðhorf til tillagna stjórnlagaráðs í könnun Félagsvísindastofnunar. Spurt var hvort fólk hefði tekið þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu almennt, sem 77 prósent höfðu gert, og hvort fólk hefði áhuga á stjórnmálum, en 44 prósent hafði „nokkurn áhuga“ og restin skiptist í tvö horn, þótt töluvert færri hefðu „engan áhuga“ en „mjög mikinn áhuga“.

Þess ber að geta að 48 prósent kjósenda kusu í kosningu til stjórnlagaráðs, en ekki var spurt út í það í könnun Félagsvísindastofnunar hvort fylgni væri milli þekkingar og þátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Gera má ráð fyrir því að þeir sem hafa þekkingu og áhuga á stjórnarskránni hafi kosið í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Lægst svarhlutfall náðist úr yngsta hópnum, 18 til 25 ára, en þeir námu 8,4 prósent svarenda þrátt fyrir að vera 14,5 prósent þýðis. Svarhlutfallið fór síðan stighækkandi með aldri upp í 22,8 prósent hjá þeim sem  eru 66 ára og eldri, sem þó eru 17,3 prósent þýðisins. Þar sem niðurstöður eru birtar eftir mismunandi breytum er hægt að sjá að mun færri 18 til 40 ára eru „mjög ánægðir“ með stjórnarskrána, eða aðeins fjögur prósent.

Misjafnir hagsmunir þingmanna og kjósenda

Þegar ákveðið var að stofna til sérstaks stjórnlagaþings eftir efnahagshrunið árið 2009, var hugmyndin ekki síst að þannig mætti sneiða hjá hagsmunaárekstri í gerð nýrrar stjórnarskrár. Mörg atriði stjórnarskrárinnar hafa bein áhrif á þingmenn á Alþingi, sem og ákveðna stjórnmálaflokka. Til dæmis hafa flokkar sem eru sterkir á landsbyggðinni, en veikari á höfuðborgarsvæðinu, verulega, beina hagsmuni af því að viðhalda núverandi mismun á atkvæðavægi fólks eftir búsetu. Auk þess er aukið beint lýðræði um leið valdatilfærsla frá þingi til þjóðar.

En almenningur vill hins vegar breyta þessu. 64 prósent svarenda í áðurnefndri könnun segja að frekar eða mjög mikil þörf sé á að breyta kjördæmaskipan og atkvæðavægi, en aðeins 16% mjög eða frekar litla þörf á breytingum. 74 prósent svarenda vilja að atkvæðamagn vegi jafnt á öllu landinu.

Þá vekur athygli, í samhengi við beint lýðræði, að yfirgnæfandi meirihluti vill að kjósendur geti safnað undirskriftum til að skylda Alþingi til að taka þingmál til meðferðar, eða 74 prósent gegn 8 prósentum.

Stjórnarskrárfélagið gagnrýndi sérstaklega orð forsætisráðherra á grundvelli þess að núverandi ferli væri ekki lýðræðislegt. „Það að hefja nýtt almenningssamráð um stjórnarskrá án þess að virða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu (um að leggja skuli nýju stjórnarskrána til grundvallar) getur því miður ekki talist lýðræðisleg aðgerð,“ sagði í Facebook-færslu félagsins.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ítrekar hins vegar að stjórnarskrárferlið sé á forræði Alþingis. „Samkvæmt gildandi stjórnarskrá verður stjórnarskrá ekki breytt nema þannig að Alþingi samþykki breytingarnar, boðað sé til kosninga, og nýtt Alþingi staðfesti breytingarnar. Þess vegna er svo mikilvægt að vinna að sem breiðastri samstöðu alþingismanna um breytingar á stjórnarskrá.“

Síðasta samráðsferli haft til hliðsjónar ásamt almennri umræðu

Kjósendur hafa þegar samþykkt tillögur stjórnlagaráðs sem grunn nýrrar stjórnarskrár í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem framkvæmd var í kjölfar beinnar kosningar í sérstakt stjórnlagaþing eða stjórnlagaráð. Í aðdraganda þeirrar vinnu var haldinn þjóðfundur 6. nóvember 2010, þar sem 950 manns af öllu landinu mættu. Tilgangur þjóðfundarins var að „kalla eftir meginsjónarmiðum og áherslum almennings um stjórnskipan landsins, stjórnarskrá og breytingar á henni“. Niðurstöðum Þjóðfundarins var síðan safnað saman og þær formlega afhendar stjórnlagaráði, en sem fyrr segir ákváðu stjórnvöld að fylgja ekki niðurstöðum þess ferlis nema til „hliðsjónar“, rétt eins og gildir um nefndarvinnu á Alþingi og „þá miklu samfélagslegu umræðu sem átt hefur sér stað“, eins og sagði í minnisblaði forsætisráðherra til flokksformanna á Alþingi í fyrra.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnarskrármálið

„Ég er oft á milli steins og sleggju þegar kemur að viðkvæmum málum“
FréttirStjórnarskrármálið

„Ég er oft á milli steins og sleggju þeg­ar kem­ur að við­kvæm­um mál­um“

Þor­steinn Pálm­ars­son, eig­andi Allt-af ehf, fyr­ir­tæk­is­ins sem fjar­lægði veggl­ista­verk­ið „Hvar er nýja stjórn­ar­skrá­in?“ seg­ist oft upp­lifa sig á milli steins og sleggju í deilu­mál­um milli þeirra sem mála á veggi og þeirra sem biðja um að verk­in verði fjar­lægð. Hann vann við að hreinsa til eft­ir mót­mæli í Búsáhalda­bylt­ing­unni.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár