Hamfarahlýnun, tæknibreytingar og eftirmál fjármálahrunsins hafa ýtt undir endurhugsun á efnahagskerfi heimsins, að mati Ásgeirs Brynjars Torfasonar, doktors í viðskiptafræði. Ofsatrú á markmið fyrirtækja um hagnað munu víkja fyrir víðari skilgreiningu á samfélags- og umhverfissjónarmiðum og Íslendingar þurfa að taka þátt í þeirri þróun.
„Það er komið fram nóg af dæmum til að sýna fram á að það er ekki eitthvert hjal í gömlum bóhemískum hippahagfræðingum að breytingar séu í nánd, heldur er það augljóst að nýfrjálshyggjukerfið með ofurtrú á frjálst einkaframtak án regluverks er einfaldlega úrelt hugmynd,“ segir hann. „Það er verið að prófa og þróa nýja heimsmynd. Það er óþægilegra en þegar var trúað á hugmyndaheim þar sem allt var í röð og reglu og atburðir eins og fjármálahrunið voru bara frávik. Það eru mjög spennandi tímar fram undan ef maður er tilbúinn að takast á við breytingarnar.“
Undanfarin fimm ár hefur Ásgeir verið lektor á sviði fjármála …
Athugasemdir