Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Þorsteinn Már í Samherja hagnaðist um 5,4 milljarða í fyrra

Eign­ar­halds­fé­lag Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Helgu Guð­munds­dótt­ur, fyrr­ver­andi eig­in­konu hans, bætti við sig 9 millj­arða króna eign­um í fyrra.

Þorsteinn Már í Samherja hagnaðist um 5,4 milljarða í fyrra
5,4 milljarða hagnaður Félag Þorsteins Más Samherjaforstjóra hagnaðist um tæplega 5,4 milljarða króna í fyrra. Mynd: Haraldur Guðjónsson

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri og stærsti hluthafi Samherja, hagnaðist um tæplega 5,4 milljarða króna í Eignarhaldsfélaginu Steini ehf. í fyrra. Félagið heldur á hlutabréfum Þorsteins Más í Samherja og á hann það ásamt fyrrverandi eiginkonu sinni, Helgu S. Guðmundsdóttur.  Þorsteinn Már á 51 prósent í félaginu og Helga á 49 prósent. Þetta kemur fram í ársreikningi Steins fyrir árið 2018 sem nýlega var skilað til ársreikningaskrár Ríkisskattstjóra.

Samherji er langstærsta útgerðarfélag landsins þegar tekið er tillit til innlendrar og erlendrar starfsemi útgerðarinnar. Félagið er annar stærsti, einstaki kvótaeigandi landsins á eftir Brimi, áður HB Granda, en á auk þess stóran hlut í meðal annars Síldavinnslunni, einni stærsti útgerð landsins. Samherji hagnaðist um 8.7 milljarða króna í fyrra og var félagið þá með 43 milljarða króna tekjur. 

Þorsteinn Már er einn ríkasti Íslendingurinn og ratar hann á hverju ári í yfirlit fjölmiðla yfir íslenskt auðfólk þegar skattauppplýsingar eru gerðar opinberar. Þorsteinn Már var með ríflega 100 milljónir króna í tekjur í fyrra, en tekjur hans segja hins vegar aðeins litla sögu um þá ótrúlegu auðsöfnun sem ársreikningur eignarhaldsfélags hans sýnir ár hvert og hefur gert lengi.

Níu milljarða eignaaukning

Eignir félagsins nema nú rúmlega 48 milljörðum króna og hafa þær hækkað um ríflega 9 milljarða króna á milli áranna 2017 og 2018. Verðmætasta eign félagsins eru hlutabréf í Samherja hf. sem bókfærð eru á 22 milljarða króna. Inni í félaginu eru íslenskar eignir og starfsemi Samherja. Hlutabréf Eignarhaldsfélagsins Steins ehf. í Samherja Holding, félagi utan um erlenda starfsemi Samherja, eru bókfærð á tæplega 18 milljarða króna.

Á móti þessum eignum eru nánast engar skuldir, en þær nema 4 milljónum króna. Þannig að segja má að félagið skuldi ekkert á móti þessum tæplega 50 milljarða króna eignum. 

Tók við hlutabréfum í Samherjafélögum

Ástæðan fyrir þessari miklu eignaaukningu Eignarhaldsfélagsins Steins ehf. er að í fyrra var hlutafé Fjárfestingarfélagsins Fjarðar ehf., sem átti hlutabréf í Samherja hf. og Samherja Holding ehf. lækkað, og var hlutafjáraukningin greidd út með hlutabréfum í félögunum tveimur. 

Eins og segir í ársreikningi Steins ehf.:  „Í águst 2019 var hlutafé Fjárfestingafélagsins Fjarðar ehf. lækkað og var hlutafjárlækkunin greidd með hlutabréfum í Samherja hf. og Samherja Holding ehf. til Eignarhaldsfélagsins Steins ehf. Eftir hlutafjárlækkunina á Eignarhaldsfélagið Steinn ehf. engin bréf í Fjárfestingafélaginu Firði ehf. en eignaðist 7,41% eignarhlut í Samherja hf. og 7,41% eignarhlut í Samherja Holding ehf.“

Eignarhaldsfélagið Steinn ehf. eignaðist því frekari hlutabréf í bæði Samherja hf. og Samherja Holding ehf. á árinu. 

„Þannig að út frá útlitslegum sjónarmiðum eða orðsporslegum þá er það vægari leið að gera þetta svona en að greiða arð.“

Dulbúnar arðgreiðslur

Enginn arður var tekinn út úr Steini í fyrra en fé, 394 milljónir, var greitt út úr félaginu og til hluthafa þegar félagið sjálft keypti eigin bréf í janúar 2009, líkt og félagið hefur raunar gert áður.

Stundin hefur fjallað um að slík leið sé aðferð til þess að taka „dulbúinn arð“ út úr eignarhaldsfélögum. Blaðið ræddi meðal annars við sérfræðing sem útskýrði aðferðina, sem er fullkomlega lögleg, með eftirfarandi hætti: „Það að velja þessa leið er örugglega af skattalegum ástæðum meðal annars. Svo hafa menn komist upp með að taka arð út úr félögum með þessum hætti án þess að það veki eins mikla athygli og þegar menn taka eiginlegan arð út úr fyrirtækjum. Þannig að út frá útlitslegum sjónarmiðum eða orðsporslegum þá er það vægari leið að gera þetta svona en að greiða arð,“ sagði sérfræðingurinn, sem ekki vildi láta nafn síns, getið í samtali við Stundina síðla árs í fyrra. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sjávarútvegur

Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum
FréttirSjávarútvegur

Sam­herji greið­ir nær enga skatta á Kýp­ur af tug­millj­arða eign­um

Dótt­ur­fé­lög Sam­herja á Kýp­ur stunda millj­arða króna við­skipti með fisk við önn­ur fé­lög Sam­herja en þessi við­skipti koma ekki fram í op­in­ber­um gögn­um Hag­stofu Ís­lands. Fé­lög­in greiddu að­eins 22 millj­ón­ir króna í skatta þar í landi á ár­un­um 2013 og 2014, þrátt fyr­ir að eiga rúm­lega 20 millj­arða eign­ir þar. Fé­lög Sam­herja hafa með­al ann­ars lán­að pen­inga til Ís­lands í gegn­um fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Ís­lands.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár