Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Þorsteinn Már í Samherja hagnaðist um 5,4 milljarða í fyrra

Eign­ar­halds­fé­lag Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Helgu Guð­munds­dótt­ur, fyrr­ver­andi eig­in­konu hans, bætti við sig 9 millj­arða króna eign­um í fyrra.

Þorsteinn Már í Samherja hagnaðist um 5,4 milljarða í fyrra
5,4 milljarða hagnaður Félag Þorsteins Más Samherjaforstjóra hagnaðist um tæplega 5,4 milljarða króna í fyrra. Mynd: Haraldur Guðjónsson

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri og stærsti hluthafi Samherja, hagnaðist um tæplega 5,4 milljarða króna í Eignarhaldsfélaginu Steini ehf. í fyrra. Félagið heldur á hlutabréfum Þorsteins Más í Samherja og á hann það ásamt fyrrverandi eiginkonu sinni, Helgu S. Guðmundsdóttur.  Þorsteinn Már á 51 prósent í félaginu og Helga á 49 prósent. Þetta kemur fram í ársreikningi Steins fyrir árið 2018 sem nýlega var skilað til ársreikningaskrár Ríkisskattstjóra.

Samherji er langstærsta útgerðarfélag landsins þegar tekið er tillit til innlendrar og erlendrar starfsemi útgerðarinnar. Félagið er annar stærsti, einstaki kvótaeigandi landsins á eftir Brimi, áður HB Granda, en á auk þess stóran hlut í meðal annars Síldavinnslunni, einni stærsti útgerð landsins. Samherji hagnaðist um 8.7 milljarða króna í fyrra og var félagið þá með 43 milljarða króna tekjur. 

Þorsteinn Már er einn ríkasti Íslendingurinn og ratar hann á hverju ári í yfirlit fjölmiðla yfir íslenskt auðfólk þegar skattauppplýsingar eru gerðar opinberar. Þorsteinn Már var með ríflega 100 milljónir króna í tekjur í fyrra, en tekjur hans segja hins vegar aðeins litla sögu um þá ótrúlegu auðsöfnun sem ársreikningur eignarhaldsfélags hans sýnir ár hvert og hefur gert lengi.

Níu milljarða eignaaukning

Eignir félagsins nema nú rúmlega 48 milljörðum króna og hafa þær hækkað um ríflega 9 milljarða króna á milli áranna 2017 og 2018. Verðmætasta eign félagsins eru hlutabréf í Samherja hf. sem bókfærð eru á 22 milljarða króna. Inni í félaginu eru íslenskar eignir og starfsemi Samherja. Hlutabréf Eignarhaldsfélagsins Steins ehf. í Samherja Holding, félagi utan um erlenda starfsemi Samherja, eru bókfærð á tæplega 18 milljarða króna.

Á móti þessum eignum eru nánast engar skuldir, en þær nema 4 milljónum króna. Þannig að segja má að félagið skuldi ekkert á móti þessum tæplega 50 milljarða króna eignum. 

Tók við hlutabréfum í Samherjafélögum

Ástæðan fyrir þessari miklu eignaaukningu Eignarhaldsfélagsins Steins ehf. er að í fyrra var hlutafé Fjárfestingarfélagsins Fjarðar ehf., sem átti hlutabréf í Samherja hf. og Samherja Holding ehf. lækkað, og var hlutafjáraukningin greidd út með hlutabréfum í félögunum tveimur. 

Eins og segir í ársreikningi Steins ehf.:  „Í águst 2019 var hlutafé Fjárfestingafélagsins Fjarðar ehf. lækkað og var hlutafjárlækkunin greidd með hlutabréfum í Samherja hf. og Samherja Holding ehf. til Eignarhaldsfélagsins Steins ehf. Eftir hlutafjárlækkunina á Eignarhaldsfélagið Steinn ehf. engin bréf í Fjárfestingafélaginu Firði ehf. en eignaðist 7,41% eignarhlut í Samherja hf. og 7,41% eignarhlut í Samherja Holding ehf.“

Eignarhaldsfélagið Steinn ehf. eignaðist því frekari hlutabréf í bæði Samherja hf. og Samherja Holding ehf. á árinu. 

„Þannig að út frá útlitslegum sjónarmiðum eða orðsporslegum þá er það vægari leið að gera þetta svona en að greiða arð.“

Dulbúnar arðgreiðslur

Enginn arður var tekinn út úr Steini í fyrra en fé, 394 milljónir, var greitt út úr félaginu og til hluthafa þegar félagið sjálft keypti eigin bréf í janúar 2009, líkt og félagið hefur raunar gert áður.

Stundin hefur fjallað um að slík leið sé aðferð til þess að taka „dulbúinn arð“ út úr eignarhaldsfélögum. Blaðið ræddi meðal annars við sérfræðing sem útskýrði aðferðina, sem er fullkomlega lögleg, með eftirfarandi hætti: „Það að velja þessa leið er örugglega af skattalegum ástæðum meðal annars. Svo hafa menn komist upp með að taka arð út úr félögum með þessum hætti án þess að það veki eins mikla athygli og þegar menn taka eiginlegan arð út úr fyrirtækjum. Þannig að út frá útlitslegum sjónarmiðum eða orðsporslegum þá er það vægari leið að gera þetta svona en að greiða arð,“ sagði sérfræðingurinn, sem ekki vildi láta nafn síns, getið í samtali við Stundina síðla árs í fyrra. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Sjávarútvegur

Samherji greiðir nær enga skatta á Kýpur af tugmilljarða eignum
FréttirSjávarútvegur

Sam­herji greið­ir nær enga skatta á Kýp­ur af tug­millj­arða eign­um

Dótt­ur­fé­lög Sam­herja á Kýp­ur stunda millj­arða króna við­skipti með fisk við önn­ur fé­lög Sam­herja en þessi við­skipti koma ekki fram í op­in­ber­um gögn­um Hag­stofu Ís­lands. Fé­lög­in greiddu að­eins 22 millj­ón­ir króna í skatta þar í landi á ár­un­um 2013 og 2014, þrátt fyr­ir að eiga rúm­lega 20 millj­arða eign­ir þar. Fé­lög Sam­herja hafa með­al ann­ars lán­að pen­inga til Ís­lands í gegn­um fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Ís­lands.

Mest lesið

Lýsir viðbrögðum Jóns sem „skólabókardæmi um þöggunartilburði“
2
Fréttir

Lýs­ir við­brögð­um Jóns sem „skóla­bók­ar­dæmi um þögg­un­ar­til­burði“

Fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, lýsti því yf­ir í dag að um­fjöll­un um hann væri „vænt­an­lega lög­reglu­mál.“„Það hef­ur áð­ur gef­ist vel að fá lög­regl­una til að­stoð­ar við að beita kæl­ingaráhrif­um í óþægi­leg­um mál­um með til­hæfu­laus­um rann­sókn­um,“ seg­ir formað­ur Blaða­manna­fé­lags­ins.
„Spilltur gjörningur“ að semja um afgreiðslu hvalveiðileyfis fyrir fram
4
Fréttir

„Spillt­ur gjörn­ing­ur“ að semja um af­greiðslu hval­veiði­leyf­is fyr­ir fram

Hauk­ur Arn­þórs­son stjórn­sýslu­fræð­ing­ur tel­ur það spillt­an gjörn­ing sem varði við stjórn­sýslu­lög hafi ver­ið sam­ið um stjórn­sýslu­ákvörð­un um veit­ingu hval­veiði­leyf­is fyr­ir fram. Hann tel­ur að ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins muni ekki geta veitt hval­veiði­leyfi fyr­ir kosn­ing­arn­ar 30. nóv­em­ber.
„Þú ert hluti vandamálsins, gaur“
6
Viðtal

„Þú ert hluti vanda­máls­ins, gaur“

Mynd­in Stúlk­an með nál­ina er nú sýnd í Bíó Para­dís og er til­nefnd til Evr­ópsku kvik­mynda­verð­laun­anna. Laus­lega byggð á raun­veru­leik­an­um seg­ir hún sögu Karol­ine (leik­inni af Car­men Sonne), verk­smiðju­stúlku í harðri lífs­bar­áttu við hrun fyrri heims­styrj­ald­ar­inn­ar. At­vinnu­laus og barns­haf­andi hitt­ir hún Dag­mar sem að­stoð­ar kon­ur við að finna fóst­urstað fyr­ir börn. En barn­anna bíða önn­ur ör­lög. Danska stór­leik­kon­an Trine Dyr­holm leik­ur Dag­mar og var til í við­tal.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
2
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
2
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár