Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Tilkynnt um sex tilvik kynferðislegs áreitis eða ofbeldis er sneru að Atla Rafni

Krist­ín Ey­steins­dótt­ir leik­hús­stjóri Borg­ar­leik­húss­ins taldi sér ekki ann­að fært en að segja Atla Rafni Sig­urð­ar­syni upp störf­um til að tryggja ör­yggi á vinnu­staðn­um. Atli Rafn hef­ur ekki feng­ið nein­ar upp­lýs­ing­ar um til­vik­in.

Tilkynnt um sex tilvik kynferðislegs áreitis eða ofbeldis er sneru að Atla Rafni
Kannaðist ekki við sögur af áreitni Atli Rafn Sigurðarson sagði af og frá að hann hefði áreitt konur kynferðislega. Mynd: Heiða Helgadóttir

Frá því í byrjun desember og fram í miðjan mánuðinn árið 2017 fékk Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur, inn á borð til sín sjö tilkynningar sem vörðuðu sex atvik um kynferðislega áreitni og kynferðislegt ofbeldi af hálfu Atla Rafns Sigurðarsonar leikara, sem þá var starfandi í Borgarleikhúsinu. Taldi Kristín sér ekki annað fært til að verja starfsfólk sitt og Borgarleikhúsið en að segja Atla upp störfum.

Atli sagði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, í málflutningi sínum í dómsmáli hans gegn leikhússtjóranum og leikhúsinu, að hann hefði komið af fjöllum þegar honum var greint frá uppsögninni og ástæðum hennar. Hann fékk ekki þá, né hefur fengið síðan, upplýsingar um hverjar þessar konur væru, hvenær meint brot áttu sér stað eða með hvaða hætti. Atli Rafn segist telja að það andrúmsloft sem einkenndi samfélagið á þessum tíma, með því að #metoo byltingin hafði risið hvað hæst á, hafi valdið því að Kristín tók ákvörðun um að segja honum upp störfum eftir að hafa heyrt sögur af framferði hans. „Mér hefur verið haldið í algeru myrkri um hvaða atburðir þetta eiga að hafa verið og hver eigi í hlut. Það gerir mér ókleift að verja hendur mínar á nokkurn hátt.“

Lýstu kvíða og ótta vegna samstarfs við Atla

Við aðalmeðferð máls Atla Rafns á hendur Borgarleikhúsinu og Kristínu kom fram að þrjár af þeim sex konum sem kvörtuðu undan Atla Rafni voru starfandi við Borgarleikhúsið á þeim tíma sem Atli Rafn var þar við störf. Að minnsta kosti eitt tilvikið sem um ræðir var sagt hafa átt sér stað á vinnutíma og á starfsstöð Borgarleikhússins á meðan að Atli Rafn var þar starfandi. Lýstu þær í samtölum við Kristínu, eftir framburði hennar, því að þær upplifðu kvíða og vanlíðan þegar þær mættu til vinnu í Borgarleikhúsinu. Þá lýstu sumar því að því fylgdi ótti að vinna á sama stað og Atli Rafn. Kristín greindi frá því að konurnar sem um ræðir hefðu allar leitað til hennar í trúnaði vegna málsins og teldi sig ekki hafa nokkra heimild til þess að greina, hvorki Atla Rafni né öðrum, nánar frá því sem fram kom á þeim fundum. Hún hafi hins vegar ekki átt neinna annarra kosta völ en að segja Atla Rafni upp störfum. „Þarna eru fjórir starfsmenn leikhússins sem horfa í augun á mér og segja að þeir upplifa mikla vanlíðan og kvíða við að mæta í vinnuna.“

„Þarna eru fjórir starfsmenn leikhússins sem horfa í augun á mér og segja að þeir upplifa mikla vanlíðan og kvíða við að mæta í vinnuna“

Atla Rafni var sagt upp störfum í desember 2017 vegna þess fjölda ásakana sem Kristínu var greint frá. Atli Rafn sagðist ekki kannast við að hafa nokkurn tíma brotið á neinum né áreitt kynferðislega, hvorki tengt störfum sínum né í einkalífi. Hann hafi fram til þessa getað valið úr hlutverkum í íslensku leikhúsi. „Það má segja að minn ferill hafi staðið í miklum blóma þar til ég var rekinn frá Leikfélagi Reykjavíkur haustið 2017.“

Sagði #Metoo sögu um sig lygasögu

Atli Rafn fer fram á að fá greiddar tíu milljónir króna í skaðabætur og þrjár milljónir króna í miskabætur vegna uppsagnarinnar sem hann telur ólögmæta. Lýsti hann því sem svo að atvinnumöguleikar hans væru í „ruslflokki“ eftir að málið kom upp, hann hefði misst tekjur vegna þess og vísað meðal annars í að Krónan hefði sagt upp við hann samningi um auglýsingalestur vegna málsins.

„Það má segja að minn ferill hafi staðið í miklum blóma þar til ég var rekinn frá Leikfélagi Reykjavíkur haustið 2017“

Atli Rafn greindi frá því að ein af sögunum sem kom fram í #Metoo byltingunni hefði átt við hann. Atli Rafn kallaði þá sögu hins vegar „lygasögu“ en hún fjallaði um að hann hefði, drukkinn við tökur á kvikmynd, stungið tungu sinni upp í mótleikkonu. Vildi hann ekki kannast við að það væri rétt. Umrædd móttleikkona hefði verið við störf í Borgarleikhúsinu þegar hann kom þangað til starfa og faðir hennar einnig, sem leikari þar. Lýsti Atli því að þau hefðu ekki heilsað sér á göngunum og hefði andrúmsloftið verið óþægilegt að hans mati.

Spurður hvort hann teldi að sú saga sem var rakin hefði haft eitthvað með uppsögn hans að gera sagði Atli Rafn að hann hefði þráspurt Kristínu leikhússtjóra um það. Hún hefði fastlega neitað því. Hann telji þó sjálfur að svo hafi hlotið að vera.

Atli sagðist telja að Kristín hefði verið búin að taka sér stöðu vegna þess anda sem var yfir samfélaginu í #Metoo byltingunni, þá stöðu að þeir sem greindu frá því að brotið væri á sér yrði skilyrðislaust trúað en hagsmunir annarra, hans þar með, yrðu fyrir borð bornir.

Fleiri tilkynningar bættust við

Kristín lýsti því að hún hefði tekið kvartanirnar á hendur Atla Rafni mjög alvarlega. Fyrst hafi komið inn á hennar borð ein tilkynning og þá hafi hún unnið að því að boða Atla Rafn í starfsmannaviðtal vegna málsins. Á meðan unnið hafi verið að undirbúningi þess hafi málunum hins vegar bara fjölgað og hún séð sig knúna til að segja honum upp, til að tryggja öryggi á vinnustaðnum og gæta hagsmuna starfsfólks og Borgarleikhússins.

„Mér bar skylda til þess sem stjórnanda að tryggja öryggi og líðan starfsfólks“

Kristín sagði að hún hefði reynt eftir mætti að standa eins faglega að málinu eins og tök væru á. Þannig hafi viðbrögð Atla Rafns, þar sem hann kom algjörlega af fjöllum, orðið til þess að athugað var hvort hægt væri að beita vægari viðbrögðum en brottrekstri. Fundurinn þar sem Atla Rafni hafi verið tilkynnt uppsögn var á laugardegi og annar fundur var haldinn, með lögmönnum, daginn eftir þar sem rætt var um hvort hægt væri að milda aðgerðirnar. Í því skyni hafi lögmenn Atla Rafns og Borgarleikhússins ætlað að ræða saman á mánudegi, en í millitíðinni hafi Kristínu borist tvær tilkynningar til viðbótar um brot af hálfu Atla Rafns og því hafi verið óhjákvæmilegt annað en að láta uppsögnina standa.

Kristín sagði að ákvörðunin um uppsögn Atla Rafns hefði ekki verið tekin á óathuguðu ráði, síður en svo. Þegar hún hafi komið til framkvæmda hafi aðeins verið tvær vikur í að frumsýna ætti jólaleikrit Borgarleikhússins, Medeu, þar sem Atli Rafn átti að leika aðalhlutverk. Óhjákvæmilegt var að fresta frumsýningunni með tilheyrandi kostnaði og tjóni. Kristín segir ljóst að ekki hafi verið hægt að halda striki og frumsýna með Atla Rafn innaborðs. Það hefði þýtt að hann yrði við störf hjá leikhúsinu í að minnsta kosti tvo til þrjá mánuði til viðbótar. Eftir að hafa verið upplýst um framferði Atla Rafns hefði það verið á ábyrgð Kristínar og vinnustaðarins, Borgarleikhússins, ef upp hefðu komið frekari atvik á þeim tíma. Við það var ekki hægt að búa, sagði Kristín. „Mér bar skylda til þess sem stjórnanda að tryggja öryggi og líðan starfsfólks.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár