Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fólk strandar á grænmetinu

Sú fé­lags­lega at­höfn að borða hef­ur breyst í tím­ans rás og æ fleiri borða nú ein­ir. Mörg­um vex hins veg­ar í aug­um að leggja á sig elda­mennsku fyr­ir eng­an ann­an en sjálf­an sig. Með ör­lít­illi skipu­lagn­ingu er þó lít­ið mál að elda fyr­ir einn, að mati Dóru Svavars­dótt­ur, sem stend­ur fyr­ir mat­reiðslu­nám­skeið­um þar sem þátt­tak­end­ur læra að elda smáa skammta úr holl­um hrá­efn­um.

Fólk strandar á grænmetinu
Kennir fólki að elda fyrir einn Algengir gestir á námskeiðum Dóru eru konur sem eru komnar yfir miðjan aldur og vantar hvatningu til að nenna að elda fyrir einn eða tvo, og svo strákar upp úr þrítugu sem eru farnir að sjá að skyndibitinn er dýr og ekkert svo hollur til lengri tíma litið. Mynd: Heiða Helgadóttir

Dóra Svavarsdóttir var aðeins 18 ára gömul þegar hún hóf störf í veitingageiranum með því að stofna kaffihús í stofunni heima í sveit. Í kjölfarið hóf hún kokkanám og hefur nú starfað í geiranum í yfir 20 ár. Dóra rekur í dag fyrirtækið Culina og heldur undir hatti þess ýmis matreiðslunámskeið þar sem hún hefur að leiðarljósi að draga úr matarsóun og auka þekkingu fólks og færni við að elda gómsæta og fjölbreytta grænmetisrétti. Dóra hefur meðal annars haldið námskeiðið Eldað fyrir einn en sú félagslega athöfn að borða hefur gjörbreyst í tímans rás, fólk hefur minni tíma, fleiri kjósa að búa einir og aðrir eiga erfitt með að fóta sig í eldhúsinu þegar að því kemur að færri munna er að metta.

Grænkál út í hræringinn

„Ég er frá Drumboddsstöðum í Biskupstungum og siglingar á Hvítá voru gerðar út af hlaðinu heima. Systir mín fékk upphaflega þá hugmynd að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár