Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Forsætisráðherra segir blasa við að Alda megi leiðrétta kynskráningu sína

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra tel­ur blasa við að Alda Vig­dís Skarp­héð­ins­dótt­ir hafi rétt til að breyta skrán­ingu á bæði kyni sínu og nafni í þjóð­skrá.

Forsætisráðherra segir blasa við að Alda megi leiðrétta kynskráningu sína
Andi laganna skýr Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að séu einhverjar tæknilegar hindranir sem valdi því að lögheimilsskráning hamli leiðréttingu á kyn- og nafnskráningu, þá verði að taka lögin upp og laga það.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það aldrei hafa staðið til að lögheimiliskráning erlendis yrði fólki hindrun í því að breyta skráningu á kyni sínu eða nafni í þjóðskrá, þegar unnið var að samningu frumvarps til laga um kynrænt sjálfræði. Frumvarpið var lagt fram af Katrínu sjálfri og það samþykkt í júní síðastliðnum og tóku lögin gildi 5. júlí síðastliðinn. Þrátt fyrir að í lögunum sé ekki að finna nein skilyrði er lúta að búsetu hefur Þjóðskrá Íslands neitað Öldu Vigdísi Skarphéðinsdóttur, transkonu sem búsett er í Berlín, um að fá kyn- og nafnskráningu sína leiðrétta, með þeim rökum að hún eigi ekki lögheimili hér á landi.

Katrín segir anda laganna skýran

Stundin fjallaði um mál Öldu í síðasta tölublaði sem út kom 20. september. Þar kom fram að Alda hefði gert tilraun til að leiðrétta skráningu sína í þjóðskrá í byrjun mánaðarins en fengið tilkynningu á tölvuskjáinn um að henni væri það óheimilt vegna búsetu hennar erlendis. Í samskiptum Öldu við Þjóðskrá Íslands í framhaldinu var vísað til meginreglu þess efnis að persónuleg réttarstaða fólks skuli fylgja lögheimilisskráningu þess. Þessa er að engu getið í hinum nýju lögum um kynrænt sjálfræði, og í greinargerð með frumvarpinu er tiltekið að breytingar á slíkri skráningu í þjóðskrá séu ekki háðar neinum skilyrðum.

„Eins og ég skil það þá er það lögheimilisskráningin sem er sögð hindra að viðkomandi geti breytt skráningu sinni og það var alls ekki hugsunin að svo væri“

Alda hefur lagt fram stjórnsýslukæru á hendur Þjóðskrá Íslands og er sú kæra til meðferðar hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu sem hefur málaflokkinn á sinni könnu. Kæran var skjöluð hjá ráðuneytinu í lok síðustu viku og hefur Þjóðskrá Íslands þrjár vikur til svara.

Katrín segir í samtalið við Stundina að það sé hennar mat að allir íslenskir ríkisborgarar sem skráðir séu í þjóðskrá séu jafnir þegar að kemur að lögum um kynrænt sjálfræði, það sé óháð búsetu. Til þess hafi lögin verið sett. „Ég þekki ekki öll smáatriði þessa máls en eins og ég hef lesið um það í blöðunum þá finnst mér blasa við að þessi einstaklingur hafi rétt til að breyta skráningu á bæði nafni sínu og kyni í þjóðskrá, eins og lög standa til. Þó það kunni að vera einhverjir annmarkar á því þá finnst mér andi laganna vera alveg skýr. Eins og ég skil það þá er það lögheimilisskráningin sem er sögð hindra að viðkomandi geti breytt skráningu sinni og það var alls ekki hugsunin að svo væri. Nú á samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið eftir að úrskurða en ef það er svo að þarna sé til staðar einhver tæknileg hindrun, tæknilegir annmarkar, þá kallar það bara á að við förum aftur yfir málið og kippum því í liðinn.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár