Ísland rekur lestina af Norðurlöndunum þegar kemur að hlutfalli þess heimilisúrgangs sem skilað er til endurvinnslu. Þó hefur hlutfallið aukist frá árinu 2008, þegar innan við 20 prósent heimilisúrgangs kom til endurvinnslu. Árið 2016 skilaði um 33 prósent heimilisúrgangs sér til endurvinnslu. Hins vegar féll hlutfallið skarpt árið 2017 og þá skilaði sér ekki nema um 26 prósent heimilisúrgangs til endurvinnslu. Ekki varð þá markverð breyting á magni heimilisúrgangs milli þessara ára, þrátt fyrir fjölgun íbúa. Skýringar á þeirri breytingu liggja ekki fyrir.
Mjög langt er því í land með að ná þeim markmiðum sem sett hafa verið um sjáfbærni í íslensku þjóðfélagi í stefnumörkun til ársins 2020 og einnig í landsáætlun um meðhöndlun úrgangs á árunum 2013–2020.
Langt í land
Í tilskipun Evrópusambandsins númer 98 frá 2008 er sett sú krafa að árið 2020 verði helmingur alls plasts, glers, pappírs/pappa og málma sem safnað er frá heimilum undirbúið fyrir …
Athugasemdir