Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Stjórnmálamenn sýni aðgát þegar fjármálaöflin þrýsta á léttara regluverk

Gylfi Zoëga, hag­fræði­pró­fess­or og nefnd­ar­mað­ur í pen­inga­stefnu­nefnd, seg­ir að rek­inn sé stöð­ug­ur áróð­ur fyr­ir því að reglu­verki sé létt af fjár­mála­fyr­ir­tækj­um og þeim gef­inn laus­ari taum­ur. „Mað­ur skyldi vona að bú­ið sé að læra af reynsl­unni svo það verði pass­að upp á þetta.“

Stjórnmálamenn sýni aðgát þegar fjármálaöflin þrýsta á léttara regluverk

Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, segir að endurskipulagningunni á íslensku bankakerfi fylgi ýmsar hættur. Brýnt sé að koma í veg fyrir að óæskilegir hvatar myndist á fjármálamarkaði sem geti stefnt þjóðarbúinu í voða. Þetta er á meðal þess sem fram kom í máli hans á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um skýrslu peningastefnunefndar í dag.

„Síðustu 10 ár höfum við haft stjórn á kerfinu hérna. Það hafa auðvitað verið ríkisbankar en gengið vel í hagkerfinu,“ sagði Gylfi og bætti því við að nú stæðu stjórnmálamenn frammi fyrir stórum spurningum. „Hver á þessa banka, hver stjórnar þeim, hvernig verður eftirlit með þeim, hvernig ætliði að skipuleggja þetta fjármálakerfi í framtíðinni? Þetta eru risa spurningar og ef eitthvað fer úrskeiðis í þessu ferli, þá er auðvitað hætta á ferðum innanlands. Yfirleitt er það þannig að sú kynslóð sem lendir í fjármálakreppu, hún hefur lært sína lexíu, og lætur hana ekki að endurtakast. Það er næsta kynslóð sem gerir það. En maður skyldi vona að búið sé að læra af reynslunni svo það verði passað upp á þetta.“

Gylfi bætti því við að brýnt væri að reglur á fjármálamarkaði væru ekki með þeim hætti að fólk hefði hvata til þess að gera hluti sem stefndu kerfinu öllu í voða. „Þeir hvatar sem við höfum sem einstaklingar þurfa að fara saman við hagsmuni þjóðarinnar.“ Þá benti hann á að á árunum fyrir hrun gátu fyrirtæki hagnast umtalsvert með því að skuldsetja sig í erlendri mynt. „En fyrir allt þjóðarbúið var þetta stórhættulegt. Þarna voru hagsmunir og hvatar einstakra aðila á skjön við það sem þjóðin og hagkerfið þurfti á að halda. Það má ekki gerast að reglur séu þannig að þær hvetji til svona hegðunar aftur. Svo það er bæði eignarhaldið sem þarf að vera gegnsætt og regluverkið sem þarf að vera í lagi. Þetta er kannski helsta hættan hér innanlands á næstu árum, að þetta fari úrskeiðis.“

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, var til viðtals í Markaðnum fyrir viku og gagnrýndi stífar eiginfjárkröfur í íslensku bankakerfi. „Við erum búin að innleiða mun hærri eiginfjárkröfur en önnur Evrópuríki,“ sagði hann og hélt því fram að eiginfjárkröfurnar væru það helsta sem stæði í vegi fyrir því að Ísland gæti orðið lágvaxtaríki.“

Gylfi Zoëga víkur að þessu í viðtali á Mbl.is í dag þar sem eftirfarandi er haft eftir honum:

„Einn banka­stjóri stórs banka var í viðtali síðustu helgi og sagði að það væri lyk­il­atriði að lækka eig­in­fjár­kröf­ur á bank­anna. Því er stöðugt haldið fram af hag­fræðing­um bank­anna að það eigi að hleypa inn þessu er­lenda spari­fé í vaxtamunaviðskipti því það sé æski­legt. Og núna þegar bank­arn­ir fara að taka er­lend lán á betri kjör­um þá mun press­an mynd­ast að fara að lána í er­lend­um mynt­um. Það er stöðugur áróður má segja fyr­ir þess­um breyt­ing­um.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár