Íslenskir nýnasistar nota netspjallborð til að sigta út nýja meðlimi og eru yngstu virku þátttakendurnir á táningsaldri. Meðlimir mótmæltu við finnska sendiráðið í Reykjavík eftir að Norræna mótstöðuhreyfingin var bönnuð í Finnlandi í fyrra og áttu þriggja daga fund í skíðaskála í Bláfjöllum nú í september. Leiðtogar hreyfingarinnar á Norðurlöndum gera kröfur til aðildarfélaganna um afköst, en margir þeirra hafa verið dæmdir fyrir hatursorðræðu og ofbeldi.
Eins og fram hefur komið í umfjöllun Stundarinnar í samstarfi við sænska fjölmiðilinn Expo voru leiðtogar Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar frá Svíþjóð staddir á Íslandi í byrjun september. Embætti ríkislögreglustjóra taldi enga hættu vofa yfir vegna hópsins, en hreyfingin var nefnd í skýrslu embættisins um hryðjuverk. Íslandsdeild hennar kallar sig Norðurvígi.
Starfsemi nýnasista fer að miklu leyti fram á netinu og reyna þeir að fela slóð sína með ýmsum ráðum. Sumarið 2017 notuðu sumir meðlimir hópsins spjallborðið …
Athugasemdir