Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Meira tapas í hversdagslífið á Íslandi

Esteb­an Morales starf­aði sem kokk­ur í Barcelona í ára­tug og miðl­ar nú góm­sætri reynslu sinni frá Spáni í bland við ís­lenska hefð.

Meira tapas í hversdagslífið á Íslandi

„Forsagan að því að við fluttum hingað er sú að árið 2018 var mér boðið að koma hingað á Bjórgarðinn sem kokkur á Food and Fun og og eldaði þá bæði paellu og tapas og endurtókum við svo leikinn nú í ár. Í framhaldinu vorum ég og Ernesto, sambýlismaður minn, staðráðnir í að flytja hingað til Íslands og halda áfram að elda okkar sérrétti fyrir Íslendinga. Við höfum nú verið búsettir hér síðan í maí og hófum að bjóða gestum upp á tapas hér í Bjórgarðinum í júlí. Okkur langar að innleiða siðina og stemninguna í kringum tapas inn í hversdagslíf Íslendinga. Íslendingar eru jú mjög hrifnir af Spáni og eru að mínu mati alls ekki ósvipaðir íbúum á Norður-Spáni svo þetta fyrirkomulag hentar þeim vel,“ segir Esteban. 

Líka fasteignasali og jógakennari

Estaban hafði starfað í áratug sem kokkur í Barcelona þegar hann ákvað að söðla um og hefja störf sem fasteignasali. Því starfi sinnti hann í 14 ár en þá togaði eldamennskan hann aftur til sín og hóf hann þá að starfa sem kokkur eingöngu fyrir einkasamkvæmi og viðburði. Hann hefur hug á að taka einnig að sér slíkt hérlendis en fyrir fimm árum gerðist hann einnig jógakennari og starfar sem slíkur hérlendis í og með eldamennskunni. Hann leggur sig fram við að elda eingöngu úr ferskum og hollum hráefnum enda ekki annað hægt fyrir kokk sem einnig stundar og kennir jóga.

Tapas til varnar flugum

„Upphaflega þýðir orðið tapas lok og voru litlar brauðsneiðar eða litlir diskar bornir fram með drykkjum þannig að fólk gæti sett þá ofan á glasið sitt og varnað flugum að komast ofan í glasið! Á suður Spáni er meiri hefð fyrir tapas sem merkir í dag smáir skammtar af kjöti bornu fram á litlum diski en pinchos á norður Spáni sem er brauð með áleggi ofan á. Tortilla de patatas, spænska útgáfan af kartöflu og lauk-eggjaköku, er mjög hefðbundin svo og þurrkuð skinka eða pincho de jamón en á Norður-Spáni er mjög hefðbundinn réttur pincho pimiento de piquillo sem gerður er úr rauðum paprikum fylltum með blöndu af túnfiski í olíu, osti og tómat. Tapas með önd eða laxi er síðan meira í íslenskum anda og slíkt er líka á matseðlinum. Allt saman úr ferskasta hráefninu hverju sinni og búið til samdægurs,“ segir Esteban.

Einfaldasti tapas rétturinn til að prófa heima fyrir segir Esteban að sé tortilla de patatas. Í eggjahræruna þarf aðeins kartöflur sem eru soðnar og afhýddar, þær eru síðan skornar niður og steiktar í olíu og svolitlu salti, takið frá alla auka olíu og bætið við eggi. Hrærið í og eldið í nokkrar mínútur, berið síðan fram ykkar eigin tortilla de patatas! Bon appetit!!!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár