Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Meira tapas í hversdagslífið á Íslandi

Esteb­an Morales starf­aði sem kokk­ur í Barcelona í ára­tug og miðl­ar nú góm­sætri reynslu sinni frá Spáni í bland við ís­lenska hefð.

Meira tapas í hversdagslífið á Íslandi

„Forsagan að því að við fluttum hingað er sú að árið 2018 var mér boðið að koma hingað á Bjórgarðinn sem kokkur á Food and Fun og og eldaði þá bæði paellu og tapas og endurtókum við svo leikinn nú í ár. Í framhaldinu vorum ég og Ernesto, sambýlismaður minn, staðráðnir í að flytja hingað til Íslands og halda áfram að elda okkar sérrétti fyrir Íslendinga. Við höfum nú verið búsettir hér síðan í maí og hófum að bjóða gestum upp á tapas hér í Bjórgarðinum í júlí. Okkur langar að innleiða siðina og stemninguna í kringum tapas inn í hversdagslíf Íslendinga. Íslendingar eru jú mjög hrifnir af Spáni og eru að mínu mati alls ekki ósvipaðir íbúum á Norður-Spáni svo þetta fyrirkomulag hentar þeim vel,“ segir Esteban. 

Líka fasteignasali og jógakennari

Estaban hafði starfað í áratug sem kokkur í Barcelona þegar hann ákvað að söðla um og hefja störf sem fasteignasali. Því starfi sinnti hann í 14 ár en þá togaði eldamennskan hann aftur til sín og hóf hann þá að starfa sem kokkur eingöngu fyrir einkasamkvæmi og viðburði. Hann hefur hug á að taka einnig að sér slíkt hérlendis en fyrir fimm árum gerðist hann einnig jógakennari og starfar sem slíkur hérlendis í og með eldamennskunni. Hann leggur sig fram við að elda eingöngu úr ferskum og hollum hráefnum enda ekki annað hægt fyrir kokk sem einnig stundar og kennir jóga.

Tapas til varnar flugum

„Upphaflega þýðir orðið tapas lok og voru litlar brauðsneiðar eða litlir diskar bornir fram með drykkjum þannig að fólk gæti sett þá ofan á glasið sitt og varnað flugum að komast ofan í glasið! Á suður Spáni er meiri hefð fyrir tapas sem merkir í dag smáir skammtar af kjöti bornu fram á litlum diski en pinchos á norður Spáni sem er brauð með áleggi ofan á. Tortilla de patatas, spænska útgáfan af kartöflu og lauk-eggjaköku, er mjög hefðbundin svo og þurrkuð skinka eða pincho de jamón en á Norður-Spáni er mjög hefðbundinn réttur pincho pimiento de piquillo sem gerður er úr rauðum paprikum fylltum með blöndu af túnfiski í olíu, osti og tómat. Tapas með önd eða laxi er síðan meira í íslenskum anda og slíkt er líka á matseðlinum. Allt saman úr ferskasta hráefninu hverju sinni og búið til samdægurs,“ segir Esteban.

Einfaldasti tapas rétturinn til að prófa heima fyrir segir Esteban að sé tortilla de patatas. Í eggjahræruna þarf aðeins kartöflur sem eru soðnar og afhýddar, þær eru síðan skornar niður og steiktar í olíu og svolitlu salti, takið frá alla auka olíu og bætið við eggi. Hrærið í og eldið í nokkrar mínútur, berið síðan fram ykkar eigin tortilla de patatas! Bon appetit!!!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
4
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu