Bresk stjórnvöld hafa gefið grænt ljós á fyrirætlanir olíufélagsins Shell um að skilja eftir olíuborpalla í Norðursjó, sem á að afleggja. Þýsk stjórnvöld ásamt fjórum öðrum Evrópuríkjum hafa lýst áætlununum sem tifandi tímasprengju, þar eð olíuúrgangur og spilliefni muni með tíð og tíma leka út í sjóinn úr mannvirkjununum. Íslensk stjórnvöld hafa ekki beitt sér í málinu þrátt fyrir að vera meðvituð um áætlanirnar.
Bretar eru ásamt Íslandi, Þýskalandi og tólf öðrum Evrópuríkjum auk Evrópusambandsins aðilar að OSPAR-samningnum um verndun Norðaustur-Atlantshafsins. Óheimilt er samkvæmt OSPAR- samningnum að skilja við aflögð mannvirki á hafi úti á svæðinu. Þó er að finna í samningnum ákvæði þar sem fram kemur að yfirvöldum sé heimilt að veita undanþágur til þess hafi úttekt sýnt fram á, með fullnægjandi hætti, að úrelding mannvirkjananna á hafi úti sé betri kostur en endurnotkun, endurnýting eða förgun á landi. Þýsk stjórnvöld, sem aðilar að OSPAR- samningnum, hafa hins vegar …
Athugasemdir