Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Bretar heimila Shell að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó

Þýsk stjórn­völd ásamt fjór­um öðr­um Evr­ópu­ríkj­um hafa mómtælt áætl­un­un­um harð­lega og sagt stór­fellda hættu á um­hverf­is­slysi. Ís­lensk stjórn­völd hafa ekki beitt sér í mál­inu þrátt fyr­ir vitn­eskju um það.

Bretar heimila Shell að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó
Olíuborpallur í Norðursjó Hundruð olíuborpalla í Norðursjá verða aflagðir á næstu árum þegar líftími þeirra rennur út. Mynd: Shutterstock

Bresk stjórnvöld hafa gefið grænt ljós á fyrirætlanir olíufélagsins Shell um að skilja eftir olíuborpalla í Norðursjó, sem á að afleggja. Þýsk stjórnvöld ásamt fjórum öðrum Evrópuríkjum hafa lýst áætlununum sem tifandi tímasprengju, þar eð olíuúrgangur og spilliefni muni með tíð og tíma leka út í sjóinn úr mannvirkjununum. Íslensk stjórnvöld hafa ekki beitt sér í málinu þrátt fyrir að vera meðvituð um áætlanirnar.

Bretar eru ásamt Íslandi, Þýskalandi og tólf öðrum Evrópuríkjum auk Evrópusambandsins aðilar að OSPAR-samningnum um verndun Norðaustur-Atlantshafsins. Óheimilt er samkvæmt OSPAR- samningnum að skilja við aflögð mannvirki á hafi úti á svæðinu. Þó er að finna í samningnum ákvæði þar sem fram kemur að yfirvöldum sé heimilt að veita undanþágur til þess hafi úttekt sýnt fram á, með fullnægjandi hætti, að úrelding mannvirkjananna á hafi úti sé betri kostur en endurnotkun, endurnýting eða förgun á landi. Þýsk stjórnvöld, sem aðilar að OSPAR- samningnum, hafa hins vegar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu