Bretar heimila Shell að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó

Þýsk stjórn­völd ásamt fjór­um öðr­um Evr­ópu­ríkj­um hafa mómtælt áætl­un­un­um harð­lega og sagt stór­fellda hættu á um­hverf­is­slysi. Ís­lensk stjórn­völd hafa ekki beitt sér í mál­inu þrátt fyr­ir vitn­eskju um það.

Bretar heimila Shell að skilja eftir aflagða olíuborpalla í Norðursjó
Olíuborpallur í Norðursjó Hundruð olíuborpalla í Norðursjá verða aflagðir á næstu árum þegar líftími þeirra rennur út. Mynd: Shutterstock

Bresk stjórnvöld hafa gefið grænt ljós á fyrirætlanir olíufélagsins Shell um að skilja eftir olíuborpalla í Norðursjó, sem á að afleggja. Þýsk stjórnvöld ásamt fjórum öðrum Evrópuríkjum hafa lýst áætlununum sem tifandi tímasprengju, þar eð olíuúrgangur og spilliefni muni með tíð og tíma leka út í sjóinn úr mannvirkjununum. Íslensk stjórnvöld hafa ekki beitt sér í málinu þrátt fyrir að vera meðvituð um áætlanirnar.

Bretar eru ásamt Íslandi, Þýskalandi og tólf öðrum Evrópuríkjum auk Evrópusambandsins aðilar að OSPAR-samningnum um verndun Norðaustur-Atlantshafsins. Óheimilt er samkvæmt OSPAR- samningnum að skilja við aflögð mannvirki á hafi úti á svæðinu. Þó er að finna í samningnum ákvæði þar sem fram kemur að yfirvöldum sé heimilt að veita undanþágur til þess hafi úttekt sýnt fram á, með fullnægjandi hætti, að úrelding mannvirkjananna á hafi úti sé betri kostur en endurnotkun, endurnýting eða förgun á landi. Þýsk stjórnvöld, sem aðilar að OSPAR- samningnum, hafa hins vegar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár