Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samningurinn hafi ekki verið borinn undir Alþingi

Frosti Sig­ur­jóns­son, fyrr­ver­andi þing­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins og einn af tals­mönn­um Ork­unn­ar okk­ar, tel­ur það stjórn­ar­skrár­brot að Ís­land hafi und­ir­geng­ist skuld­bind­ing­ar ECT-samn­ings­ins án að­komu Al­þing­is. Gunn­ar Bragi Sveins­son stóð að full­gild­ingu samn­ings­ins í rík­is­stjórn­ar­tíð Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar.

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samningurinn hafi ekki verið borinn undir Alþingi

Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, telur að aðild Íslands að ECT-orkusamningnum feli í sér brot á stjórnarskrá í ljósi þess að samningurinn var ekki borinn undir Alþingi.

„Þar sem þessi samningur leggur skyldur á opinbera aðila sem geta hugsanlega leitt til fjárútláta og skaðabóta þá á að sjálfsögðu að bera samninginn undir Alþingi. Ég tel því blasa við að samþykki samningsins hafi verið brot á 21. gr. stjórnarskrárinnar,“ skrifar hann á Facebook.

„Hvaða hagsmuni hafði íslenskur almenningur af þáttöku Íslands í þessum samningi? Svar: Enga,“ skrifar Frosti enn fremur. „Með samningnum skuldbatt Ísland sig til að vinna að markaðsvæðingu orkukerfis sem var nánast alfarið í eigu almennings.“ Þá segir hann það hneyksli að málið hafi verið keyrt í gegn án vitundar Alþingis og að rannsaka þurfi nánar „hverjir hvöttu til þess að þannig var staðið að málum“. 

Eins og Stundin hefur fjallað um fullgiltu íslensk stjórnvöld ECT-samninginn svokallaða um orkumál þann 7. júlí 2015 og sendu vörsluaðila samningsins bréf því til staðfestingar. Á þeim tíma var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra.

Með fullgildingunni er Ísland orðið skuldbundið að þjóðarétti til að stuðla að frjálsum viðskiptum, samkeppni og markaðsvæðingu á sviði orkumála, en samningurinn kveður meðal annars á um að ríkið skuli grípa til allra nauðsynlegra ráðstafana til að liðka fyrir frjálsum flutningi orku óháð uppruna, áfangastað og eignarhaldi og án mismununar. 

Alls hafa 122 gerðarmál fyrirtækja gegn ríkjum verið höfðuð á grundvelli ECT-samningsins, þar af 40 gegn Spáni, 10 gegn Ítalíu og 6 gegn Tékklandi, en margar málsóknanna eru viðbragð við aðgerðum sem stjórnvöld hafa ráðist í til að halda niðri raforkuverði fyrir almenning. Bæði Ísland og Bretland eiga aðild að ECT-samningnum og er því hugsanlegt að reyna muni á ákvæði hans ef upp koma deilur um lagningu sæstrengs milli landanna. 

Gunnar Bragi Sveinsson undirritaði fullgildingarskjal vegna samningsins árið 2015 þar sem því er heitið að Ísland muni virða og uppfylla ákvæði samningsins í hvívetna. Var málið hvorki borið undir Alþingi né kynnt almenningi á upplýsingavef stjórnarráðsins.

Stundin sendi Gunnari Braga fyrirspurn um málið þann 5. september síðastliðinn en engin svör hafa borist. Hins vegar hefur Jón Pétursson, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sent baráttufólki gegn þriðja orkupakkanum skilaboð þar sem hann réttlætir fullgildingu samningsins og þýðir texta um hann af Wikipediu. „Þessi sáttmáli snýst fyrst og fremst um gagnkvæma vernd fjárfestinga, að fjárfestar sitji við sama borð, að dreifing orku (líka yfir landamæri) sé heimil og hvatt til orkusparnaðar,“ skrifar Jón.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þriðji orkupakkinn

Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“
FréttirÞriðji orkupakkinn

Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar rétt­læt­ir full­gild­ingu ECT-samn­ings­ins: „Stund­um er hlut­um bland­að inn í um­ræð­una“

Hinn um­deildi samn­ing­ur um vernd orku­fjár­fest­inga varð ekki bind­andi fyr­ir Ís­land fyrr en rík­is­stjórn Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar full­gilti hann ár­ið 2015. Ólíkt því sem lagt var upp með við und­ir­rit­un samn­ings­ins 20 ár­um áð­ur var full­gild­ing­in ekki bor­in und­ir Al­þingi. Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar Dav­íðs gef­ur lít­ið fyr­ir frétta­flutn­ing af mál­inu, en önn­ur Evr­ópu­ríki töldu ástæðu til að sam­þykkja sér­staka yf­ir­lýs­ingu um for­ræði yf­ir sæ­strengj­um og olíu­leiðsl­um. Með und­ir­rit­un Gunn­ars Braga Sveins­son­ar og Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar ár­ið 2015 skuld­bundu ís­lensk stjórn­völd sig til að fram­fylgja samn­ingn­um í hví­vetna.
Stjórn Sigmundar fullgilti umdeildan samning um vernd orkufjárfestinga
FréttirÞriðji orkupakkinn

Stjórn Sig­mund­ar full­gilti um­deild­an samn­ing um vernd orku­fjár­fest­inga

Með full­gild­ingu ECT-samn­ings­ins hafa ís­lensk stjórn­völd skuld­bund­ið sig til að liðka fyr­ir frjáls­um við­skipt­um með orku­auð­lind­ir og að beita sér fyr­ir sam­keppni, mark­aðsvæð­ingu og sam­vinnu á sviði orku­flutn­inga. Reynt gæti á ákvæði samn­ings­ins ef upp koma deil­ur um lagn­ingu sæ­strengs, en fjár­fest­ar hafa með­al ann­ars not­að samn­ing­inn sem vopn gegn stjórn­valds­að­gerð­um sem er ætl­að að halda niðri raf­orku­verði til al­menn­ings.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár