Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Vona að Sjálfstæðisflokkurinn taki upp sjálfstæðisstefnuna í þessu máli“

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son gagn­rýn­ir Bjarna Bene­dikts­son harð­lega fyr­ir að hafa ekki boð­að neitt nýtt í orkupakka­mál­inu á opn­um fundi í Val­höll í dag.

„Vona að Sjálfstæðisflokkurinn taki upp sjálfstæðisstefnuna í þessu máli“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hvetur Sjálfstæðismenn til að taka upp „sjálfstæðisstefnuna“ í orkupakkamálinu og standa vörð um fullveldið.

Þetta kemur fram í hugleiðingu sem Sigmundur birtir á Facebook-síðu sinni.

Tilefnið er fundur sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hélt um þriðja orkupakkann og fleira í Valhöll fyrr í dag.

„Maður hefði haldið að formaður Sjálfstæðisflokksins, sá ágæti maður, myndi boða eitthvað nýtt í orkupakkamálinu fyrst blásið var til opins fundar í Valhöll,“ skrifar Sigmundur.

„Í staðinn flutti hann gömlu línuna um að orkupakkinn hafi þegar verið orðinn til þegar ég var í ríkisstjórn. Jú pakkinn hafði lengi verið til en samt innleiddum við hann ekki. Auk þess heyrði málið ekki undir mig, ekki frekar en fjármálaráðherra á þeim tíma (hver sem það nú var). Málið heyrði hins vegar undir ráðherra Sjálfstæðisflokksins en ekki ætla ég að gagnrýna þann góða ráðherra enda innleiddi hann ekki orkupakkann.“

Eins og Stundin fjallaði um í vor átti ríkisstjórn Sigmundar Davíðs frumkvæði að því árið 2014 að reglur úr þriðja orkupakkanum voru innleiddar í íslensk lög án þess að þær hefðu verið samþykktar í sameiginlegu EES-nefndinni og teknar upp í EES-samninginn. Sumum þótti þetta óþarfa óðagot og eðlilegra að bíða með innleiðinguna en Sigmundur var á meðal þeirra sem greiddu atkvæði með frumvarpinu þann 28. maí 2015 – fyrsta lagafrumvarpinu sem samþykkt var vegna innleiðingar þriðja orkupakkans. Um er að ræða 22. gr. tilskipunar nr. 2009/72/EB um kerfisáætlun flutningsfyrirtækja.  „Markmiðið með því ákvæði tilskipunarinnar er að stuðla að betri tengingu innri markaðarins þannig að raforkuþörf hans verði betur mætt með ásættanlegu afhendingaröryggi,“ segir í greinargerð stjórnarfrumvarpsins sem Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra lagði fram árið 2014 og Sigmundur Davíð studdi. Með frumvarpinu var lögfest að gerð kerfisáætlunar skyldi meðal annars byggja á sviðsmyndum um þróun raforkuflutnings til annarra landa. Við þinglega meðferð málsins var lagt til að sú vísun yrði felld brott en Sigmundur og tveir aðrir þingmenn sem nú tilheyra Miðflokknum, þeir Gunnar Bragi Sveinsson og Þorsteinn Sæmundsson, greiddu atkvæði gegn þeirri tillögu.  

Sigmundur bendir á að á fundinum í Valhöll í dag komu fram endurteknar fullyrðingar um að innleiðing þriðja orkupakkans fæli ekki í sér framsal valds yfir orkumálum eða að það væri að minnsta kosti „afmarkað”.

„Á meðan gerist það í raunheimum að ESB fer í mál við Belgíu fyrir að framfylgja ekki 3. orkupakkanum nógu vel. Hvað gerðu Belgar af sér? Þeir létu sér detta í hug að belgískir kjósendur og fulltrúar þeirra ættu áfram að hafa eitthvað um orkumál að segja þrátt fyrir innleiðinguna.“

Rétt er að taka fram að Belgía er aðildarríki að Evrópusambandinu ólíkt Íslandi. Segir þó Sigmundur að þarna sé komið fram raundæmi um það sem Arnar Þór Jónsson héraðsdómari og fleiri hafi varað við. „Ég vona að Sjálfstæðisflokkurinn taki upp sjálfstæðisstefnuna í þessu máli og öðrum fullveldismálum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þriðji orkupakkinn

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samningurinn hafi ekki verið borinn undir Alþingi
FréttirÞriðji orkupakkinn

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samn­ing­ur­inn hafi ekki ver­ið bor­inn und­ir Al­þingi

Frosti Sig­ur­jóns­son, fyrr­ver­andi þing­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins og einn af tals­mönn­um Ork­unn­ar okk­ar, tel­ur það stjórn­ar­skrár­brot að Ís­land hafi und­ir­geng­ist skuld­bind­ing­ar ECT-samn­ings­ins án að­komu Al­þing­is. Gunn­ar Bragi Sveins­son stóð að full­gild­ingu samn­ings­ins í rík­is­stjórn­ar­tíð Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar.
Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“
FréttirÞriðji orkupakkinn

Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar rétt­læt­ir full­gild­ingu ECT-samn­ings­ins: „Stund­um er hlut­um bland­að inn í um­ræð­una“

Hinn um­deildi samn­ing­ur um vernd orku­fjár­fest­inga varð ekki bind­andi fyr­ir Ís­land fyrr en rík­is­stjórn Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar full­gilti hann ár­ið 2015. Ólíkt því sem lagt var upp með við und­ir­rit­un samn­ings­ins 20 ár­um áð­ur var full­gild­ing­in ekki bor­in und­ir Al­þingi. Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar Dav­íðs gef­ur lít­ið fyr­ir frétta­flutn­ing af mál­inu, en önn­ur Evr­ópu­ríki töldu ástæðu til að sam­þykkja sér­staka yf­ir­lýs­ingu um for­ræði yf­ir sæ­strengj­um og olíu­leiðsl­um. Með und­ir­rit­un Gunn­ars Braga Sveins­son­ar og Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar ár­ið 2015 skuld­bundu ís­lensk stjórn­völd sig til að fram­fylgja samn­ingn­um í hví­vetna.
Stjórn Sigmundar fullgilti umdeildan samning um vernd orkufjárfestinga
FréttirÞriðji orkupakkinn

Stjórn Sig­mund­ar full­gilti um­deild­an samn­ing um vernd orku­fjár­fest­inga

Með full­gild­ingu ECT-samn­ings­ins hafa ís­lensk stjórn­völd skuld­bund­ið sig til að liðka fyr­ir frjáls­um við­skipt­um með orku­auð­lind­ir og að beita sér fyr­ir sam­keppni, mark­aðsvæð­ingu og sam­vinnu á sviði orku­flutn­inga. Reynt gæti á ákvæði samn­ings­ins ef upp koma deil­ur um lagn­ingu sæ­strengs, en fjár­fest­ar hafa með­al ann­ars not­að samn­ing­inn sem vopn gegn stjórn­valds­að­gerð­um sem er ætl­að að halda niðri raf­orku­verði til al­menn­ings.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár