Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Framkvæmd upplýsingalaga óviðunandi og lakari en í nágrannalöndunum

Um­boðs­mað­ur Al­þing­is seg­ir þörf á hug­ar­fars­breyt­ingu og auk­inni þekk­ingu inn­an stjórn­sýsl­unn­ar þeg­ar kem­ur að beit­ingu reglna um að­gang al­menn­ings að upp­lýs­ing­um.

Framkvæmd upplýsingalaga óviðunandi og lakari en í nágrannalöndunum
Upplýsingamál í ólagi Í nýrri ársskýrslu umboðsmanns fjallar hann meðal annars um hvernig stjórnvöldum eru mislagðar hendur við beitingu upplýsingalaga og vekur athygli á því að málsmeðferðartími úrskurðarnefndar um upplýsingamál sé mun lengri hérlendis en á hinum Norðurlöndunum. Þá kemur fram að menntamálaráðuneytið hafi vanrækt að svara fyrirspurnum umboðsmanns og fundað hafi verið um málið. Mynd: Morgunblaðið/Eggert

Íslensk stjórnvöld eiga langt í land með að beita reglum um aðgang að gögnum með viðunandi hætti og í anda þess sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum. Þörf er á viðhorfsbreytingu og aukinni þekkingu á upplýsingalögum hjá starfsmönnum stjórnsýslunnar. Þetta er mat umboðsmanns Alþingis, en hann fjallar um málið í ársskýrslu sinni fyrir 2018.

Nýlegar breytingar sem gerðar voru á reglum um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar um upplýsingamál eru fjarri sambærilegum viðmiðum sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum. Á Íslandi er miðað við 150 daga málsmeðferð hja úrskurðarnend um upplýsingamál meðan önnur norræn ríki miða að jafnaði við fáeina daga eða vikur.

„Sú áhersla tekur mið af mikilvægi og þörf þeirra sem óska eftir aðgangi að gögnum hjá stjórnvöldum, t.d. fjölmiðla og aðila sem þurfa á gögnunum að halda vegna sambærilegra mála, á að fá sem fyrst aðgang að umræddum gögnum eða geta fylgt eftir synjunum á slíkum aðgangi,“ skrifar umboðsmaður. 

„Innan stjórnsýslunnar er ekki til staðar nægileg þekking á þeim reglum sem gilda um aðgang að gögnum hjá stjórnvöldum“

Hann segist hafa velt því fyrir sér hvort sú leið löggjafans að fela sjálfstæðri úrskurðarnefnd að fjalla um þessi mál í stað æðra stjórnvalds á hverju sviði eigi hugsanlega þátt í hversu erfiðlega hefur gengið að koma framkvæmd þessara mála í viðunandi horf.

„Ég tel meginástæðu þess hversu hægt hefur gengið í að þoka málum í þá átt megi að minnsta kosti að hluta rekja til þess að innan stjórnsýslunnar er ekki til staðar nægileg þekking á þeim reglum sem gilda um aðgang að gögnum hjá stjórnvöldum. Við athuganir mínar á þessum málum tel ég mig merkja að þetta sé ekki bundið við lægra sett stjórnvöld heldur eigi þetta einnig við um til dæmis ráðuneyti og sveitarfélög.“

Ársskýrsla umboðsmanns er óvenju efnismikil í ár og kennir þar ýmissa grasa. Í kafla um ráðningarmál hjá hinu opinbera víkur umboðsmaður að því að hann hafi í auknum mæli orðið þess var að stjórnvöld sem fái einkaaðila til ráðgjafar í ráðningarmálum feli einkaaðilanum að svara beint beiðnum umsækjenda um aðgang að gögnum málsins. Hafa verði í huga að starfsmenn ráðningarfyrirtækja skorti oft þá þekkingu sem þarf til að leysa með réttum hætti úr stjórnsýslumálum auk þess sem þeir eru almennt ekki bærir til að taka ákvarðanir eða bera ábyrgð á slíkum málum. „Er mikilvægt að stjórnvöld sem fara með ráðningarvaldið tryggi að beiðnir um aðgang að gögnum séu settar í réttan lagalegan farveg og afgreiddar í samræmi við lög,“ segir hann. 

Umboðsmaður áréttar að í málum vegna ráðninga þurfi að hafa í huga að ráðgjöf utanaðkomandi aðila, svo sem einkafyrirtækja sem sérhæfa sig í ráðningarmálum, leysi ekki stjórnvaldið sjálft undan þeim skyldum sem á því hvíla við meðferð málsins á grundvelli laga og óskráðra meginreglna stjórnsýsluréttar. Þrátt fyrir að umsóknir um opinber störf séu sendar til einkafyrirtækis sem aðstoðar við að leggja mat á umsækjendur beri stjórnvaldið áfram ábyrgð á að gætt sé að viðeigandi réttaröryggisreglum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnsýsla

Umboðsmaður taldi forræðið liggja hjá stjórnvaldinu en ekki ríkislögmanni
FréttirStjórnsýsla

Um­boðs­mað­ur taldi for­ræð­ið liggja hjá stjórn­vald­inu en ekki rík­is­lög­manni

Ákvörð­un­ar­vald um hvort bóta­skylda sé við­ur­kennd ligg­ur hjá því stjórn­valdi sem bóta­kröfu er beint að og stjórn­völd hafa for­ræði á kröfu­gerð, rök­semd­um og ágrein­ings­at­rið­um þeg­ar mál fara fyr­ir dóm­stóla. Þetta er af­staða um­boðs­manns Al­þing­is sam­kvæmt ábend­inga­bréfi sem hann sendi heil­brigð­is­ráð­herra ár­ið 2014, en for­sæt­is­ráðu­neyt­ið gaf út yf­ir­lýs­ingu á föstu­dag þar sem fram kom að rík­is­lög­mað­ur hefði „al­mennt for­ræði á kröfu­gerð og fram­setn­ingu henn­ar“.
Samtök atvinnulífsins: Ísland laust við spillingu eins og þá sem tíðkast erlendis
FréttirStjórnsýsla

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins: Ís­land laust við spill­ingu eins og þá sem tíðk­ast er­lend­is

Heild­ar­sam­tök ís­lenskra at­vinnu­rek­enda mót­mæla því að sett­ar verði regl­ur til að draga úr flakki milli stjórn­sýslu­starfa og sér­hags­muna­gæslu. „Hér á landi tíðk­ast það ekki að spill­ing birt­ist í því að sterk­ir sérhags­muna­að­il­ar nái tang­ar­haldi á stjórn­völd­um og hafi áhrif á þau með við­brögð­um sínum við ein­stökum ákvörð­un­um, líkt og tal­að var um í úttekt­ar­skýrslu GRECO.“

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár