Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Tvenn stjórnarslit stöðvuðu verkefni um eflingu fjármálalæsis

Fall tveggja rík­is­stjórna 2016 og 2017 leiddi til þess að tveggja ára verk­efni um efl­ingu fjár­mála­læsis varð að engu. Nú­ver­andi rík­is­stjórn seg­ir að „lé­legt fjár­mála­læsi hjá al­menn­ingi“ sé ein helsta áskor­un stjórn­valda á sviði fjöl­skyldu­mála.

Tvenn stjórnarslit stöðvuðu verkefni um eflingu fjármálalæsis
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Nýjar ríkisstjórnir tóku við í janúar og nóvember 2017 og verkefni um fjármálalæsi varð að engu. Mynd: Davíð Þór

Annríki vegna kosninga og stjórnarskipta haustið 2016 og aftur haustið 2017 orsakaði það að ekkert varð úr verkefni til að efla fjármálalæsi almennings. Ráðuneytin forgangsröðuðu öðrum verkefnum, að því er fram kemur í svari mennta- og menningarmálaráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar.

Samkvæmt minnisblaði frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu frá október 2016 stóð til að verja 20 milljónum króna til verkefnis um eflingu fjármálalæsis. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar frá því í vor er „lélegt fjármálalæsi hjá almenningi“ talið ein af helstu áskorunum sem stjórnvöld standa frammi fyrir á sviði fjölskyldumála, en lítið hefur verið tilkynnt um aðgerðir í málaflokknum.

Skipa átti verkefnishóp með tilnefningum frá menntastofnunum, samtökum og aðilum úr stjórnkerfinu, samkvæmt minnisblaðinu. Til stóð að ráða sem verkefnisstjóra Breka Karlsson, núverandi formann Neytendasamtakanna, sem þá fór fyrir Stofnun um fjármálalæsi. Starfsemi stofnunarinnar hefur legið í dvala síðan Breki hóf störf hjá Neytendasamtökunum síðasta …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
1
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
4
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár