Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Tvenn stjórnarslit stöðvuðu verkefni um eflingu fjármálalæsis

Fall tveggja rík­is­stjórna 2016 og 2017 leiddi til þess að tveggja ára verk­efni um efl­ingu fjár­mála­læsis varð að engu. Nú­ver­andi rík­is­stjórn seg­ir að „lé­legt fjár­mála­læsi hjá al­menn­ingi“ sé ein helsta áskor­un stjórn­valda á sviði fjöl­skyldu­mála.

Tvenn stjórnarslit stöðvuðu verkefni um eflingu fjármálalæsis
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Nýjar ríkisstjórnir tóku við í janúar og nóvember 2017 og verkefni um fjármálalæsi varð að engu. Mynd: Davíð Þór

Annríki vegna kosninga og stjórnarskipta haustið 2016 og aftur haustið 2017 orsakaði það að ekkert varð úr verkefni til að efla fjármálalæsi almennings. Ráðuneytin forgangsröðuðu öðrum verkefnum, að því er fram kemur í svari mennta- og menningarmálaráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar.

Samkvæmt minnisblaði frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu frá október 2016 stóð til að verja 20 milljónum króna til verkefnis um eflingu fjármálalæsis. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar frá því í vor er „lélegt fjármálalæsi hjá almenningi“ talið ein af helstu áskorunum sem stjórnvöld standa frammi fyrir á sviði fjölskyldumála, en lítið hefur verið tilkynnt um aðgerðir í málaflokknum.

Skipa átti verkefnishóp með tilnefningum frá menntastofnunum, samtökum og aðilum úr stjórnkerfinu, samkvæmt minnisblaðinu. Til stóð að ráða sem verkefnisstjóra Breka Karlsson, núverandi formann Neytendasamtakanna, sem þá fór fyrir Stofnun um fjármálalæsi. Starfsemi stofnunarinnar hefur legið í dvala síðan Breki hóf störf hjá Neytendasamtökunum síðasta …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár