Annríki vegna kosninga og stjórnarskipta haustið 2016 og aftur haustið 2017 orsakaði það að ekkert varð úr verkefni til að efla fjármálalæsi almennings. Ráðuneytin forgangsröðuðu öðrum verkefnum, að því er fram kemur í svari mennta- og menningarmálaráðuneytisins við fyrirspurn Stundarinnar.
Samkvæmt minnisblaði frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu frá október 2016 stóð til að verja 20 milljónum króna til verkefnis um eflingu fjármálalæsis. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar frá því í vor er „lélegt fjármálalæsi hjá almenningi“ talið ein af helstu áskorunum sem stjórnvöld standa frammi fyrir á sviði fjölskyldumála, en lítið hefur verið tilkynnt um aðgerðir í málaflokknum.
Skipa átti verkefnishóp með tilnefningum frá menntastofnunum, samtökum og aðilum úr stjórnkerfinu, samkvæmt minnisblaðinu. Til stóð að ráða sem verkefnisstjóra Breka Karlsson, núverandi formann Neytendasamtakanna, sem þá fór fyrir Stofnun um fjármálalæsi. Starfsemi stofnunarinnar hefur legið í dvala síðan Breki hóf störf hjá Neytendasamtökunum síðasta …
Athugasemdir