Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Framkvæmdastjórinn vill ekki svara fyrir viðskiptin tengd Guðmundi í Brimi

FISK Sea­food, út­gerð­ar­arm­ur Kaup­fé­lags Skag­firð­inga, hef­ur selt Guð­mundi Kristjáns­syni í Brimi hluta­bréf í Brimi sem fyr­ir­tæk­ið var að kaupa. Fyrst áttu FISK og Guð­mund­ur í inn­byrð­is við­skipt­um með hluta­béf í Vinnslu­stöð­inni í Eyj­um og nú í Brimi.

Framkvæmdastjórinn vill ekki svara  fyrir viðskiptin tengd Guðmundi í Brimi
Guðmundur og FISK Seafood Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður hefur átt í mikilum innbyrðis viðskiptum við FISK Seafood, útgerðararm Kaupfélags Skagfirðinga, síðastliðið ár.

Framkvæmdastjóri FISK-Seafood, útgerðarfélags Kaupfélags Skagfirðinga, hefur ekki viljað svara spurningum um af hverju og á hvaða forsendum FISK hefur stundað umfangsmikil viðskipti með og við útgerðarfélagið Brim. Framkvæmdastjórinn heitir Friðbjörn Ásbjörnsson og tók hann við starfinu af Jóni Eðvaldi Friðrikssyni í nóvember í fyrra eftir að Jóni Friðrik var sagt upp störfum með skömmum fyrirvara. Jón Eðvald hefur ekki viljað ræða þau starfslok við Stundina. 

Eigandi Brims, sem áður hét HB Grandi, er Guðmundur Kristjánsson. FISK-Seafood byrjaði á því í fyrra að kaupa þriðjungshlut eiganda Brims í Vinnslustöðinni í Vestmanneyjum og keypti svo hlut lífeyrissjóðsins Gildis í Brimi í síðasta mánuði fyrir rúma fimm milljarða króna. 

FISK hefur nú selt þennan eignarhlut í Brimi, auk eignarhluta sem FISK átti fyrir, til eignarhaldsfélags í eigu Guðmundar Kristjánsson sem heitir Útgerðarfélag Reykjavíkur. Kaupverðið er tæplega 8 milljarðar króna.   Þetta kemur fram í flöggun, tilkynningu til Kauphallar Íslands í dag.  

Vefmiðillinn Kjarninn sagði fyrstur fjölmiðla frá viðskiptunum í morgun. 

Friðbjörn er, líkt og Guðmundur Kristjánsson, ættaður frá Snæfellsnesii þar sem faðir hans, Ásbjörn Óttarsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur stundað útgerð í fyrirtækinu Nesver ehf. á Hellissandi  um árabil. Friðbjörn hefur verið framkvæmdastjóri þeirrar útgerðar í gegnum árin, sem og framkvæmdastjóri útgerðarinnar Soffaníasar Cecilssonar á Grundarfirði en FISK Seafood keypti hana árið 2017. Guðmundur Kristjánsson er einnig ættaður frá  Snæfellsnesi, nánar tiltekið frá Rifi sem er steinsnar frá Hellissandi. Þessi mikla samvinna FISK og Brims eftir að Friðbjörn tók við sem framkvæmdastjóri FISK Seafood vekur meðal annars athygli út af þessu. 

Vinnslustöðin áralangt deiluefni

Með snúningnum með Gildishlutinn hefur eignarhluturinn farið frá lífeyrissjóðnum, með stuttri viðkomu hjá útgerðararmi Kaupfélags Skagfirðinga, og til stofnanda, forstjóra og stærsta hluthafa Brims. Ein af spurningunum sem vaknar út af þessu er af hverju FISK  Seafood stundar þessi miklu innbyrðis viðskipti við Guðmund Kristjánsson, fyrst í Vinnslustöðinni og svo í Brimi. 

„Sendu mér spurningarnar við tækifæri“

Í síðustu viku sendi Stundin spurningar til Friðbjörns Ásbjörnssonar, bæði um starfslok Jóns Eðvalds og eins vegna viðskiptanna með hlutabréf í sjávarútvegsfyrirtækjum sem tengjast Guðmundi Kristjánssyni. Harðar deilur Guðmundar og meirihlutaeiganda hlutafjárins í Vinnslustöðinni hafa auðvitað verið opinberar um árabil og voru uppkaup FISK Seafood örugglega meðal annars  lausn á augljósu og tímafreku vandamáli fyrir Guðmund. En spurningin er hvað FISK Seafood fær út úr viðskiptunum í sjálfu sér. 

Sá sem öllu ræðurÞórólfur Gíslason ræður því sem hann vill ráða innan Kaupfélags Skagfirðinga og er ljóst að allar meiriháttar ákvarðanir innan FISK Seafood eru teknar af honum eða staðfestar af honum á endanum.

Svarar ekki spurningunni af hverju

Friðbjörn tók fyrst vel í erindið og bað um spurningarnar yrðu sendar. „Sendu mér spurningarnar við tækifæri.“

Stundin sendi honum þá meðal annars eftirfarandi spurningar: „Hver var skýringin fyrir uppsögn Jóns Eðvalds þar á undan? Spyr þig sem framkvæmdastjóra, prókúruhafa og æðsta stjórnanda FISK.“; „Af hverju hefur FISK ráðist í uppkaup á hlutabréfum í Vinnslustöðinni og Brimi, HB Granda? Ætlar FISK sér í frekari fjárfestingar í öðrum útgerðarfélögum á næstunni?“

Friðbjörn svaraði ekki þessum spurningum. 

Sá sem öllu stýrir sem gerist innan Kaupfélags Skagfirðinga og dótturfélaga þess er Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri og er alveg ljóst að það er hann sem á endanum hefur tekið ákvarðanirnar um viðskiptin við Guðmund Kristjánsson. Af hverju Þórólfur hefur valið þessa leið liggur ekki fyrir. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
5
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár