Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Framkvæmdastjórinn vill ekki svara fyrir viðskiptin tengd Guðmundi í Brimi

FISK Sea­food, út­gerð­ar­arm­ur Kaup­fé­lags Skag­firð­inga, hef­ur selt Guð­mundi Kristjáns­syni í Brimi hluta­bréf í Brimi sem fyr­ir­tæk­ið var að kaupa. Fyrst áttu FISK og Guð­mund­ur í inn­byrð­is við­skipt­um með hluta­béf í Vinnslu­stöð­inni í Eyj­um og nú í Brimi.

Framkvæmdastjórinn vill ekki svara  fyrir viðskiptin tengd Guðmundi í Brimi
Guðmundur og FISK Seafood Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður hefur átt í mikilum innbyrðis viðskiptum við FISK Seafood, útgerðararm Kaupfélags Skagfirðinga, síðastliðið ár.

Framkvæmdastjóri FISK-Seafood, útgerðarfélags Kaupfélags Skagfirðinga, hefur ekki viljað svara spurningum um af hverju og á hvaða forsendum FISK hefur stundað umfangsmikil viðskipti með og við útgerðarfélagið Brim. Framkvæmdastjórinn heitir Friðbjörn Ásbjörnsson og tók hann við starfinu af Jóni Eðvaldi Friðrikssyni í nóvember í fyrra eftir að Jóni Friðrik var sagt upp störfum með skömmum fyrirvara. Jón Eðvald hefur ekki viljað ræða þau starfslok við Stundina. 

Eigandi Brims, sem áður hét HB Grandi, er Guðmundur Kristjánsson. FISK-Seafood byrjaði á því í fyrra að kaupa þriðjungshlut eiganda Brims í Vinnslustöðinni í Vestmanneyjum og keypti svo hlut lífeyrissjóðsins Gildis í Brimi í síðasta mánuði fyrir rúma fimm milljarða króna. 

FISK hefur nú selt þennan eignarhlut í Brimi, auk eignarhluta sem FISK átti fyrir, til eignarhaldsfélags í eigu Guðmundar Kristjánsson sem heitir Útgerðarfélag Reykjavíkur. Kaupverðið er tæplega 8 milljarðar króna.   Þetta kemur fram í flöggun, tilkynningu til Kauphallar Íslands í dag.  

Vefmiðillinn Kjarninn sagði fyrstur fjölmiðla frá viðskiptunum í morgun. 

Friðbjörn er, líkt og Guðmundur Kristjánsson, ættaður frá Snæfellsnesii þar sem faðir hans, Ásbjörn Óttarsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur stundað útgerð í fyrirtækinu Nesver ehf. á Hellissandi  um árabil. Friðbjörn hefur verið framkvæmdastjóri þeirrar útgerðar í gegnum árin, sem og framkvæmdastjóri útgerðarinnar Soffaníasar Cecilssonar á Grundarfirði en FISK Seafood keypti hana árið 2017. Guðmundur Kristjánsson er einnig ættaður frá  Snæfellsnesi, nánar tiltekið frá Rifi sem er steinsnar frá Hellissandi. Þessi mikla samvinna FISK og Brims eftir að Friðbjörn tók við sem framkvæmdastjóri FISK Seafood vekur meðal annars athygli út af þessu. 

Vinnslustöðin áralangt deiluefni

Með snúningnum með Gildishlutinn hefur eignarhluturinn farið frá lífeyrissjóðnum, með stuttri viðkomu hjá útgerðararmi Kaupfélags Skagfirðinga, og til stofnanda, forstjóra og stærsta hluthafa Brims. Ein af spurningunum sem vaknar út af þessu er af hverju FISK  Seafood stundar þessi miklu innbyrðis viðskipti við Guðmund Kristjánsson, fyrst í Vinnslustöðinni og svo í Brimi. 

„Sendu mér spurningarnar við tækifæri“

Í síðustu viku sendi Stundin spurningar til Friðbjörns Ásbjörnssonar, bæði um starfslok Jóns Eðvalds og eins vegna viðskiptanna með hlutabréf í sjávarútvegsfyrirtækjum sem tengjast Guðmundi Kristjánssyni. Harðar deilur Guðmundar og meirihlutaeiganda hlutafjárins í Vinnslustöðinni hafa auðvitað verið opinberar um árabil og voru uppkaup FISK Seafood örugglega meðal annars  lausn á augljósu og tímafreku vandamáli fyrir Guðmund. En spurningin er hvað FISK Seafood fær út úr viðskiptunum í sjálfu sér. 

Sá sem öllu ræðurÞórólfur Gíslason ræður því sem hann vill ráða innan Kaupfélags Skagfirðinga og er ljóst að allar meiriháttar ákvarðanir innan FISK Seafood eru teknar af honum eða staðfestar af honum á endanum.

Svarar ekki spurningunni af hverju

Friðbjörn tók fyrst vel í erindið og bað um spurningarnar yrðu sendar. „Sendu mér spurningarnar við tækifæri.“

Stundin sendi honum þá meðal annars eftirfarandi spurningar: „Hver var skýringin fyrir uppsögn Jóns Eðvalds þar á undan? Spyr þig sem framkvæmdastjóra, prókúruhafa og æðsta stjórnanda FISK.“; „Af hverju hefur FISK ráðist í uppkaup á hlutabréfum í Vinnslustöðinni og Brimi, HB Granda? Ætlar FISK sér í frekari fjárfestingar í öðrum útgerðarfélögum á næstunni?“

Friðbjörn svaraði ekki þessum spurningum. 

Sá sem öllu stýrir sem gerist innan Kaupfélags Skagfirðinga og dótturfélaga þess er Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri og er alveg ljóst að það er hann sem á endanum hefur tekið ákvarðanirnar um viðskiptin við Guðmund Kristjánsson. Af hverju Þórólfur hefur valið þessa leið liggur ekki fyrir. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár