Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ísland sat hjá vegna þess að ekki var fjallað um „ábyrgð allra aðila“ á ástandinu í Palestínu: „Vantaði mikið upp á jafnvægi“

„Af­staða Ís­lands varð­andi þessa álykt­un var hjá­seta, enda vant­aði mik­ið upp á jafn­vægi í text­an­um, einkum er lýt­ur að ábyrgð Ham­as-hryðju­verka­sam­tak­anna,“ seg­ir í svari Guð­laugs Þórs Þórð­ar­son­ar ut­an­rík­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Rósu Bjark­ar Brynj­ólfs­dótt­ur.

Ísland sat hjá vegna þess að ekki var fjallað um „ábyrgð allra aðila“ á ástandinu í Palestínu: „Vantaði mikið upp á jafnvægi“

Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um stríðsglæpi gegn Palestínumönnum vegna þess að íslensk stjórnvöld töldu að það „vantaði mikið upp á jafnvægi“ í ályktunartexta og að ekki væri vikið að „ábyrgð allra aðila“ á ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs.

Þetta kemur fram í svari Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra við fyrirspurn Rósa Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingkonu Vinstri grænna, um málið. 

Stundin fjallaði um hjásetu Íslands í vor, en í umræddri ályktun var kallað eftir því að alþjóðlegum mannúðar- og mannréttindalögum yrði fylgt á hernumdu svæðunum í Palestínu og réttað yfir þeim sem brjóta þau. Þá voru hernaðaraðgerðir gegn óbreyttum borgurum, svo sem börnum, heilbrigðisstarfsmönnum og fötluðum, fordæmdar sem og hvers kyns hótanir og þvinganir gagnvart mannréttinda- og hjálparsamtökum. Danmörk, Ítalía og Bretland sátu hjá ásamt Íslandi en Spánn greiddi atkvæði með tillögunni sem var samþykkt með 23 atkvæðum gegn átta þann 15. mars 2019.

„Afstaða Íslands varðandi þessa ályktun var hjáseta, enda vantaði mikið upp á jafnvægi í textanum, einkum er lýtur að ábyrgð Hamas-hryðjuverkasamtakanna, en þau eru raunar ekki nefnd á nafn í ályktuninni,“ segir í svari ráðherra. „Þessi afstaða Íslands var áréttuð í sérstakri atkvæðaskýringu og jafnframt áréttað að Ísland fordæmdi allt ofbeldi, hvaðan sem það á upptök sín.“

Í atkvæðaskýringu lýsti fulltrúi Íslands  áhyggjum af niðurstöðum skýrslu sérstakrar rannsóknarnefndar vegna aðgerða Ísraelshers vorið 2018 þegar tugir Palestínumanna féllu í aðgerðum hersins á landamærunum að Gaza í kjölfar mótmælaaðgerða þar. Enn fremur lagði hann áherslu á að ísraelsk stjórnvöld yrðu, þegar öryggissveitir Ísraela bregðast við mótmælum eins og þeim sem urðu á Gaza í maí 2018, að virða þá meginreglu að mótaðgerðir séu í samræmi við tilefnið, sem og að beita ekki banvænu afli í aðgerðum sem beinast gegn óbreyttum borgurum.

„Hins vegar var því jafnframt lýst yfir í atkvæðaskýringunni að íslensk stjórnvöld hefðu viljað að umrædd ályktun léti sig varða ábyrgð allra aðila,“ segir í svari ráðherra. „Hvergi í ályktuninni væri vikið að ábyrgð Hamas-hryðjuverkasamtakanna sem hvöttu til ofbeldis af hálfu palestínskra þátttakenda í mótmælunum. Þá sagði einnig í atkvæðaskýringunni, sem fulltrúi Íslands flutti, að ályktunin tæki ekki tillit til þess að í skýrslunni, sem áður var vikið að, kemst rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna að þeirri niðurstöðu að Hamas, sem fer með stjórn á Gaza, gerði ekkert til að koma í veg fyrir slík tilfelli.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár