Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ísland sat hjá vegna þess að ekki var fjallað um „ábyrgð allra aðila“ á ástandinu í Palestínu: „Vantaði mikið upp á jafnvægi“

„Af­staða Ís­lands varð­andi þessa álykt­un var hjá­seta, enda vant­aði mik­ið upp á jafn­vægi í text­an­um, einkum er lýt­ur að ábyrgð Ham­as-hryðju­verka­sam­tak­anna,“ seg­ir í svari Guð­laugs Þórs Þórð­ar­son­ar ut­an­rík­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Rósu Bjark­ar Brynj­ólfs­dótt­ur.

Ísland sat hjá vegna þess að ekki var fjallað um „ábyrgð allra aðila“ á ástandinu í Palestínu: „Vantaði mikið upp á jafnvægi“

Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um stríðsglæpi gegn Palestínumönnum vegna þess að íslensk stjórnvöld töldu að það „vantaði mikið upp á jafnvægi“ í ályktunartexta og að ekki væri vikið að „ábyrgð allra aðila“ á ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs.

Þetta kemur fram í svari Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra við fyrirspurn Rósa Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingkonu Vinstri grænna, um málið. 

Stundin fjallaði um hjásetu Íslands í vor, en í umræddri ályktun var kallað eftir því að alþjóðlegum mannúðar- og mannréttindalögum yrði fylgt á hernumdu svæðunum í Palestínu og réttað yfir þeim sem brjóta þau. Þá voru hernaðaraðgerðir gegn óbreyttum borgurum, svo sem börnum, heilbrigðisstarfsmönnum og fötluðum, fordæmdar sem og hvers kyns hótanir og þvinganir gagnvart mannréttinda- og hjálparsamtökum. Danmörk, Ítalía og Bretland sátu hjá ásamt Íslandi en Spánn greiddi atkvæði með tillögunni sem var samþykkt með 23 atkvæðum gegn átta þann 15. mars 2019.

„Afstaða Íslands varðandi þessa ályktun var hjáseta, enda vantaði mikið upp á jafnvægi í textanum, einkum er lýtur að ábyrgð Hamas-hryðjuverkasamtakanna, en þau eru raunar ekki nefnd á nafn í ályktuninni,“ segir í svari ráðherra. „Þessi afstaða Íslands var áréttuð í sérstakri atkvæðaskýringu og jafnframt áréttað að Ísland fordæmdi allt ofbeldi, hvaðan sem það á upptök sín.“

Í atkvæðaskýringu lýsti fulltrúi Íslands  áhyggjum af niðurstöðum skýrslu sérstakrar rannsóknarnefndar vegna aðgerða Ísraelshers vorið 2018 þegar tugir Palestínumanna féllu í aðgerðum hersins á landamærunum að Gaza í kjölfar mótmælaaðgerða þar. Enn fremur lagði hann áherslu á að ísraelsk stjórnvöld yrðu, þegar öryggissveitir Ísraela bregðast við mótmælum eins og þeim sem urðu á Gaza í maí 2018, að virða þá meginreglu að mótaðgerðir séu í samræmi við tilefnið, sem og að beita ekki banvænu afli í aðgerðum sem beinast gegn óbreyttum borgurum.

„Hins vegar var því jafnframt lýst yfir í atkvæðaskýringunni að íslensk stjórnvöld hefðu viljað að umrædd ályktun léti sig varða ábyrgð allra aðila,“ segir í svari ráðherra. „Hvergi í ályktuninni væri vikið að ábyrgð Hamas-hryðjuverkasamtakanna sem hvöttu til ofbeldis af hálfu palestínskra þátttakenda í mótmælunum. Þá sagði einnig í atkvæðaskýringunni, sem fulltrúi Íslands flutti, að ályktunin tæki ekki tillit til þess að í skýrslunni, sem áður var vikið að, kemst rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna að þeirri niðurstöðu að Hamas, sem fer með stjórn á Gaza, gerði ekkert til að koma í veg fyrir slík tilfelli.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár