Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ísland sat hjá vegna þess að ekki var fjallað um „ábyrgð allra aðila“ á ástandinu í Palestínu: „Vantaði mikið upp á jafnvægi“

„Af­staða Ís­lands varð­andi þessa álykt­un var hjá­seta, enda vant­aði mik­ið upp á jafn­vægi í text­an­um, einkum er lýt­ur að ábyrgð Ham­as-hryðju­verka­sam­tak­anna,“ seg­ir í svari Guð­laugs Þórs Þórð­ar­son­ar ut­an­rík­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Rósu Bjark­ar Brynj­ólfs­dótt­ur.

Ísland sat hjá vegna þess að ekki var fjallað um „ábyrgð allra aðila“ á ástandinu í Palestínu: „Vantaði mikið upp á jafnvægi“

Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um stríðsglæpi gegn Palestínumönnum vegna þess að íslensk stjórnvöld töldu að það „vantaði mikið upp á jafnvægi“ í ályktunartexta og að ekki væri vikið að „ábyrgð allra aðila“ á ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs.

Þetta kemur fram í svari Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra við fyrirspurn Rósa Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingkonu Vinstri grænna, um málið. 

Stundin fjallaði um hjásetu Íslands í vor, en í umræddri ályktun var kallað eftir því að alþjóðlegum mannúðar- og mannréttindalögum yrði fylgt á hernumdu svæðunum í Palestínu og réttað yfir þeim sem brjóta þau. Þá voru hernaðaraðgerðir gegn óbreyttum borgurum, svo sem börnum, heilbrigðisstarfsmönnum og fötluðum, fordæmdar sem og hvers kyns hótanir og þvinganir gagnvart mannréttinda- og hjálparsamtökum. Danmörk, Ítalía og Bretland sátu hjá ásamt Íslandi en Spánn greiddi atkvæði með tillögunni sem var samþykkt með 23 atkvæðum gegn átta þann 15. mars 2019.

„Afstaða Íslands varðandi þessa ályktun var hjáseta, enda vantaði mikið upp á jafnvægi í textanum, einkum er lýtur að ábyrgð Hamas-hryðjuverkasamtakanna, en þau eru raunar ekki nefnd á nafn í ályktuninni,“ segir í svari ráðherra. „Þessi afstaða Íslands var áréttuð í sérstakri atkvæðaskýringu og jafnframt áréttað að Ísland fordæmdi allt ofbeldi, hvaðan sem það á upptök sín.“

Í atkvæðaskýringu lýsti fulltrúi Íslands  áhyggjum af niðurstöðum skýrslu sérstakrar rannsóknarnefndar vegna aðgerða Ísraelshers vorið 2018 þegar tugir Palestínumanna féllu í aðgerðum hersins á landamærunum að Gaza í kjölfar mótmælaaðgerða þar. Enn fremur lagði hann áherslu á að ísraelsk stjórnvöld yrðu, þegar öryggissveitir Ísraela bregðast við mótmælum eins og þeim sem urðu á Gaza í maí 2018, að virða þá meginreglu að mótaðgerðir séu í samræmi við tilefnið, sem og að beita ekki banvænu afli í aðgerðum sem beinast gegn óbreyttum borgurum.

„Hins vegar var því jafnframt lýst yfir í atkvæðaskýringunni að íslensk stjórnvöld hefðu viljað að umrædd ályktun léti sig varða ábyrgð allra aðila,“ segir í svari ráðherra. „Hvergi í ályktuninni væri vikið að ábyrgð Hamas-hryðjuverkasamtakanna sem hvöttu til ofbeldis af hálfu palestínskra þátttakenda í mótmælunum. Þá sagði einnig í atkvæðaskýringunni, sem fulltrúi Íslands flutti, að ályktunin tæki ekki tillit til þess að í skýrslunni, sem áður var vikið að, kemst rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna að þeirri niðurstöðu að Hamas, sem fer með stjórn á Gaza, gerði ekkert til að koma í veg fyrir slík tilfelli.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár