Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ísland sat hjá vegna þess að ekki var fjallað um „ábyrgð allra aðila“ á ástandinu í Palestínu: „Vantaði mikið upp á jafnvægi“

„Af­staða Ís­lands varð­andi þessa álykt­un var hjá­seta, enda vant­aði mik­ið upp á jafn­vægi í text­an­um, einkum er lýt­ur að ábyrgð Ham­as-hryðju­verka­sam­tak­anna,“ seg­ir í svari Guð­laugs Þórs Þórð­ar­son­ar ut­an­rík­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Rósu Bjark­ar Brynj­ólfs­dótt­ur.

Ísland sat hjá vegna þess að ekki var fjallað um „ábyrgð allra aðila“ á ástandinu í Palestínu: „Vantaði mikið upp á jafnvægi“

Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um stríðsglæpi gegn Palestínumönnum vegna þess að íslensk stjórnvöld töldu að það „vantaði mikið upp á jafnvægi“ í ályktunartexta og að ekki væri vikið að „ábyrgð allra aðila“ á ástandinu fyrir botni Miðjarðarhafs.

Þetta kemur fram í svari Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra við fyrirspurn Rósa Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingkonu Vinstri grænna, um málið. 

Stundin fjallaði um hjásetu Íslands í vor, en í umræddri ályktun var kallað eftir því að alþjóðlegum mannúðar- og mannréttindalögum yrði fylgt á hernumdu svæðunum í Palestínu og réttað yfir þeim sem brjóta þau. Þá voru hernaðaraðgerðir gegn óbreyttum borgurum, svo sem börnum, heilbrigðisstarfsmönnum og fötluðum, fordæmdar sem og hvers kyns hótanir og þvinganir gagnvart mannréttinda- og hjálparsamtökum. Danmörk, Ítalía og Bretland sátu hjá ásamt Íslandi en Spánn greiddi atkvæði með tillögunni sem var samþykkt með 23 atkvæðum gegn átta þann 15. mars 2019.

„Afstaða Íslands varðandi þessa ályktun var hjáseta, enda vantaði mikið upp á jafnvægi í textanum, einkum er lýtur að ábyrgð Hamas-hryðjuverkasamtakanna, en þau eru raunar ekki nefnd á nafn í ályktuninni,“ segir í svari ráðherra. „Þessi afstaða Íslands var áréttuð í sérstakri atkvæðaskýringu og jafnframt áréttað að Ísland fordæmdi allt ofbeldi, hvaðan sem það á upptök sín.“

Í atkvæðaskýringu lýsti fulltrúi Íslands  áhyggjum af niðurstöðum skýrslu sérstakrar rannsóknarnefndar vegna aðgerða Ísraelshers vorið 2018 þegar tugir Palestínumanna féllu í aðgerðum hersins á landamærunum að Gaza í kjölfar mótmælaaðgerða þar. Enn fremur lagði hann áherslu á að ísraelsk stjórnvöld yrðu, þegar öryggissveitir Ísraela bregðast við mótmælum eins og þeim sem urðu á Gaza í maí 2018, að virða þá meginreglu að mótaðgerðir séu í samræmi við tilefnið, sem og að beita ekki banvænu afli í aðgerðum sem beinast gegn óbreyttum borgurum.

„Hins vegar var því jafnframt lýst yfir í atkvæðaskýringunni að íslensk stjórnvöld hefðu viljað að umrædd ályktun léti sig varða ábyrgð allra aðila,“ segir í svari ráðherra. „Hvergi í ályktuninni væri vikið að ábyrgð Hamas-hryðjuverkasamtakanna sem hvöttu til ofbeldis af hálfu palestínskra þátttakenda í mótmælunum. Þá sagði einnig í atkvæðaskýringunni, sem fulltrúi Íslands flutti, að ályktunin tæki ekki tillit til þess að í skýrslunni, sem áður var vikið að, kemst rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna að þeirri niðurstöðu að Hamas, sem fer með stjórn á Gaza, gerði ekkert til að koma í veg fyrir slík tilfelli.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
5
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
6
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár