Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Spyr hvers vegna Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um stríðsglæpi gegn Palestínumönnum

Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir þing­mað­ur Vinstri grænna spyr Guð­laug Þór Þórð­ar­son ut­an­rík­is­ráð­herra hvort orð­ið hafi stefnu­breyt­ing hjá Ís­lend­ing­um að því er varð­ar mál­efni Palestínu og her­numdu svæð­anna.

Spyr hvers vegna Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um stríðsglæpi gegn Palestínumönnum

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur lagt fram fyrirspurn til Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um hvers vegna Ísland sat hjá þann 15. mars síðastliðinn þegar mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna ályktaði um að fylgja skyldi alþjóðlegum mannúðar- og mannréttindalögum á hernumdu svæðunum í Palestínu og rétta yfir þeim sem brjóta þau.

Jafnframt spyr hún: „Samræmist þessi hjáseta ályktun um viðurkenningu Íslands á Palestínu sem sjálfstæðs og fullvalda ríkis innan landamæranna frá því fyrir sex daga stríðið 1967? Er um stefnubreytingu af hálfu Íslands að ræða þegar kemur að málefnum Palestínu og hernumdu svæðanna?“ 

Stundin fjallaði um málið þann 7. apríl síðastliðinn. Í umfjöllun blaðsins kom fram að Danmörk, Ítalía og Bretland hefðu einnig setið hjá við afgreiðslu tillögunnar, Spánn greitt atkvæði með henni og Austurríki gegn. Ályktunin var samþykkt með 23 atkvæðum gegn átta þann ásamt þremur öðrum ályktunum um Palestínu og mannréttindavernd Palestínumanna. 

Í ályktuninni sem Ísland studdi ekki voru hernaðaraðgerðir gegn óbreyttum borgurum, svo sem börnum, heilbrigðisstarfsmönnum og fötluðum, fordæmdar sem og hvers kyns hótanir og þvinganir gagnvart mannréttinda- og hjálparsamtökum sem starfa á hernumdu svæðunum. Þá var lagt fyrir Sameinuðu þjóðirnar að fjölga starfsmönnum sem annast eftirlit með og skráningu brota gegn alþjóðalögum í Palestínu. Kappkostað yrði að draga þá sem bera ábyrgð á brotum gegn alþjóðlegum mannúðarlögum og mannréttindalögum til ábyrgðar með viðeigandi hætti fyrir óvilhöllum og sjálfstæðum dómstólum.  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár