Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Foringi íslenskra nýnasista stígur fram

Rík­harð­ur Leó Magnús­son lýs­ir sér sem leið­toga Norð­ur­víg­is, Ís­lands­deild­ar Nor­rænu mót­stöðu­hreyf­ing­ar­inn­ar. Hann seg­ir gott fyr­ir Ís­lend­inga að hitta „reynda her­menn“. Með­lim­ir dreifðu áróðri á Akra­nesi og æfðu bar­daga­tækni.

Foringi íslenskra nýnasista stígur fram
Norræna mótstöðuhreyfingin Ríkharður, annar frá vinstri, er leiðtogi hópsins á Íslandi. Mynd: Expo

Ríkharður Leó Magnússon, einnig þekktur sem Bror Vakur, lýsir sér sem leiðtoga Norðurvígis, Íslandsdeildar nýnasistasamtakanna Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar. Hann tók þátt í fyrsta maí göngu þeirra í bænum Ludvika í Svíþjóð og stóð fyrir komu á annars tugs nýnasista til landsins í vikunni.

Eins og fram hefur komið í umfjöllun Stundarinnar í samstarfi við sænska fjölmiðilinn Expo eru leiðtogar Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar frá Svíþjóð staddir á Íslandi. Margir þeirra eru dæmdir ofbeldismenn, en á meðal þeirra er Simon Lindberg, leiðtogi nýnasista á Norðurlöndum. Samtökin hafa verið bönnuð í Finnlandi. Embætti ríkislögreglustjóra telur að ekki sé yfirvofandi hætta af hópnum, en starfsemi hans var nefnd í skýrslu embættisins um hryðjuverk.

Ríkharður ræddi við sænska meðlimi í hlaðvarpsþætti sem tekinn var upp á Íslandi á meðan ferðinni stóð. „Ég heiti Ríkharður og ég er leiðtogi Íslandsdeildarinnar,“ sagði hann. „Ég hef verið í mótstöðuhreyfingunni frá 2016 og hef hjálpað til við að stækka deildina sem hefur gengið hægt en stöðugt. Við erum með góða meðlimi núna. Ég bauð Skandinövunum að koma hingað frá Norðurlöndunum til að vera með okkur í „business and pleasure“, bæði aðgerðum og skoðunarferðum.“

Á LækjartorgiRíkharður, til hægri á myndinni, rétti vegfarendum bæklinga í gær.

Samkvæmt lýsingum Ríkharðs fór hópurinn Gullna hringinn og skoðaði Þingvelli, Geysi og Gullfoss. Þá fór hópurinn í gönguferð um Reykjadal og böðuðu meðlimir hreyfingarinnar sig í heitum laugum. Loks hlýddi hópurinn á ræðu frá Simon Lindberg, leiðtoga Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar, og sögðu þáttargestir ræðuna hafa veitt þeim mikinn innblástur.

„Fyrir íslensku meðlimana [...] er gott að hitta reynda hermenn til að komast inn í baráttuna“

Hópurinn æfði bardagatækni og segist Ríkharður vera reyndur í svokölluðum HEMA (historical European martial arts) skylmingum. „Það hefur verið mjög gott að fá félagana hingað til lands þar sem við erum frekar einangruð,“ sagði hann. „Fyrir íslensku meðlimana, sérstaklega þá nýju sem hafa ekki hitt meðlimi frá Skandinavíu, er gott að hitta reynda hermenn til að komast inn í baráttuna.“

Þáttastjórnendur lýstu yfir ánægju sinni með Ísland, þar sem það væru ekki of margir innflytjendur. „Þetta er framandi fyrir okkur sem erum með marga innflytjendur í Svíþjóð. Að labba um í dag meðal hvíts fólks og þurfa ekki að hrópa á fólk á götunni.“ Vöruðu þeir við komu innflytjenda ef Íslendingar færu ekki að aðhyllast þjóðernis félagshyggju í náinni framtíð.

Ríkharður tók undir þetta og sagðist alltaf hafa upplifað sig einan í sínum bekk í skóla með öðruvísi stjórnmálaskoðanir. Síðar hafi hann kynnst fólki sem deildi með honum hugmyndum. „Þjóðernis félagshyggja er það eina sem virkar og það eina sem fólk á að horfa til. Hún er góð fyrir alla.“

Loks þýddi hann sænsku nasistakveðjuna „hell seger“ á íslensku sem „heill sigur“.

Ógnað með vatnsslöngu á Akranesi

Ríkharður tók þátt í 1. maí göngu Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar í bænum Ludvika í Svíþjóð í vor. Hann var einnig til viðtals í hlaðvarpsþætti hreyfingarinnar í bænum í byrjun árs. Sagði hann Íslendinga ekki vera „meðvitaða um gyðinga“. Á viðtalinu má skilja að koma meðlimanna til Íslands og fundurinn á Lækjartorgi hafi verið í undirbúningi allt ár.

Norræna mótstöðuhreyfinginRíkharður tók þátt í 1. maí göngu nýnasista í bænum Ludvika í Svíþjóð.

Samkvæmt skrifum á vefsíðu hreyfingarinnar hélt hópurinn á Akranes eftir veruna á Lækjartorgi. Þar dreifðu meðlimir bæklingum fyrir utan verslun á meðan aðrir gengu í hús. Þeir segja verslunarstjóra hafa hringt á lögregluna og hótað að sprauta á sig vatni úr vatnsslöngu.

Boðað hefur verið til mótmæla gegn nýnasisma klukkan þrjú á morgun, laugardag, á Lækjartorgi. Á meðal ræðumanna verða Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, og Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.

„Þetta er eitthvað sem við sættum okkur ekki við. Nasismi, í hvaða formi sem hann birtist, er og verður aldrei velkominn á Íslandi og því köllum við eftir að fólk sýni andstöðu sína,“ segir í tilkynningu vegna mótmælanna. „Við stöndum saman gegn því að nýnasistar eða aðrir skoðanabræður þeirra geti gert tilraunir til að auka vægi sitt í íslensku samfélagi og sýnum þeim því að hingað eru þessar hugsjónir ekki komnar til að vera!“

Ekki náðist í Ríkharð við vinnslu fréttarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vaxandi hætta á kreppuverðbólgu
6
GreiningHvað gerist árið 2026?

Vax­andi hætta á kreppu­verð­bólgu

Vax­andi lík­ur eru á að at­vinnu­leysi og há verð­bólga fari sam­an og þá duga hefð­bund­in tól efna­hags­stjórn­ar illa. Heims­hag­kerf­ið held­ur áfram að ger­breyt­ast og að­lag­ast nýrri, sí­breyti­legri en óljósri um­gjörð. Þjóð­ar­auð­lind­ir ná­granna okk­ar og jafn­vel okk­ar eig­in gætu ver­ið í hættu þeg­ar ris­inn í vestri ásæl­ist æ meiri auðævi á með­an um­hverf­is­mál­in verða auka­at­riði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár