Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Nýnasistaleiðtogi kallaði Snæbjörn kynþáttasvikara

Snæ­björn Guð­munds­son lenti í úti­stöð­um við nýnas­ista á Lækj­ar­torgi eft­ir að hafa rif­ið dreifimiða frá þeim. Nýnas­ist­arn­ir sýndu Snæ­birni ógn­andi fram­komu og heimt­uðu að hann sýndi þeim virð­ingu. „Ég er ekki til­bú­inn að sýna nýnas­ist­um neina virð­ingu“

Snæbjörn í útistöðum Snæbjörn lenti í útistöðum við nýnasistana sem mættu á Lækjartorg.

„Það á að bregðast við því þegar þetta fólk skríður undan steinum með sinn hatursáróður, alltaf, alls staðar. Hvert og eitt okkar verður alltaf að bregðast við og sýna að við fyrirlítum þetta og líðum ekki að nýnasista spúi sínu hatri yfir aðra.“ Þetta segir Snæbjörn Guðmundsson jarðfræðingur sem lenti í útistöðum við nýnasista á Lækjartorgi í dag.

Nýnasistasamtökin Norðurvígi komu saman á Lækjartorgi í dag ásamt félögum í Norrænu mótstöðuhreyfingunni, regnhlífasamtökum nýnasistahreyfinga á Norðurlöndum, sem ríkislögreglustjóri hefur tengt við hryðjuverkastarfsemi.

Snæbjörn lenti í útistöðum við nýnasistana eftir að hann reif í sundur dreifirit sem þeir dreifðu til vegfarenda. „Ég átti þarna leið um og varð bara alveg gáttaður. Þarna stóðu tíu eða tólf manns og þetta var svo sorgleg samkunda að ég gat ekki annað en stoppað og aðeins virt þetta fyrir mér. Það var auðvitað enginn sem gaf þeim gaum. Þá kom þessi kona að mér, rétti mér þennan bækling og ég bara reif hann. Auðvitað. Hún varð hin reiðasta og sagði mér að ég ætti að sýna sér virðingu. Ég ansaði því auðvitað ekki, ég er ekki tilbúinn að sýna nýnasistum neina virðingu.“

Málflutningur nýnasista ógn við samfélagið

Á myndbandinu sem fylgir þessari frétt má sjá hluta af samskiptum Snæbjarnar við nýnasistana. Meðal annars má sjá og heyra þegar Simon Lindberg, formaður Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar, hreytir í Snæbjörn „helvítis kynþáttasvikari“. „Komdu þér í burtu, kommúnistahyskið þitt,“ má líka heyra Lindberg segja á ensku, með ógnandi hætti við Snæbjörn. Lindberg þessi, sem er 36 ára Svíi, er dæmdur ofbeldismaður, hann hefur bæði hlotið dóma fyrir ofbeldi gagnvart hinsegin fólki og fyrir hatursorðræðu á opinberum vettvangi.

„Fyrir mér er þetta bara aumkunarvert pakk“

Snæbjörn fer hörðum orðum um nýnasistana. „Þetta eru aumingjar og grey. Að einhver sé kallaður kynþáttasvikari, það er alveg ótrúlegt. Fyrir mér er þetta eins og hvert annað grín, eða klikkun.“

Spurður hvort honum hafi þótt sem sér væri ógnað neitar Snæbjörn því. „Á staðnum fannst mér þetta eitthvað svo mikill brandari. Eftir á þá átta ég mig auðvitað á því að ég lifi í svo vernduðu samfélagi að hér finnst manni þetta vera eitthvað grín en ég myndi kannski ekki hlæja að þessu fólki annar staðar. Ef ég tilheyrði öðrum samfélagshópi, væri hinsegin eða af erlendu bergi brotinn þá væri þetta sjálfsagt ekkert grín í mínum huga. Fyrir mér er þetta bara aumkunarvert pakk. Mér stendur þó ógn af þeirra málflutningi, eins og samfélaginu í heild sinni.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár