Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Nýnasistaleiðtogi kallaði Snæbjörn kynþáttasvikara

Snæ­björn Guð­munds­son lenti í úti­stöð­um við nýnas­ista á Lækj­ar­torgi eft­ir að hafa rif­ið dreifimiða frá þeim. Nýnas­ist­arn­ir sýndu Snæ­birni ógn­andi fram­komu og heimt­uðu að hann sýndi þeim virð­ingu. „Ég er ekki til­bú­inn að sýna nýnas­ist­um neina virð­ingu“

Snæbjörn í útistöðum Snæbjörn lenti í útistöðum við nýnasistana sem mættu á Lækjartorg.

„Það á að bregðast við því þegar þetta fólk skríður undan steinum með sinn hatursáróður, alltaf, alls staðar. Hvert og eitt okkar verður alltaf að bregðast við og sýna að við fyrirlítum þetta og líðum ekki að nýnasista spúi sínu hatri yfir aðra.“ Þetta segir Snæbjörn Guðmundsson jarðfræðingur sem lenti í útistöðum við nýnasista á Lækjartorgi í dag.

Nýnasistasamtökin Norðurvígi komu saman á Lækjartorgi í dag ásamt félögum í Norrænu mótstöðuhreyfingunni, regnhlífasamtökum nýnasistahreyfinga á Norðurlöndum, sem ríkislögreglustjóri hefur tengt við hryðjuverkastarfsemi.

Snæbjörn lenti í útistöðum við nýnasistana eftir að hann reif í sundur dreifirit sem þeir dreifðu til vegfarenda. „Ég átti þarna leið um og varð bara alveg gáttaður. Þarna stóðu tíu eða tólf manns og þetta var svo sorgleg samkunda að ég gat ekki annað en stoppað og aðeins virt þetta fyrir mér. Það var auðvitað enginn sem gaf þeim gaum. Þá kom þessi kona að mér, rétti mér þennan bækling og ég bara reif hann. Auðvitað. Hún varð hin reiðasta og sagði mér að ég ætti að sýna sér virðingu. Ég ansaði því auðvitað ekki, ég er ekki tilbúinn að sýna nýnasistum neina virðingu.“

Málflutningur nýnasista ógn við samfélagið

Á myndbandinu sem fylgir þessari frétt má sjá hluta af samskiptum Snæbjarnar við nýnasistana. Meðal annars má sjá og heyra þegar Simon Lindberg, formaður Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar, hreytir í Snæbjörn „helvítis kynþáttasvikari“. „Komdu þér í burtu, kommúnistahyskið þitt,“ má líka heyra Lindberg segja á ensku, með ógnandi hætti við Snæbjörn. Lindberg þessi, sem er 36 ára Svíi, er dæmdur ofbeldismaður, hann hefur bæði hlotið dóma fyrir ofbeldi gagnvart hinsegin fólki og fyrir hatursorðræðu á opinberum vettvangi.

„Fyrir mér er þetta bara aumkunarvert pakk“

Snæbjörn fer hörðum orðum um nýnasistana. „Þetta eru aumingjar og grey. Að einhver sé kallaður kynþáttasvikari, það er alveg ótrúlegt. Fyrir mér er þetta eins og hvert annað grín, eða klikkun.“

Spurður hvort honum hafi þótt sem sér væri ógnað neitar Snæbjörn því. „Á staðnum fannst mér þetta eitthvað svo mikill brandari. Eftir á þá átta ég mig auðvitað á því að ég lifi í svo vernduðu samfélagi að hér finnst manni þetta vera eitthvað grín en ég myndi kannski ekki hlæja að þessu fólki annar staðar. Ef ég tilheyrði öðrum samfélagshópi, væri hinsegin eða af erlendu bergi brotinn þá væri þetta sjálfsagt ekkert grín í mínum huga. Fyrir mér er þetta bara aumkunarvert pakk. Mér stendur þó ógn af þeirra málflutningi, eins og samfélaginu í heild sinni.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu