Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Íslenskur nýnasisti á Lækjartorgi: Hrifinn af Nasistaflokknum og efast um helförina

Arn­ar Styr Björns­son, með­lim­ur nýnas­ista­hreyf­ing­ar­inn­ar Norð­ur­víg­is, seg­ir hreyf­ing­una hafa styrkst tölu­vert und­an­farna mán­uði. „Ég er mjög hrif­inn af því sem þýski þjóð­ern­is­fé­lags­hyggju­flokk­ur­inn stóð fyr­ir.“

Ánægður með Nasistaflokk Þýskalands Arnar Styr Björnsson, guðfræðingur og fyrrverandi formaður félags háskólanema gegn ESB-aðild, segist hrifinn af því sem Nasistaflokkur Þýskalands stóð fyrir.

Arnar Styr Björnsson, meðlimur nýnasistahreyfingarinnar Norðurvígis, segist aðhyllast „þjóðernisfélagshyggju“ og hafa efasemdir um að helför Nasista hafi átt sér stað. „Ég er mjög hrifinn af því sem þýski þjóðernisfélagshyggjuflokkurinn stóð fyrir,“ sagði hann þegar blaðamaður ræddi við hann á Lækjartorgi um hádegisleytið. Þar hafði hópur nýnasista frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Íslandi, safnast saman undir fánum norrænu mótstöðuhreyfingarinnar og dreift áróðursefni um það sem þeir kalla „þjóðernisfélagshyggju“.

Arnar, sem er guðfræðingur að mennt og fyrrverandi formaður Herjans – félags stúdenta gegn ESB aðild, segist þó ekki vilja beita sér fyrir fjöldamorðum á Íslandi. „Ég held það sé ekki allt satt sem sagt er um helförina... hef ekkert verið að kynna mér það neitt sérstaklega en ég held það sé mjög mikið logið um það dæmi.“

Norðurvígi eru nýnasistasamtök með tengsl við The Nordic Resistance Movement, samtök sem ríkislögreglustjóri hefur fjallað um í tengslum við hættu á hryðjuverkum. Norðurvígi hafa meðal annars dreift hatursáróðri gegn hælisleitendum og innflytjendum hér á landi. Voru þrír menn tengdir samtökunum í Svíþjóð dæmdir í fangelsi árið 2017 fyrir sprengjuárás í Gautaborg.

Einn þeirra sem viðstaddir voru samkomuna á Lækjartorgi er Simon Lindberg, formaður Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar, en hann var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Svíþjóð fyrir að hafa árið 2006 ásamt öðrum ráðist á  félaga í hinsegin samtökunum RFSL og beitt þá ofbeldi. Í fyrra var Lindberg svo dæmdur fyrir hatursáróður gegn minnihlutahópum, fyrir að hafa í ræðu sem hann hélt í miðborg Stokkhólms árið 2016 kallað nasistkveðjuna „Sieg Heil“.

Arnar segir þjóðernisfélagshyggju snúast um að „færa samfélagið í samræmi við náttúrulögmálin, í samræmi við náttúruna, frekar en að mannkynið sé einhvern veginn óháð náttúrunni“. Að sögn Arnars hefur hreyfingin styrkst umtalsvert á Íslandi undanfarna mánuði.

Lögregla ræddi við nýnasistanaLögregla hafði afskipti af mönnunum og handtók einn þeirra eftir að hann neitaði að segja til nafns. Honum var sleppt skömmu síðar.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár