Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, og áheyrnarfulltrúar í forsætisnefnd Reykjavíkurborgar, segjast ekki hafa trú á að nýstaðfestar siðareglur borgarfulltrúa verði teknar alvarlega. Nefna þær sem dæmi að Dóra Björt Guðjónsdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar, hafi spurt Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokks, um fjárhagslega hagsmuni hans á borgarstjórnarfundi.
Siðareglur kjörinna fulltrúa hafa verið staðfestar af samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og var bréf þess efnis lagt fram á fundi forsætisnefndar á föstudag. „Við sýnum kurteisi, tillitssemi og virðum einkalíf annarra,“ segir í 9. grein þeirra, en á kjörtímabilinu hefur mikið verið rætt um einelti og átök innan ráðhússins. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, var eini fulltrúinn sem kaus gegn samþykkt siðareglnanna, en Kolbrún Baldursdóttir úr Flokki fólksins sat hjá.
„Fullur hugur er hjá meirihluta borgarstjórnar að fylgja siðareglum bæði í orði og anda, og eru allir aðrir borgarfulltrúar hvattir til þess einnig, óháð því hvort þeir hafi staðið að samþykkt þeirra eður ei,“ segir í bókun fulltrúa …
Athugasemdir