Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Telur óviðeigandi að spyrja um hagsmuni Eyþórs

Siða­regl­ur fyr­ir borg­ar­full­trúa Reykja­vík­ur hafa ver­ið stað­fest­ar. Marta Guð­jóns­dótt­ir og full­trú­ar minni­hlut­ans segj­ast ekki hafa trú á að þær verði tekn­ar al­var­lega vegna spurn­inga Dóru Bjart­ar Guð­jóns­dótt­ur um fjár­hags­lega hags­muni Ey­þórs Arn­alds.

Telur óviðeigandi að spyrja um hagsmuni Eyþórs
Dóra Björt, Marta og Eyþór Marta Guðjónsdóttir segir það hafa verið óviðeigandi af Dóru Björt að spyrja um hagsmuni Eyþórs.

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, og áheyrnarfulltrúar í forsætisnefnd Reykjavíkurborgar, segjast ekki hafa trú á að nýstaðfestar siðareglur borgarfulltrúa verði teknar alvarlega. Nefna þær sem dæmi að Dóra Björt Guðjónsdóttir, fyrrverandi forseti borgarstjórnar, hafi spurt Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokks, um fjárhagslega hagsmuni hans á borgarstjórnarfundi.

Siðareglur kjörinna fulltrúa hafa verið staðfestar af samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og var bréf þess efnis lagt fram á fundi forsætisnefndar á föstudag. „Við sýnum kurteisi, tillitssemi og virðum einkalíf annarra,“ segir í 9. grein þeirra, en á kjörtímabilinu hefur mikið verið rætt um einelti og átök innan ráðhússins. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, var eini fulltrúinn sem kaus gegn samþykkt siðareglnanna, en Kolbrún Baldursdóttir úr Flokki fólksins sat hjá.

„Fullur hugur er hjá meirihluta borgarstjórnar að fylgja siðareglum bæði í orði og anda, og eru allir aðrir borgarfulltrúar hvattir til þess einnig, óháð því hvort þeir hafi staðið að samþykkt þeirra eður ei,“ segir í bókun fulltrúa …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
2
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár