Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Setja hraðatakmörk sem verða ólögleg um næstu áramót

Um­ferð­ar­hraði á flest­um göt­um á Blönduósi var í gær færð­ur nið­ur í 35 kíló­metra á klukku­stund. Frá og með næstu ára­mót­um verð­ur óheim­ilt að til­greina há­mark­s­öku­hraða í öðru en heil­um tug­um.

Setja hraðatakmörk sem verða ólögleg um næstu áramót

Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra hefur tekið ákvörðun um að færa umferðarhraða niður í 35 kílómetra á klukkustund á flestum götum Blönduósbæjar. Bærinn vinnur nú að uppsetningu nýrra umferðarskilta þar sem það á við. Sá umferðarhraði verður hins vegar óheimill um næstu áramót, þegar ný umferðalög taka gildi.

Á vef Blönduósbæjar var í gær birt auglýsing um umferð innan Blönduósbæjar þar sem tilgreint er að lögreglustjóri hafi ákveðið, að tillögu sveitarstjórnar, að hámarkshraði verði færður niður í 35 kílómetra á klukkustund á flestöllum götum bæjarins. Er vísað til heimildar í 81. grein núgildandi umferðarlaga og það tilgreint að breytingarnar taki gildi strax við birtingu auglýsingarinnar. Þá er einnig greint frá því að Blönduósbær vinni að uppsetningu nýrra skilta þar sem þess sé þörf.

Þau skilti munu hins vegar tæplega fá að standa lengi, eða öllu heldur ekki lengur heldur en til næstu áramóta. Þá taka gildi ný umferðarlög sem samþykkt voru á Alþingi síðastliðið vor. Í grein 37 í þeim segir meðal annars: „Hámarksökuhraði skal tilgreindur í heilum tugum, að undanteknum hámarksökuhraðanum 15 km á klst.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár