Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Setja hraðatakmörk sem verða ólögleg um næstu áramót

Um­ferð­ar­hraði á flest­um göt­um á Blönduósi var í gær færð­ur nið­ur í 35 kíló­metra á klukku­stund. Frá og með næstu ára­mót­um verð­ur óheim­ilt að til­greina há­mark­s­öku­hraða í öðru en heil­um tug­um.

Setja hraðatakmörk sem verða ólögleg um næstu áramót

Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra hefur tekið ákvörðun um að færa umferðarhraða niður í 35 kílómetra á klukkustund á flestum götum Blönduósbæjar. Bærinn vinnur nú að uppsetningu nýrra umferðarskilta þar sem það á við. Sá umferðarhraði verður hins vegar óheimill um næstu áramót, þegar ný umferðalög taka gildi.

Á vef Blönduósbæjar var í gær birt auglýsing um umferð innan Blönduósbæjar þar sem tilgreint er að lögreglustjóri hafi ákveðið, að tillögu sveitarstjórnar, að hámarkshraði verði færður niður í 35 kílómetra á klukkustund á flestöllum götum bæjarins. Er vísað til heimildar í 81. grein núgildandi umferðarlaga og það tilgreint að breytingarnar taki gildi strax við birtingu auglýsingarinnar. Þá er einnig greint frá því að Blönduósbær vinni að uppsetningu nýrra skilta þar sem þess sé þörf.

Þau skilti munu hins vegar tæplega fá að standa lengi, eða öllu heldur ekki lengur heldur en til næstu áramóta. Þá taka gildi ný umferðarlög sem samþykkt voru á Alþingi síðastliðið vor. Í grein 37 í þeim segir meðal annars: „Hámarksökuhraði skal tilgreindur í heilum tugum, að undanteknum hámarksökuhraðanum 15 km á klst.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár