Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sá umsvifamesti í sjávarútvegi með 3,2 milljónir á mánuði

Guð­mund­ur Kristjáns­son út­gerð­ar­mað­ur eign­að­ist rúm­lega þriðj­ungs­hlut í HB Granda í fyrra og fékk 674 millj­ón króna arð­greiðslu í fé­lag sitt í ár. Hann var nær ein­göngu með launa­tekj­ur í fyrra.

Sá umsvifamesti í sjávarútvegi með 3,2 milljónir á mánuði
Guðmundur Kristjánsson Guðmundur er með gríðarleg ítök í íslenskum sjávarútvegi. Mynd: Pressphotos

Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður var með 38.526.784 krónur í heildarárstekjur í fyrra, nær allt launatekjur. Hluthafar HB Granda fengu 1,8 milljarð króna greiddan í arð í ár. Af þessum tæplega 2 milljörðum munu 674 milljónir renna til Útgerðarfélags Reykjavíkur sem áður hét Brim.

Guðmundur er aðaleigandi félagsins sem keypti rúmlega þriðjungshlut í HB Granda á 21,7 milljarða í fyrra og allt hlutafé í Ögurvík fyrir 12,3 milljarða. Þetta gerir hann að einhverjum umsvifamesta útgerðareiganda landsins, en ítök hans í íslenskum sjávarútvegi eru gríðarleg. Hann er búsettur á Seltjarnarnesi og var í 40. sæti yfir tekjuhæstu íbúa bæjarfélagsins í fyrra.

Hátekjulistann má sjá hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Tekjulistinn 2019

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár