Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður var með 38.526.784 krónur í heildarárstekjur í fyrra, nær allt launatekjur. Hluthafar HB Granda fengu 1,8 milljarð króna greiddan í arð í ár. Af þessum tæplega 2 milljörðum munu 674 milljónir renna til Útgerðarfélags Reykjavíkur sem áður hét Brim.
Guðmundur er aðaleigandi félagsins sem keypti rúmlega þriðjungshlut í HB Granda á 21,7 milljarða í fyrra og allt hlutafé í Ögurvík fyrir 12,3 milljarða. Þetta gerir hann að einhverjum umsvifamesta útgerðareiganda landsins, en ítök hans í íslenskum sjávarútvegi eru gríðarleg. Hann er búsettur á Seltjarnarnesi og var í 40. sæti yfir tekjuhæstu íbúa bæjarfélagsins í fyrra.
Athugasemdir