Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Stefnir í annað ár af hallarekstri Seltjarnarness

Rekst­ur Seltjarn­ar­nes­bæj­ar var 158 millj­ón­um króna und­ir áætl­un á fyrstu sex mán­uð­um árs­ins. Gjald­skrá leik­skóla og frí­stund­ar var hækk­uð um 10 pró­sent í sum­ar, en boð­að er að þjón­usta verði skor­in nið­ur.

Stefnir í annað ár af hallarekstri Seltjarnarness
Ásgerður Halldórsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn hefur stýrt Seltjarnarnesi frá því að bærinn fékk kaupstaðarréttindi árið 1974.

Rekstur Seltjarnarnesbæjar var talsvert undir áætlunum á fyrstu sex mánuðum ársins að því fram kemur í rekstraryfirliti bæjarins. Afkoman var 158 milljón krónum undir áætlun og stefnir í að Seltjarnarnesbær verði rekinn með halla eins og í fyrra.

Í yfirlitinu er því spáð að 60 milljón króna halli verði á rekstri Seltjarnarnesbæjar í ár, en hallinn var 264 milljónir árið 2018. Skatttekjur á fyrri hluta árs voru 50 milljónum króna undir áætlun og segir í tilkynningu að útgjaldaaukning vegna fræðslumála og félagsþjónustu hafi skori sig úr varðar útgjaldaaukningu. „Eru útgjöld vegna málefna fatlaðra og barnaverndarmál orðin afar íþyngjandi fyrir bæinn,“ segir í tilkynningunni.

Bæjarráð samþykkti í sumar að hækka gjaldskrár leikskóla og frístundar um 10 prósent. „Unnið er að aðgerðum til að ná jafnvægi í fræðslumálum og félagsþjónustunni,“ segir í tilkynningunni. „Ljóst er að hagræða þarf á einhverjum vígstöðvum og/eða skera niður þjónustu. Rekstur annarra málaflokka er í jafnvægi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár