Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Stefnir í annað ár af hallarekstri Seltjarnarness

Rekst­ur Seltjarn­ar­nes­bæj­ar var 158 millj­ón­um króna und­ir áætl­un á fyrstu sex mán­uð­um árs­ins. Gjald­skrá leik­skóla og frí­stund­ar var hækk­uð um 10 pró­sent í sum­ar, en boð­að er að þjón­usta verði skor­in nið­ur.

Stefnir í annað ár af hallarekstri Seltjarnarness
Ásgerður Halldórsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn hefur stýrt Seltjarnarnesi frá því að bærinn fékk kaupstaðarréttindi árið 1974.

Rekstur Seltjarnarnesbæjar var talsvert undir áætlunum á fyrstu sex mánuðum ársins að því fram kemur í rekstraryfirliti bæjarins. Afkoman var 158 milljón krónum undir áætlun og stefnir í að Seltjarnarnesbær verði rekinn með halla eins og í fyrra.

Í yfirlitinu er því spáð að 60 milljón króna halli verði á rekstri Seltjarnarnesbæjar í ár, en hallinn var 264 milljónir árið 2018. Skatttekjur á fyrri hluta árs voru 50 milljónum króna undir áætlun og segir í tilkynningu að útgjaldaaukning vegna fræðslumála og félagsþjónustu hafi skori sig úr varðar útgjaldaaukningu. „Eru útgjöld vegna málefna fatlaðra og barnaverndarmál orðin afar íþyngjandi fyrir bæinn,“ segir í tilkynningunni.

Bæjarráð samþykkti í sumar að hækka gjaldskrár leikskóla og frístundar um 10 prósent. „Unnið er að aðgerðum til að ná jafnvægi í fræðslumálum og félagsþjónustunni,“ segir í tilkynningunni. „Ljóst er að hagræða þarf á einhverjum vígstöðvum og/eða skera niður þjónustu. Rekstur annarra málaflokka er í jafnvægi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár