Rekstur Seltjarnarnesbæjar var talsvert undir áætlunum á fyrstu sex mánuðum ársins að því fram kemur í rekstraryfirliti bæjarins. Afkoman var 158 milljón krónum undir áætlun og stefnir í að Seltjarnarnesbær verði rekinn með halla eins og í fyrra.
Í yfirlitinu er því spáð að 60 milljón króna halli verði á rekstri Seltjarnarnesbæjar í ár, en hallinn var 264 milljónir árið 2018. Skatttekjur á fyrri hluta árs voru 50 milljónum króna undir áætlun og segir í tilkynningu að útgjaldaaukning vegna fræðslumála og félagsþjónustu hafi skori sig úr varðar útgjaldaaukningu. „Eru útgjöld vegna málefna fatlaðra og barnaverndarmál orðin afar íþyngjandi fyrir bæinn,“ segir í tilkynningunni.
Bæjarráð samþykkti í sumar að hækka gjaldskrár leikskóla og frístundar um 10 prósent. „Unnið er að aðgerðum til að ná jafnvægi í fræðslumálum og félagsþjónustunni,“ segir í tilkynningunni. „Ljóst er að hagræða þarf á einhverjum vígstöðvum og/eða skera niður þjónustu. Rekstur annarra málaflokka er í jafnvægi.“
Athugasemdir