Illugi Gunnarsson, fyrrverandi menntamálaráðherra, var með 16,8 milljónir króna í heildarárstekjur í fyrra, eða sem nemur 1,4 milljónum á mánuði, samkvæmt álagningarskrá ríkisskattstjóra.
DV fullyrti í gær að Illugi væri með 14 milljónir á mánuði. Hringbraut fjallaði svo um málið og sagði ráðherrann fyrrverandi vera með „stjarnfræðilegar upphæðir á mánuði“. Þarna virðist komman hafa skolast til.
Illugi hætti í stjórnmálum árið 2016 og hefur undanfarin ár meðal annars setið í nefnd um endurskoðun peningastefnu Íslands og gegnt stjórnarformennsku hjá Byggðastofnun.
Athugasemdir