Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi

Tíu tekju­hæstu íbú­ar Seltjarn­ar­ness fengu rúm­lega 1,3 millj­arða króna í fjár­magn­s­tekj­ur í fyrra. Tveir starfs­menn þrota­bús Kaupþings og fyrr­ver­andi banka­stjóri Lands­bank­ans í London eru á list­an­um.

Kaupþingsmenn meðal þeirra tekjuhæstu á Seltjarnarnesi
Jóhann Pétur Reyndal Stjórnandi hjá þrotabúi Kaupþings var með hæstu launatekjurnar á Seltjarnarnesi. Mynd: mbl/Kristján Akureyri

Jóhann Pétur Reyndal, stjórnarformaður tískuvörumerkjanna Oasis, Warehouse og Karen Millen, var með hæstu mánaðarlaun Seltirninga í fyrra, 14 milljónir króna. Eru félögin öll í eigu þrotabús Kaupþings, þar sem Jóhann sinnir eignastýringu. Var hann með næsthæstar heildarárstekjur í sveitarfélaginu með 173 milljónir, en aðeins lítill hluti tekna hans voru fjármagnstekjur. Þetta kemur fram í álagningaskrá ríkisskattstjóra.

Fjármagnstekjur, þ.e. vaxtatekjur, arður, söluhagnaður og leigutekjur utan rekstrar, voru stærsta tekjulind þeirra tíu tekjuhæstu á Seltjarnarnesi. Námu þær í heild 1,3 milljörðum króna hjá þessum tíu aðilum. Tekjuhæstur var hins vegar Guðni Þórðarson, hinn áttræði stofnandi og framkvæmdastjóri Borgarplasts, sem seldi hlut sinn í fyrirtækinu í fyrra til fjárfestinasjóðsins Alfa framtaks. Numu fjármagnstekjur hans í fyrra 675 milljónum króna, en mánaðarlegar tekjur hans voru þar að auki 1,7 milljón króna. Sjöfn Guðmundsdóttir, kona Guðna og fyrrum hluthafi í Borgarplasti, er númer fimm á listanum með tæpar 112 milljónir í árstekjum, að líkindum mestmegnis vegna sölunnar.

Nafn Heildarárstekjur
Guðni Þórðarson 695.789.501
Jóhann Pétur Reyndal 173.027.979
Ingibjörg S Ásgeirsdóttir 165.927.348
Arnar Scheving Thorsteinsson 117.355.815
Sjöfn Guðmundsdóttir 111.713.103
Ragnheiður Lára Jónsdóttir 103.494.493
Ásbjörn Jónsson 98.749.998
Elmar Johnson 91.769.236
Róbert Vinsent Tómasson 91.612.496
Baldvin Valtýsson 91.246.950
Helgi Magnússon 89.843.717

Þriðja á listanum er Ingibjörg Svava Ásgeirsdóttir, iðjuþjálfi og áður lektor við heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri. Launatekjur hennar námu aðeins 14 þúsund krónum á mánuði, en fjármagnstekjur 166 milljónum króna á árinu. Faðir hennar var Ásgeir Ásgeirsson lyfsali, sem var framkvæmdastjóri Pharmacho hf., sem seinna varð að Actavis.

Sá fjórði er annar starfsmaður þrotabús Kaupþings, Arnar Scheving Thorsteinsson. Námu launatekjur hans 9,6 milljónum króna á mánuði og heildarárstekjur 117 milljónum króna. Ragnheiður Lára Jónsdóttir er í sjötta sæti listans, en fjármagnstekjur hennar námu 102 milljónum króna á árinu. Eiginmaður hennar, Karl Harðarson, forstjóri ThorShip, lést á síðasta ári.

Ásbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri Fiskkaupa og fleiri félaga í sjávarútvegi, kemur þar á eftir með rúmar 2,9 milljónir króna í mánaðarlaun. Auk þess námu fjármagnstekjur hans á árinu tæpum 64 milljónum króna. Elmar Johnson, læknir og einn af stofnendum ferðaþjónustunnar Guide to Iceland, fékk 80 milljónir króna í fjármagnstekjur í fyrra, auk tæprar milljónar á mánuði í launatekjur.

Ásbjörn JónssonFramkvæmdastjóri Fiskkaupa, hér til hægri ásamt föður sínum Jóni Ásbjörnssyni, var sá sjöundi tekjuhæsti á Seltjarnarnesi.

Róbert Vinsent Tómasson, framkvæmdastjóri Cargo Express, fyrirtækis sem sérhæfir sig í loftflutningum, er í níunda sæti listans. Loks er Baldvin Valtýsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans í London og eigandi ráðgjafafyrirtækisins Akrar Consult, sá tíundi tekjuhæsti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Tekjulistinn 2019

Mest lesið

Ágreiningurinn um útlendingamáin
3
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Lenya Rún efst í Reykjavíkurkjördæmunum
4
FréttirAlþingiskosningar 2024

Lenya Rún efst í Reykja­vík­ur­kjör­dæmun­um

Lenya Rún var efst í próf­kjöri Pírata sem var sam­eig­in­legt fyr­ir bæði Reykja­vík­ur­kjör­dæm­in og leið­ir hún því ann­an lista flokks­ins í Reykja­vík fyr­ir al­þing­is­kosn­ing­arn­ar. Fyr­ir neð­an hana í próf­kjör­inu voru þrír sitj­andi þing­menn flokks­ins og tveir borg­ar­full­trú­ar. Ugla Stef­an­ía leið­ir list­ann í Norð­vest­ur­kjör­dæmi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
4
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
6
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
5
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár