Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Andri Snær syrgir Okið: „Hvernig skrifar þú líkræðu um jökul?“

„Fari sem horf­ir munu all­ir jökl­ar á Ís­landi hverfa á næstu 200 ár­um,“ skrif­ar Andri Snær Magna­son rit­höf­und­ur í dag­blað­ið The Guar­di­an. Nýj­ar mynd­ir frá NASA sýna hvernig Ok­jök­ull hvarf.

Andri Snær syrgir Okið: „Hvernig skrifar þú líkræðu um jökul?“
Andri Snær Magnason Rithöfundurinn skrifaði texta á minnisvarða um jökulinn Ok.

„Hvernig skrifar þú líkræðu um jökul? Hugsaðu um það. Hvernig mundir þú nálgast það, hafandi alist upp við jökla sem jarðfræðilegan fasta, sem tákn um eilífðina? Hvernig segirðu bless?“

Svona hefst grein rithöfundarins Andra Snæs Magnasonar um jökulinn Ok í The Guardian í íslenskri þýðingu blaðamanns. Ok telst ekki lengur jökull að mati jöklafræðinga. Hlýnun jarðar hefur valdið því að jöklar víðs vegar um heim hafa bráðnað og hopað. Andri Snær ritaði áletrunina „Bréf til framtíðarinnar“ á minnisvarða um Okjökul sem verður komið fyrir á sunnudag.

„Fari sem horfir munu allir jöklar á Íslandi hverfa á næstu 200 árum. Þannig að minnisvarðinn um Ok mun vera sá fyrsti af 400 á Íslandi einu og sér,“ skrifar Andri Snær í greininni. „Snæfellsjökull, þar sem Jules Verne hóf ferð sína að miðju jarðar í Leyndardómum Snæfellsjökuls, verður að líkindum horfinn á næstu 30 árum og það verður mikill missir. Jökullinn er fyrir Ísland það sem Fuji fjall er fyrir Japan.“

Andri Snær segir fjölskyldu sína hafa átt persónuleg tengsl við jöklana þar sem amma hans og afi hafi komið að stofnun Jöklarannsóknafélags Íslands. Fóru þau í jöklaferð þegar þau voru nýgift og heitir hluti Vatnajökuls þar sem þau tjölduðu nú Brúðarbunga.

OkjökullMyndir sem teknar voru með gervihnetti NASA sýna breytinguna frá 1986 til 2019.

„Bráðnun allra jökla Íslands mun hækka sjávarmál á heimsvísu um einn sentimetra,“ skrifar hann. „Það virðist kannski ekki mikið, en þegar ferlið er endurtekið um víða veröld munu flóðin hafa áhrif á hundruð milljóna fólks. Mesta áhyggjuefnið er bráðnun jökla Himalaya fjalla. Þau eru okið sem ber vatn til eins milljarðs mannfólks.“

Andri Snær bendir á að þrátt fyrir að eldgosið í Eyjafjallajökli árið 2010 hafi losað 150 þúsund tonn af koltvísýring daglega, hafi það verið smámunir miðað við að mannkynið losar 100 milljón tonn á dag. „Dagleg áhrif mannfólks jafnast á við yfir 600 slík eldfjöll. Ímyndaðu þér öll þessi eldgos á hverri heimsálfu, allan dag, alla nótt, allt árið um kring og segðu sjálfum þér að það hafi ekki áhrif á loftslagið,“ skrifar hann.

„Svo við letruðum þetta á koparskiltið sem heldur uppi minningu Okjökuls til ástvina okkar í framtíðinni: „Við vitum hvað er að gerast og hvað þarf að gera. Aðeisn þú veist hvort við gerðum eitthvað.““

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Loftslagsbreytingar

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár