Telur formann Samtakanna vilja „þagga niður í“ varaforseta Bandaríkjanna

Elliði Vign­is­son er ósam­mála nálg­un Sam­tak­anna '78 og seg­ist vitna í Voltaire.

Telur formann Samtakanna vilja „þagga niður í“ varaforseta Bandaríkjanna

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, gagnrýnir Þorbjörgu Þorvaldsdóttur, formann Samtakanna 78, harðlega fyrir að mótmæla komu Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands. Telur Elliði að sjónarmið Þorbjargar snúist um að „þagga niður í þeim sem eru manni mest ósammála“.

Þorbjörg Þorvaldsdóttirformaður Samtakanna '78

Nýlega birti Þorbjörg pistil á Vísi.is þar sem hún rekur hvernig Mike Pence hefur beitt sér gegn og grafið undan réttindum hinseginfólks um árabil.

„Nú ætlar ríkisstjórn Íslands að taka á móti Mike Pence, ræða kurteisislega við hann um viðskiptasamráð og efla með því tengslin við Bandaríkin. Allar slíkar áætlanir eru hrein og klár vanvirðing við samfélag hinsegin fólks á Íslandi. Við munum ekki sitja undir því þegjandi að hann sé boðinn velkominn hingað til lands,“ skrifaði hún.

Elliði gerir málið að umtalsefni á Facebook-síðu sinni. „Þótt ég sé einlægur stuðningsmaður réttinda samkynhneigðra (og allra annarra einstaklinga) þá er ég hér mjög ósammála þessari ágætis konu. Maður getur ekki kallað eftir opinni umræðu og viljað samtímis þagga niður í þeim sem eru manni mest ósammála,“ skrifar hann.

Þá segist hann vitna í Voltaire og birtir setningu sem oft er ranglega eignuð franska hugsuðinum: “I disapprove of what you say, but I will defend to the death your right to say it”. Þessi fleygu orð eru frá Evelyn Beatrice Hall, ævisagnaritara Voltaires. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
3
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár