Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

HR mátti takmarka tjáningarfrelsi Kristins til að verja rétt fólks til að „upplifa“ jafnréttisgildi

Hér­aðs­dóm­ur Reykja­vík­ur tel­ur að „tak­mörk­un á tján­ing­ar­frelsi“ Krist­ins Sig­ur­jóns­son­ar hafi stefnt að lögmætu mark­miði, með­al ann­ars vernd­un á rétt­ind­um nem­enda og starfs­manna háskólans „til að upp­lifa að háskólinn starf­aði í reynd eft­ir gild­um jafn­rétt­is“.

HR mátti takmarka tjáningarfrelsi Kristins til að verja rétt fólks til að „upplifa“ jafnréttisgildi

Háskólinn í Reykjavík sýndi fram á með fullnægjandi hætti að uppsögn Kristins Sigurjónssonar hefði verið nauðsynleg „til að vernda réttindi eða hagsmuni annarra, jafnt stefnda og hluthafa hans sem starfsfólks háskólans og nemenda“.

Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Kristins gegn HR. 

Kristinn starfaði um árabil sem lektor við tækni- og verkfræðideild skólans en var sagt upp eftir að DV greindi frá ummælum sem hann hafði látið falla um konur á lokuðum en fjölmennum umræðuhópi á Facebook.

Orðrétt skrifaði Kristinn: Það á að aðgreina vinnustaði karla og kvenna. Vandinn er bara að konur reyna alltaf að troða sér þar sem karlmenn vinna, og um leið og þær eru komnar inn, þá byrja þær að eyðileggja hann, því allir kalmennirnir eiga þá að fara að tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti og ef sagður en neðanbeltisbrandari, svo ég nefni ekki klámbrandari, þá er það kynferðisofbeldi.

Kristinn höfðaði mál gegn HR og krafðist skaða- og miskabóta, en nú hefur skólinn verið sýknaður af öllum dómkröfum.

Að mati Héraðsdóms Reykjavíkur birti Kristinn ummæli sín „á opinberum vettvangi“ og mátti þannig vænta þess að ummælin hlytu víðtækari dreifingu, t.d. fyrir tilstilli fjölmiðla. Dómurinn telur að stefnandi hefði átt að „vanda það sérstaklega hvernig hann nýtti tjáningarfrelsi sitt“ og að honum hafi mátt vera fullljóst að ummælin stönguðust á við jafnréttisgildi HR. 

Héraðsdómur fellst á að uppsögnin hafi falið í sér takmörkun á tjáningarfrelsi Kristins. Sú takmörkun hafi þó stefnt „að lögmætu markmiði, þ.e. að verndun réttinda annarra, þar á meðal samstarfsfólks stefnanda og nemenda háskólans, til að upplifa að háskólinn starfaði í reynd eftir gildum jafnréttis“. 

Haft er eftir Jóni Steinari Gunnlaugssyni, lögmanni Kristins, í Fréttablaðinu í dag að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verði áfrýjað til Landsréttar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár