Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

HR mátti takmarka tjáningarfrelsi Kristins til að verja rétt fólks til að „upplifa“ jafnréttisgildi

Hér­aðs­dóm­ur Reykja­vík­ur tel­ur að „tak­mörk­un á tján­ing­ar­frelsi“ Krist­ins Sig­ur­jóns­son­ar hafi stefnt að lögmætu mark­miði, með­al ann­ars vernd­un á rétt­ind­um nem­enda og starfs­manna háskólans „til að upp­lifa að háskólinn starf­aði í reynd eft­ir gild­um jafn­rétt­is“.

HR mátti takmarka tjáningarfrelsi Kristins til að verja rétt fólks til að „upplifa“ jafnréttisgildi

Háskólinn í Reykjavík sýndi fram á með fullnægjandi hætti að uppsögn Kristins Sigurjónssonar hefði verið nauðsynleg „til að vernda réttindi eða hagsmuni annarra, jafnt stefnda og hluthafa hans sem starfsfólks háskólans og nemenda“.

Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Kristins gegn HR. 

Kristinn starfaði um árabil sem lektor við tækni- og verkfræðideild skólans en var sagt upp eftir að DV greindi frá ummælum sem hann hafði látið falla um konur á lokuðum en fjölmennum umræðuhópi á Facebook.

Orðrétt skrifaði Kristinn: Það á að aðgreina vinnustaði karla og kvenna. Vandinn er bara að konur reyna alltaf að troða sér þar sem karlmenn vinna, og um leið og þær eru komnar inn, þá byrja þær að eyðileggja hann, því allir kalmennirnir eiga þá að fara að tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti og ef sagður en neðanbeltisbrandari, svo ég nefni ekki klámbrandari, þá er það kynferðisofbeldi.

Kristinn höfðaði mál gegn HR og krafðist skaða- og miskabóta, en nú hefur skólinn verið sýknaður af öllum dómkröfum.

Að mati Héraðsdóms Reykjavíkur birti Kristinn ummæli sín „á opinberum vettvangi“ og mátti þannig vænta þess að ummælin hlytu víðtækari dreifingu, t.d. fyrir tilstilli fjölmiðla. Dómurinn telur að stefnandi hefði átt að „vanda það sérstaklega hvernig hann nýtti tjáningarfrelsi sitt“ og að honum hafi mátt vera fullljóst að ummælin stönguðust á við jafnréttisgildi HR. 

Héraðsdómur fellst á að uppsögnin hafi falið í sér takmörkun á tjáningarfrelsi Kristins. Sú takmörkun hafi þó stefnt „að lögmætu markmiði, þ.e. að verndun réttinda annarra, þar á meðal samstarfsfólks stefnanda og nemenda háskólans, til að upplifa að háskólinn starfaði í reynd eftir gildum jafnréttis“. 

Haft er eftir Jóni Steinari Gunnlaugssyni, lögmanni Kristins, í Fréttablaðinu í dag að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verði áfrýjað til Landsréttar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár