Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

HR mátti takmarka tjáningarfrelsi Kristins til að verja rétt fólks til að „upplifa“ jafnréttisgildi

Hér­aðs­dóm­ur Reykja­vík­ur tel­ur að „tak­mörk­un á tján­ing­ar­frelsi“ Krist­ins Sig­ur­jóns­son­ar hafi stefnt að lögmætu mark­miði, með­al ann­ars vernd­un á rétt­ind­um nem­enda og starfs­manna háskólans „til að upp­lifa að háskólinn starf­aði í reynd eft­ir gild­um jafn­rétt­is“.

HR mátti takmarka tjáningarfrelsi Kristins til að verja rétt fólks til að „upplifa“ jafnréttisgildi

Háskólinn í Reykjavík sýndi fram á með fullnægjandi hætti að uppsögn Kristins Sigurjónssonar hefði verið nauðsynleg „til að vernda réttindi eða hagsmuni annarra, jafnt stefnda og hluthafa hans sem starfsfólks háskólans og nemenda“.

Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Kristins gegn HR. 

Kristinn starfaði um árabil sem lektor við tækni- og verkfræðideild skólans en var sagt upp eftir að DV greindi frá ummælum sem hann hafði látið falla um konur á lokuðum en fjölmennum umræðuhópi á Facebook.

Orðrétt skrifaði Kristinn: Það á að aðgreina vinnustaði karla og kvenna. Vandinn er bara að konur reyna alltaf að troða sér þar sem karlmenn vinna, og um leið og þær eru komnar inn, þá byrja þær að eyðileggja hann, því allir kalmennirnir eiga þá að fara að tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti og ef sagður en neðanbeltisbrandari, svo ég nefni ekki klámbrandari, þá er það kynferðisofbeldi.

Kristinn höfðaði mál gegn HR og krafðist skaða- og miskabóta, en nú hefur skólinn verið sýknaður af öllum dómkröfum.

Að mati Héraðsdóms Reykjavíkur birti Kristinn ummæli sín „á opinberum vettvangi“ og mátti þannig vænta þess að ummælin hlytu víðtækari dreifingu, t.d. fyrir tilstilli fjölmiðla. Dómurinn telur að stefnandi hefði átt að „vanda það sérstaklega hvernig hann nýtti tjáningarfrelsi sitt“ og að honum hafi mátt vera fullljóst að ummælin stönguðust á við jafnréttisgildi HR. 

Héraðsdómur fellst á að uppsögnin hafi falið í sér takmörkun á tjáningarfrelsi Kristins. Sú takmörkun hafi þó stefnt „að lögmætu markmiði, þ.e. að verndun réttinda annarra, þar á meðal samstarfsfólks stefnanda og nemenda háskólans, til að upplifa að háskólinn starfaði í reynd eftir gildum jafnréttis“. 

Haft er eftir Jóni Steinari Gunnlaugssyni, lögmanni Kristins, í Fréttablaðinu í dag að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verði áfrýjað til Landsréttar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár