Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

HR mátti takmarka tjáningarfrelsi Kristins til að verja rétt fólks til að „upplifa“ jafnréttisgildi

Hér­aðs­dóm­ur Reykja­vík­ur tel­ur að „tak­mörk­un á tján­ing­ar­frelsi“ Krist­ins Sig­ur­jóns­son­ar hafi stefnt að lögmætu mark­miði, með­al ann­ars vernd­un á rétt­ind­um nem­enda og starfs­manna háskólans „til að upp­lifa að háskólinn starf­aði í reynd eft­ir gild­um jafn­rétt­is“.

HR mátti takmarka tjáningarfrelsi Kristins til að verja rétt fólks til að „upplifa“ jafnréttisgildi

Háskólinn í Reykjavík sýndi fram á með fullnægjandi hætti að uppsögn Kristins Sigurjónssonar hefði verið nauðsynleg „til að vernda réttindi eða hagsmuni annarra, jafnt stefnda og hluthafa hans sem starfsfólks háskólans og nemenda“.

Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Kristins gegn HR. 

Kristinn starfaði um árabil sem lektor við tækni- og verkfræðideild skólans en var sagt upp eftir að DV greindi frá ummælum sem hann hafði látið falla um konur á lokuðum en fjölmennum umræðuhópi á Facebook.

Orðrétt skrifaði Kristinn: Það á að aðgreina vinnustaði karla og kvenna. Vandinn er bara að konur reyna alltaf að troða sér þar sem karlmenn vinna, og um leið og þær eru komnar inn, þá byrja þær að eyðileggja hann, því allir kalmennirnir eiga þá að fara að tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti og ef sagður en neðanbeltisbrandari, svo ég nefni ekki klámbrandari, þá er það kynferðisofbeldi.

Kristinn höfðaði mál gegn HR og krafðist skaða- og miskabóta, en nú hefur skólinn verið sýknaður af öllum dómkröfum.

Að mati Héraðsdóms Reykjavíkur birti Kristinn ummæli sín „á opinberum vettvangi“ og mátti þannig vænta þess að ummælin hlytu víðtækari dreifingu, t.d. fyrir tilstilli fjölmiðla. Dómurinn telur að stefnandi hefði átt að „vanda það sérstaklega hvernig hann nýtti tjáningarfrelsi sitt“ og að honum hafi mátt vera fullljóst að ummælin stönguðust á við jafnréttisgildi HR. 

Héraðsdómur fellst á að uppsögnin hafi falið í sér takmörkun á tjáningarfrelsi Kristins. Sú takmörkun hafi þó stefnt „að lögmætu markmiði, þ.e. að verndun réttinda annarra, þar á meðal samstarfsfólks stefnanda og nemenda háskólans, til að upplifa að háskólinn starfaði í reynd eftir gildum jafnréttis“. 

Haft er eftir Jóni Steinari Gunnlaugssyni, lögmanni Kristins, í Fréttablaðinu í dag að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur verði áfrýjað til Landsréttar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu