Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
Fóru á Rússavinaráðstefnu „Það voru mistök að fara í þessa ferð,“ sagði Sara í samtali við Stundina á dögunum. Mynd: Af Facebook

Birgitta Jónsdóttir, stjórnarformaður International Modern Media Institute og fyrrverandi þingkona Pírata, tók þátt í pallborðsumræðum á ráðstefnu í Jalta á Krímskaga í apríl 2018. 

Ráðstefnan, Yalta International Economic Forum, er fjármögnuð af rússneskum yfirvöldum, „Krímlýðveldinu“ svokallaða, og þjónar mikilvægu áróðurshlutverki fyrir Rússa í tengslum við Úkraínustríðið og innlimun Krímskaga. 

„Ég var í panel með fjölda annarra og ræddi meðal annars um mikilvægi þess að fjölmiðlar fái að starfa sjálfstætt án afskipta yfirvalda,“ segir Birgitta aðspurð um málið.

„Ég talaði líka um mikilvægi listamanna eins og Pussy Riot sem eru með beitta samfélagsrýni í sínum verkum. Svo ræddi ég við aðra ráðstefnugesti um alls konar hluti, til dæmis hvar við vorum og við hvaða kringumstæður við vorum þarna.“

Pútín sendi gestum góða kveðju

Prýddi forsíðunaGefið var út ráðstefnublað með drottningarviðtali við Vladimír Pútín Rússlandsforseta.

Ráðstefnugestir fengu heillaóskir frá Vladímír Pútín Rússlandsforseta og gefið var út blað í tilefni ráðstefnunnar með drottningarviðtali við hann. Fjöldi evrópskra stjórnmálamanna sótti samkunduna, meðal annars liðsmenn hægripopúlistaflokka á borð við Þjóðfylkingu Frakklands og Alternative für Deutschland.

Auk Birgittu sóttu ráðstefnuna þær Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingkona Pírata, og Eva Lind Þuríðardóttir, fyrrverandi meðlimur í framkvæmdaráði flokksins. „Það var greitt fyrir flug og gistingu eins og er krafa sem ég hef ef ég mæti á ráðstefnur,“ segir Birgitta.

Sara minntist nýlega á ferðina í viðtali við Stundina þar sem hún lýsti reynslu sinni af því að vinna með Birgittu. „Þarna kynntist ég hlið á Birgittu sem mér rennur kalt vatn milli skinns og hörunds við að rifja upp. Það tók mig töluverðan tíma að jafna mig,“ sagði hún. „Það voru mistök að fara í þessa ferð.“

Framvísuðu vegabréfum til að fá símkort

Birgitta segist hafa boðið Söru með sér á ráðstefnuna. „Þegar ég ákvað að þekkjast boðið þá bauð ég Söru með til þátttöku en þegar á hólminn var komið óttaðist hún að það gæti haft slæm áhrif á hennar stjórnmálaferil ef það myndi spyrjast út og fyrir vikið eyddi hún mestum tíma sínum í herberginu sínu.“ 

Sara segir hins vegar í samtali við Stundina að Birgitta hafi fengið sig með í ferðina á þeim forsendum að til stæði að vera með uppsteyt af einhverju tagi, gagnrýna mannréttindabrot og hernaðarbrölt Rússa. Þegar ljóst varð að af því yrði ekki hafi hún séð eftir því að hafa slegist í hópinn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár