Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
Fóru á Rússavinaráðstefnu „Það voru mistök að fara í þessa ferð,“ sagði Sara í samtali við Stundina á dögunum. Mynd: Af Facebook

Birgitta Jónsdóttir, stjórnarformaður International Modern Media Institute og fyrrverandi þingkona Pírata, tók þátt í pallborðsumræðum á ráðstefnu í Jalta á Krímskaga í apríl 2018. 

Ráðstefnan, Yalta International Economic Forum, er fjármögnuð af rússneskum yfirvöldum, „Krímlýðveldinu“ svokallaða, og þjónar mikilvægu áróðurshlutverki fyrir Rússa í tengslum við Úkraínustríðið og innlimun Krímskaga. 

„Ég var í panel með fjölda annarra og ræddi meðal annars um mikilvægi þess að fjölmiðlar fái að starfa sjálfstætt án afskipta yfirvalda,“ segir Birgitta aðspurð um málið.

„Ég talaði líka um mikilvægi listamanna eins og Pussy Riot sem eru með beitta samfélagsrýni í sínum verkum. Svo ræddi ég við aðra ráðstefnugesti um alls konar hluti, til dæmis hvar við vorum og við hvaða kringumstæður við vorum þarna.“

Pútín sendi gestum góða kveðju

Prýddi forsíðunaGefið var út ráðstefnublað með drottningarviðtali við Vladimír Pútín Rússlandsforseta.

Ráðstefnugestir fengu heillaóskir frá Vladímír Pútín Rússlandsforseta og gefið var út blað í tilefni ráðstefnunnar með drottningarviðtali við hann. Fjöldi evrópskra stjórnmálamanna sótti samkunduna, meðal annars liðsmenn hægripopúlistaflokka á borð við Þjóðfylkingu Frakklands og Alternative für Deutschland.

Auk Birgittu sóttu ráðstefnuna þær Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingkona Pírata, og Eva Lind Þuríðardóttir, fyrrverandi meðlimur í framkvæmdaráði flokksins. „Það var greitt fyrir flug og gistingu eins og er krafa sem ég hef ef ég mæti á ráðstefnur,“ segir Birgitta.

Sara minntist nýlega á ferðina í viðtali við Stundina þar sem hún lýsti reynslu sinni af því að vinna með Birgittu. „Þarna kynntist ég hlið á Birgittu sem mér rennur kalt vatn milli skinns og hörunds við að rifja upp. Það tók mig töluverðan tíma að jafna mig,“ sagði hún. „Það voru mistök að fara í þessa ferð.“

Framvísuðu vegabréfum til að fá símkort

Birgitta segist hafa boðið Söru með sér á ráðstefnuna. „Þegar ég ákvað að þekkjast boðið þá bauð ég Söru með til þátttöku en þegar á hólminn var komið óttaðist hún að það gæti haft slæm áhrif á hennar stjórnmálaferil ef það myndi spyrjast út og fyrir vikið eyddi hún mestum tíma sínum í herberginu sínu.“ 

Sara segir hins vegar í samtali við Stundina að Birgitta hafi fengið sig með í ferðina á þeim forsendum að til stæði að vera með uppsteyt af einhverju tagi, gagnrýna mannréttindabrot og hernaðarbrölt Rússa. Þegar ljóst varð að af því yrði ekki hafi hún séð eftir því að hafa slegist í hópinn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár