Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

DaddyToo: Velta fyrir sér ofbeldi eða „byltingu“ í þágu málstaðarins

„Myndi per­sónu­lega ekki missa and­ar­drátt eða fella tár ef byssugl­að­ur ein­stak­ling­ur myndi koma við hjá barna­vernd Kópa­vogs og hreinsa þá nefnd út af borð­inu fyr­ir betri fram­tíð barna á Ís­landi,“ skrif­ar mað­ur sem kom­ið hef­ur fram sem full­trúi DaddyToo-hóps­ins í lok­uðu spjalli á Face­book. Ann­ar með­lim­ur vill „bylt­ingu gegn vald­stjórn­inni“.

DaddyToo: Velta fyrir sér ofbeldi eða „byltingu“ í þágu málstaðarins
Örvænting „Maður veltir því stundum fyrir sér hvort það fari jafnvel að styttast í það að menn geri eitthvað virkilega róttækt í örvæntingu sinni,“ segir faðir sem berst gegn umgengnistálmunum. Mynd: Shutterstock

Feður sem berjast gegn umgengnistálmunum á Íslandi undir merkjum DaddyToo-hreyfingarinnar velta upp möguleikanum á ofbeldi í þágu málstaðarins á fjölmennum en lokuðum umræðuvettvangi á Facebook. 

„Byltingar eru aldrei löglegar en maður veltir því stundum fyrir sér hvort það fari jafnvel að styttast í það að menn geri eitthvað virkilega róttækt í örvæntingu sinni yfir því gríðarlega óréttlæti sem feður á Íslandi þurfa að sætta sig við,“ skrifar Eyjólfur Vestmann Ingólfsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Flokks heimilanna og umsjónarmaður Karlmennskuspjallsins á Facebook. 

Á meðal þeirra sem bregðast við er Hugi Ingibjartsson, sem titlaður hefur verið sem einn af forsvarsmönnum DaddyToo [en er það þó ekki að sögn Hugins Þórs Grétarssonar, stofnandi hópsins, sjá neðst í greininni].

„Myndi persónulega ekki missa andardrátt eða fella tár ef að byssuglaður einstaklingur myndi koma við hjá barnavernd Kópavogs og hreinsa þá nefnd út af borðinu fyrir betri framtíð barna á Íslandi,“ skrifar Hugi.

„Það er merkilegt að ekki enn sé búið að gera eitthvað virkilega róttækt eða ljótt“

„Það er merkilegt að ekki enn sé búið að gera eitthvað virkilega róttækt eða ljótt gegn þeim sem standa fyrir því ofbeldi sem feður eru beittir hér af barnaverndum, stjórnvöldum og mæðrum. Og það veit sá sem allt veit að margir hafa hugsað ýmislegt sem andsvar við þessu vanhæfa starfsliði barnaverndar og það væri góðverk ef eitthver myndi fara að dæmi erlendra þjóða og losa landsmenn endanlega við það ofbeldis- og brotafólk sem þar starfar.“

Eyjólfur veltir því fyrir sér hvers vegna feður sem mega þola umgengnistálmanir og jafnvel rangar ásakanir um ofbeldi „hafa ekki gripið til ofbeldis gegn barnsmæðrum sínum“. „Getur það mögulega verið vegna þess að þessir menn eru einmitt ekki ofbeldismenn?“ spyr hann. Einn þeirra sem leggja orð í belg brýnir fyrir þeim að það sé aldrei réttlætanlegt að beita konur og börn ofbeldi en bætir við: „Bylting gegn valdstjórninni væri hins vegar eitthvað sem ég myndi styðja í þessum málum.“

Stundin bauð Eyjólfi og Huga að útskýra orð sín. 

„Maður veltir ýmsu fyrir sér í heimspekilegu samhengi þegar óréttlæti er annars vegar og hvernig og þá hvað sé best til þess fallið að gera til þess að vekja athygli á viðkomandi málstað og hvaða aðferðir séu líklegastar til að skila árangri,“ segir Eyjólfur í svari til blaðsins.

„Það eru dæmi um feður sem hafa gert róttæka hluti eins og að klifra upp á Big Ben í London í Batman búning og hengja upp borða til þess að vekja athygli á því óréttlæti sem virðist vera kerfislægt þegar kemur að rétti feðra og barna að njóta samvista og umgengni. Staðan er því miður sú á Íslandi í dag að hundruð og jafnvel þúsundir feðra hafa verið útilokaðir úr lífi barna sinna. Það er verulega aðkallandi þörf á umræðu um þessi mál og hafa hátt um þau mál eins og Metoo byltingin gerði. Það er um að gera að fara að hefja DaddyToo-byltingu og hafa hátt um þetta málefni. Þetta er tilgangur Daddy-Too hópsins. Við fordæmum allt ofbeldi hvers konar.“

„Við fordæmum allt ofbeldi“

Loks bætir hann við: „Þetta er þegar öllu er á botninn hvolft réttindabarátta þar sem hallar á feður og því verður að breyta til hins betra, öllu samfélaginu til heilla. Við erum jú öll saman í þessu feður, mæður, börn, afar ömmur, frændur og frænkur. Það gengur ekki að annað foreldrið geti tekið lögin í sínar hendur og útilokað hitt án dóms og laga.“

Hugi segir í samtali við Stundina að ummæli sín séu til komin vegna þess að Barnarverndarnefnd Kópavogs hafi brotið gegn honum með alvarlegum hætti og Barnaverndarstofa hafi staðfest þetta í ítarlegum athugasemdum við verklag nefndarinnar. Hann segist hafa sætt tilhæfulausum ásökunum og sakar nefndina um misbeitingu valds. „Börn eiga fullan rétt samkvæmt lögum á því að vera hjá hæfum foreldrum, sem er staðreyndin í þessu máli, en Barnaverndarnefnd Kópavogs brýtur lög svo árum skipti í þessu máli,“ segir Hugi.


Viðbót kl. 12:26:

Upphaflega stóð í fréttinni að Hugi Ingibjartsson væri einn af stofnendum DaddyToo. Sú lýsing byggði á frétt DV þar sem fjallað var um stofnun DaddyToo og Hugi kom fram sem einn af forsvarsmönnum hópsins. Huginn Þór Grétarsson, annar af forsvarsmönnum hópsins, sendi Stundinni tölvupóst eftir að fréttin birtist. Þar fullyrðir Huginn að Hugi sé ekki einn af stofnendum hópsins. Fréttinni hefur verið breytt til samræmis við þetta.

„Að bendla DaddyToo við ummæli einstaklinga innan hópsins er algjörlega óásættanlegt. DaddyToo er ekki ábyrgt fyrir einstökum ummælum á spjallþræti frekar en Stundin sé ábyrg fyrir öllum ummælum í athugasemdarkerfinu,“ skrifar Huginn Þór. „DaddyToo er umræðuvettvangur fyrir réttindi barna og einstök ummæli koma ekki frá hópnum. Hugi er ekki stofnandi DaddyToo. Reyndu nú að kynna þér mál sem þú ert að fjalla um. Allir innan DaddyToo eru hinsvegar góðir og gildir meðlimir en Hugi kom hvergi að stofnun DaddyToo.“

Huginn hvetur Stundina til að fjalla um „hið raunverulega ofbeldi, ekki innantóm orð örvæntingarfullra feðra“. Báðir mennirnir sem vitnað sé í í grein Stundarinnar séu beittir ofbeldi með því að fá ekki að hitta börnin sín.

„Að taka liggjandi menn og sparka í þá, það ferst þér greinilega vel. Fer fram á að þú leiðréttir rangar fullyrðingar um að hann sé stofnandi DaddyToo og hafir ekki nafn hópsins sem ábyrgan fyrir ummælum þeirra. Það er áróður af verstu gerð og fer inn í kæru til fjölmiðlanefndar fljótlega.“


Viðbót kl. 13:45

Huginn Grétar, stofnandi DaddyToo, hafði aftur samband. Hann fullyrðir að Hugi Ingibjartsson sé heldur ekki einn af forsvarsmönnum DaddyToo þótt vísað hafi verið til hans með þeim hætti í viðtali við DV í fyrra. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Barnaverndarmál

Barnaníðskæru dagaði uppi fyrir „mjög bagaleg mistök“
FréttirBarnaverndarmál

Barn­aníðs­kæru dag­aði uppi fyr­ir „mjög baga­leg mis­tök“

Al­var­leg mis­tök lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og óvenju­leg af­skipti þá­ver­andi for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu af Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu urðu til þess að kæra barna­vernd­ar­nefnd­ar vegna meintra kyn­ferð­is­brota fékk ekki lög­mæta með­ferð og lá óhreyfð í meira en tvö ár. „Lög­regla beið eft­ir gögn­um frá barna­vernd sem aldrei komu,“ seg­ir í bréfi sem lög­regla sendi rík­is­sak­sókn­ara vegna máls­ins.
Barn talið óhult hjá föður þrátt fyrir sögu um barnaníð
FréttirBarnaverndarmál

Barn tal­ið óhult hjá föð­ur þrátt fyr­ir sögu um barn­aníð

Rann­sókn á meint­um kyn­ferð­is­brot­um föð­ur gegn barni var felld nið­ur án lækn­is­skoð­un­ar og Barna­hússvið­tals, en í kjöl­far­ið komu fram yf­ir­lýs­ing­ar frá kon­um sem segja mann­inn hafa mis­not­að þær í æsku. Dóm­stól­ar telja að „það þjóni hags­mun­um barns­ins að það njóti meiri og sam­felld­ari um­gengni við föð­ur“ og hafa úr­skurð­að um um­gengni án eft­ir­lits.

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár