Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

DaddyToo: Velta fyrir sér ofbeldi eða „byltingu“ í þágu málstaðarins

„Myndi per­sónu­lega ekki missa and­ar­drátt eða fella tár ef byssugl­að­ur ein­stak­ling­ur myndi koma við hjá barna­vernd Kópa­vogs og hreinsa þá nefnd út af borð­inu fyr­ir betri fram­tíð barna á Ís­landi,“ skrif­ar mað­ur sem kom­ið hef­ur fram sem full­trúi DaddyToo-hóps­ins í lok­uðu spjalli á Face­book. Ann­ar með­lim­ur vill „bylt­ingu gegn vald­stjórn­inni“.

DaddyToo: Velta fyrir sér ofbeldi eða „byltingu“ í þágu málstaðarins
Örvænting „Maður veltir því stundum fyrir sér hvort það fari jafnvel að styttast í það að menn geri eitthvað virkilega róttækt í örvæntingu sinni,“ segir faðir sem berst gegn umgengnistálmunum. Mynd: Shutterstock

Feður sem berjast gegn umgengnistálmunum á Íslandi undir merkjum DaddyToo-hreyfingarinnar velta upp möguleikanum á ofbeldi í þágu málstaðarins á fjölmennum en lokuðum umræðuvettvangi á Facebook. 

„Byltingar eru aldrei löglegar en maður veltir því stundum fyrir sér hvort það fari jafnvel að styttast í það að menn geri eitthvað virkilega róttækt í örvæntingu sinni yfir því gríðarlega óréttlæti sem feður á Íslandi þurfa að sætta sig við,“ skrifar Eyjólfur Vestmann Ingólfsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Flokks heimilanna og umsjónarmaður Karlmennskuspjallsins á Facebook. 

Á meðal þeirra sem bregðast við er Hugi Ingibjartsson, sem titlaður hefur verið sem einn af forsvarsmönnum DaddyToo [en er það þó ekki að sögn Hugins Þórs Grétarssonar, stofnandi hópsins, sjá neðst í greininni].

„Myndi persónulega ekki missa andardrátt eða fella tár ef að byssuglaður einstaklingur myndi koma við hjá barnavernd Kópavogs og hreinsa þá nefnd út af borðinu fyrir betri framtíð barna á Íslandi,“ skrifar Hugi.

„Það er merkilegt að ekki enn sé búið að gera eitthvað virkilega róttækt eða ljótt“

„Það er merkilegt að ekki enn sé búið að gera eitthvað virkilega róttækt eða ljótt gegn þeim sem standa fyrir því ofbeldi sem feður eru beittir hér af barnaverndum, stjórnvöldum og mæðrum. Og það veit sá sem allt veit að margir hafa hugsað ýmislegt sem andsvar við þessu vanhæfa starfsliði barnaverndar og það væri góðverk ef eitthver myndi fara að dæmi erlendra þjóða og losa landsmenn endanlega við það ofbeldis- og brotafólk sem þar starfar.“

Eyjólfur veltir því fyrir sér hvers vegna feður sem mega þola umgengnistálmanir og jafnvel rangar ásakanir um ofbeldi „hafa ekki gripið til ofbeldis gegn barnsmæðrum sínum“. „Getur það mögulega verið vegna þess að þessir menn eru einmitt ekki ofbeldismenn?“ spyr hann. Einn þeirra sem leggja orð í belg brýnir fyrir þeim að það sé aldrei réttlætanlegt að beita konur og börn ofbeldi en bætir við: „Bylting gegn valdstjórninni væri hins vegar eitthvað sem ég myndi styðja í þessum málum.“

Stundin bauð Eyjólfi og Huga að útskýra orð sín. 

„Maður veltir ýmsu fyrir sér í heimspekilegu samhengi þegar óréttlæti er annars vegar og hvernig og þá hvað sé best til þess fallið að gera til þess að vekja athygli á viðkomandi málstað og hvaða aðferðir séu líklegastar til að skila árangri,“ segir Eyjólfur í svari til blaðsins.

„Það eru dæmi um feður sem hafa gert róttæka hluti eins og að klifra upp á Big Ben í London í Batman búning og hengja upp borða til þess að vekja athygli á því óréttlæti sem virðist vera kerfislægt þegar kemur að rétti feðra og barna að njóta samvista og umgengni. Staðan er því miður sú á Íslandi í dag að hundruð og jafnvel þúsundir feðra hafa verið útilokaðir úr lífi barna sinna. Það er verulega aðkallandi þörf á umræðu um þessi mál og hafa hátt um þau mál eins og Metoo byltingin gerði. Það er um að gera að fara að hefja DaddyToo-byltingu og hafa hátt um þetta málefni. Þetta er tilgangur Daddy-Too hópsins. Við fordæmum allt ofbeldi hvers konar.“

„Við fordæmum allt ofbeldi“

Loks bætir hann við: „Þetta er þegar öllu er á botninn hvolft réttindabarátta þar sem hallar á feður og því verður að breyta til hins betra, öllu samfélaginu til heilla. Við erum jú öll saman í þessu feður, mæður, börn, afar ömmur, frændur og frænkur. Það gengur ekki að annað foreldrið geti tekið lögin í sínar hendur og útilokað hitt án dóms og laga.“

Hugi segir í samtali við Stundina að ummæli sín séu til komin vegna þess að Barnarverndarnefnd Kópavogs hafi brotið gegn honum með alvarlegum hætti og Barnaverndarstofa hafi staðfest þetta í ítarlegum athugasemdum við verklag nefndarinnar. Hann segist hafa sætt tilhæfulausum ásökunum og sakar nefndina um misbeitingu valds. „Börn eiga fullan rétt samkvæmt lögum á því að vera hjá hæfum foreldrum, sem er staðreyndin í þessu máli, en Barnaverndarnefnd Kópavogs brýtur lög svo árum skipti í þessu máli,“ segir Hugi.


Viðbót kl. 12:26:

Upphaflega stóð í fréttinni að Hugi Ingibjartsson væri einn af stofnendum DaddyToo. Sú lýsing byggði á frétt DV þar sem fjallað var um stofnun DaddyToo og Hugi kom fram sem einn af forsvarsmönnum hópsins. Huginn Þór Grétarsson, annar af forsvarsmönnum hópsins, sendi Stundinni tölvupóst eftir að fréttin birtist. Þar fullyrðir Huginn að Hugi sé ekki einn af stofnendum hópsins. Fréttinni hefur verið breytt til samræmis við þetta.

„Að bendla DaddyToo við ummæli einstaklinga innan hópsins er algjörlega óásættanlegt. DaddyToo er ekki ábyrgt fyrir einstökum ummælum á spjallþræti frekar en Stundin sé ábyrg fyrir öllum ummælum í athugasemdarkerfinu,“ skrifar Huginn Þór. „DaddyToo er umræðuvettvangur fyrir réttindi barna og einstök ummæli koma ekki frá hópnum. Hugi er ekki stofnandi DaddyToo. Reyndu nú að kynna þér mál sem þú ert að fjalla um. Allir innan DaddyToo eru hinsvegar góðir og gildir meðlimir en Hugi kom hvergi að stofnun DaddyToo.“

Huginn hvetur Stundina til að fjalla um „hið raunverulega ofbeldi, ekki innantóm orð örvæntingarfullra feðra“. Báðir mennirnir sem vitnað sé í í grein Stundarinnar séu beittir ofbeldi með því að fá ekki að hitta börnin sín.

„Að taka liggjandi menn og sparka í þá, það ferst þér greinilega vel. Fer fram á að þú leiðréttir rangar fullyrðingar um að hann sé stofnandi DaddyToo og hafir ekki nafn hópsins sem ábyrgan fyrir ummælum þeirra. Það er áróður af verstu gerð og fer inn í kæru til fjölmiðlanefndar fljótlega.“


Viðbót kl. 13:45

Huginn Grétar, stofnandi DaddyToo, hafði aftur samband. Hann fullyrðir að Hugi Ingibjartsson sé heldur ekki einn af forsvarsmönnum DaddyToo þótt vísað hafi verið til hans með þeim hætti í viðtali við DV í fyrra. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Barnaverndarmál

Barnaníðskæru dagaði uppi fyrir „mjög bagaleg mistök“
FréttirBarnaverndarmál

Barn­aníðs­kæru dag­aði uppi fyr­ir „mjög baga­leg mis­tök“

Al­var­leg mis­tök lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og óvenju­leg af­skipti þá­ver­andi for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu af Hafn­ar­fjarð­ar­mál­inu urðu til þess að kæra barna­vernd­ar­nefnd­ar vegna meintra kyn­ferð­is­brota fékk ekki lög­mæta með­ferð og lá óhreyfð í meira en tvö ár. „Lög­regla beið eft­ir gögn­um frá barna­vernd sem aldrei komu,“ seg­ir í bréfi sem lög­regla sendi rík­is­sak­sókn­ara vegna máls­ins.
Barn talið óhult hjá föður þrátt fyrir sögu um barnaníð
FréttirBarnaverndarmál

Barn tal­ið óhult hjá föð­ur þrátt fyr­ir sögu um barn­aníð

Rann­sókn á meint­um kyn­ferð­is­brot­um föð­ur gegn barni var felld nið­ur án lækn­is­skoð­un­ar og Barna­hússvið­tals, en í kjöl­far­ið komu fram yf­ir­lýs­ing­ar frá kon­um sem segja mann­inn hafa mis­not­að þær í æsku. Dóm­stól­ar telja að „það þjóni hags­mun­um barns­ins að það njóti meiri og sam­felld­ari um­gengni við föð­ur“ og hafa úr­skurð­að um um­gengni án eft­ir­lits.

Mest lesið

Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
2
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
3
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár