Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sjálfstæðismenn ætla að ganga um með buff merkt flokknum

90 ára af­mæli Sjálf­stæð­is­flokks­ins verð­ur fagn­að um allt land þann 18. ág­úst en af­mæl­is­há­tíð­in nær há­marki í Reykja­vík þann 14. sept­em­ber.

Sjálfstæðismenn ætla að ganga um með buff merkt flokknum

Sjálfstæðismenn ætla að safnast saman í gönguferðum víða um land þann 18. ágúst næstkomandi í tilefni 90 ára afmælis Sjálfstæðisflokksins. Þetta kemur fram í fréttabréfi flokksins til allra félaga.

„Víðast hvar verður gengið á milli kl. 12 og 13, en allir þátttakendur fá m.a. í hendur vatnsbrúsa og buff merkt flokknum. Á eftir göngu á hverjum stað munum við svo gæða okkur á veitingum að hætti heimamanna.“

Göngurnar eru skipulagðar af fulltrúaráðum og flokksfélögum á hverjum stað og ætlaðar fólki á öllum aldri. Afmælishátíðin nær svo hámarki í Reykjavík þann 14. september þegar fram fer málþing, flokksráðsfundur og loks kvöldskemmtun.

Í fréttabréfinu er að finna hugvekju frá Jens Garðari Helgasyni, formanni sveitarstjórnarráðs Sjálfstæðisflokksins.

Jens segir að sveitarstjórnarfólk Sjálfstæðisflokksins muni taka þátt í í fjárhagsáætlunargerð sveitarfélaganna í haust „uppfullt af D vítamíni“ og brýnir fyrir því að lækka álögur á íbúa. „Fasteignamat á íbúðar- og atvinnuhúsnæði hefur verið að hækka um allt land. Það freistar því margra stjórnmálamanna að láta þá hækkun renna óhindrað í gegn og sækja enn dýpra í vasa íbúanna,“ skrifar Jens. „Ég skora því á sveitarstjórnarfólk Sjálfstæðisflokksins um landið allt að draga línuna skýrt í sandinn og sjá til þess að ekki verði lengra gengið í átt til aukinnar skattheimtu. Því eins og alltaf, þá trúum við því að fólkinu sjálfu sé betur treystandi fyrir eigin sjálfsaflafé en stjórnmála- og embættismönnum þessa lands.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnmálaflokkar

Fóru í boðsferð til Krímskaga á Pútínráðstefnu
FréttirStjórnmálaflokkar

Fóru í boðs­ferð til Krímskaga á Pútín­ráð­stefnu

Birgitta Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­formað­ur IMMI, og Sara Elísa Þórð­ar­dótt­ir, vara­þing­kona Pírata, fóru á áróð­urs­ráð­stefnu sem er fjár­mögn­uð af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um. „Ég er ekki sér­stak­ur stuðn­ings­mað­ur Rússa, Kína, Banda­ríkj­anna né annarra stór­velda og gagn­rýni þau öll við hvert tæki­færi, líka þarna,“ seg­ir Birgitta.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár