Fylgi Miðflokksins hefur aukist um tæp fjögur prósentustig milli mælinga og stendur nú í 14,4 prósentum samkvæmt nýrri mælingu MMR. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist einungis 19 prósent. Fékk flokkurinn rúm 25 prósent atkvæða í síðustu Alþingiskosningum.
Í könnuninni helst fylgi Pírata nær óbreytt og mælist 14,9 prósent. Samfylkingin fylgir á hæla þeirra með 13,5 prósent og Vinstri græn þar á eftir með 10,3 prósent
Loks mældust Viðreisn með 9,7 prósent, Framsóknarflokkurinn með 8,4 prósent, Flokkur fólksins með 4,8 prósent og Sósíalistaflokkur Íslands með 4,3 prósent.
Stuðningur við ríkisstjórnina mældist 40,9 prósent. 2031 svöruðu könnuninni, sem framkvæmd var dagana 4. til 17. júlí.
Athugasemdir