Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins komið niður í 19 prósent

Mið­flokk­ur­inn bæt­ir við sig fylgi, en tæp 41 pró­sent svar­enda segj­ast styðja rík­is­stjórn Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins komið niður í 19 prósent

Fylgi Miðflokksins hefur aukist um tæp fjögur prósentustig milli mælinga og stendur nú í 14,4 prósentum samkvæmt nýrri mælingu MMR. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist einungis 19 prósent. Fékk flokkurinn rúm 25 prósent atkvæða í síðustu Alþingiskosningum.

Í könnuninni helst fylgi Pírata nær óbreytt og mælist 14,9 prósent. Samfylkingin fylgir á hæla þeirra með 13,5 prósent og Vinstri græn þar á eftir með 10,3 prósent

Loks mældust Viðreisn með 9,7 prósent, Framsóknarflokkurinn með 8,4 prósent, Flokkur fólksins með 4,8 prósent og Sósíalistaflokkur Íslands með 4,3 prósent.

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist 40,9 prósent. 2031 svöruðu könnuninni, sem framkvæmd var dagana 4. til 17. júlí.

Fylgi flokkaSjálfstæðisflokkur mælist stærstur, en með töluvert lægra fylgi en í fyrri könnunum og síðustu kosningum.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár