Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Óli Björn vill gera alla Íslendinga að kapítalistum

Al­menn­ing­ur ætti að fá 10 til 20 pró­senta hlut í Lands­bank­an­um og Ís­lands­banka, að mati Óla Björns Kára­son­ar, þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Slíkt mundi gera Ís­lend­inga að kapí­tal­ist­um.

Óli Björn vill gera alla Íslendinga að kapítalistum

Alþingi ætti að afhenda öllum Íslendingum eignarhluti í Landsbankanum og Íslandsbanka, að mati Óla Björns Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. „Með því yrði ýtt und­ir þátt­töku al­menn­ings á hluta­bréfa­markaði og marg­ir fengju tæki­færi til að stíga fyrstu skref­in í átt að því að ger­ast kapí­tal­ist­ar,“ skrifar hann í grein í Morgunblaðinu í dag.

Telur hann þó að sú hugmynd geti mætt andstöðu. „Þeir eru enn til sem trúa því í ein­lægni að sam­fé­lag­inu vegni best ef flest (öll!) at­vinnu­tæki eru á hönd­um rík­is­ins,“ skrifar hann. „Rík­is­hyggj­an get­ur aldrei samþykkt hug­mynd­ir um vald­dreif­ingu og auðstjórn al­menn­ings.“

Óli Björn segir slíka „almannavæðingu fjármálakerfisins“ vera hluta af frelsisbaráttu Sjálfstæðisflokksins frá stofnun. „Að skjóta styrk­ari stoðum und­ir fjár­hags­legt sjálf­stæði ein­stak­linga og fjöl­skyldna þeirra og gera Íslend­inga að kapí­tal­ist­um, er eit­ur sem enn seytl­ar um æðar margra, sem eru sann­færðir um að sér­eign­ar­stefn­an eigi ræt­ur í hugs­un­ar­hætti smá­borg­ar­ans.“

Vitnar Óli Björn í orð Davíðs Oddssonar á Viðskiptaþingi Versl­un­ar­ráðs í fe­brú­ar 2004 til stuðnings hugmyndinni: „Til­gang­ur bar­áttu okk­ar fyr­ir ein­stak­lings­frels­inu var aldrei sá að frelsið yrði fyr­ir fáa út­valda. Of mik­il samþjöpp­un í efna­hags­líf­inu er í mín­um huga óæski­leg og lítt dul­bú­in frels­is­skerðing.“

Hugmyndinni varpað fram af Bjarna Benediktssyni

„Ég hef áður haldið því fram að eðli­legt sé og sann­gjarnt að al­menn­ing­ur fái að njóta með bein­um hætti þess virðis­auka sem hef­ur mynd­ast inn­an veggja bank­anna frá end­ur­reisn þeirra,“ skrifar Óli Björn. „Til þess er eng­in leið betri en að ríkið af­hendi hverj­um og ein­um hluta­bréf í bönk­un­um. Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, varpaði fram þess­ari hug­mynd í ræðu á lands­fundi 2015. Frá þeim tíma hef­ur staðan styrkst.“

Leggur Óli Björn til að almenningur fái 10 til 20 prósenta hlut í bönkunum á næstu fjórum til fimm árum, á sama tíma og skipulega verði dregið úr eignahaldi ríkisins á þeim. „Í lok mars nam eigið fé Lands­banka og Íslands­banka um 420 millj­örðum króna,“ skrifar hann. „Verðmæti bank­anna kann að vera eitt­hvað lægra, en um það veit eng­inn fyrr en á reyn­ir. Þess­um fjár­mun­um er bet­ur varið í að treysta innviði sam­fé­lags­ins, í sam­göngu­mann­virki, orku­vinnslu og -dreif­ingu, fjar­skipti, skóla, bygg­ing­ar og tæki fyr­ir heil­brigðisþjón­ustu og íþrótta­hús. Fjár­fest­ing í traust­um innviðum, sem eru for­senda hag­sæld­ar og bættra lífs­kjara, er arðbær­ari en að festa fjár­muni í áhættu­söm­um rekstri fjár­mála­fyr­ir­tækja.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjármálamarkaðurinn á Íslandi

Óljóst hvort samningur Ríkiskaupa við Rapyd verði framlengdur
FréttirFjármálamarkaðurinn á Íslandi

Óljóst hvort samn­ing­ur Rík­is­kaupa við Rapyd verði fram­lengd­ur

Ramma­samn­ing­ur um færslu­hirð­ingu ísra­elska fjár­tæknifyr­ir­tæk­is­ins Rapyd fyr­ir A-hluta stofn­an­ir renn­ur út 19. fe­brú­ar næst­kom­andi. Sara Lind Guð­bergs­dótt­ir, for­stjóri Rík­is­kaupa, seg­ir að ekki sé bú­ið að ákveða hvort samn­ing­ur­inn verði fram­lengd­ur en sam­kvæmt skil­mál­um er Rík­is­kaup­um heim­ilt að fram­lengja samn­ing­inn um eitt ár í við­bót.
Kapítalisminn á breytingaskeiði
ViðtalFjármálamarkaðurinn á Íslandi

Kapí­tal­ism­inn á breyt­inga­skeiði

Ás­geir Brynj­ar Torfa­son, doktor í við­skipta­fræði og full­trúi í fjár­mála­ráði, seg­ir að líta verði til sam­fé­lags- og um­hverf­is­sjón­ar­miða í rekstri fyr­ir­tækja og fjár­mála­stofn­ana. Hann tel­ur að reyna muni á Ís­land vegna al­þjóð­legr­ar efna­hags­þró­un­ar en að þjóð­in hafi tæki­færi til að inn­leiða nýj­ar hug­mynd­ir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár