Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Atvinnurekendur vilja lengja biðtíma fjölmiðla eftir upplýsingum

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins stinga upp á því að frest­ur stjórn­valda til að af­greiða upp­lýs­inga­beiðn­ir verði tvö­falt lengri en hann er sam­kvæmt nú­gild­andi lög­um. Þannig fái stjórn­völd auk­ið svig­rúm til að rann­saka mál og taka til­lit til einka­að­ila sem hafa hag af því að upp­lýs­ing­ar fari leynt.

Atvinnurekendur vilja lengja biðtíma fjölmiðla eftir upplýsingum

Samtök atvinnulífsins leggja til að lögbundinn frestur stjórnvalda til að svara upplýsingabeiðnum frá almenningi og fjölmiðlum verði lengdur úr sjö dögum í 14 daga.

Stundin greindi frá því fyrr í sumar að samtökin (SA) hefðu sent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis erindi og kallað eftir breytingum á upplýsingalögum með það að markmiði að „tryggja rétt einkaaðila við afgreiðslu upplýsingabeiðna hjá þeim sem falla undir upplýsingalögin“.

Lögðu SA til að upplýsingabeiðendur yrðu skyldaðir til að „tiltaka tilgang beiðninnar“ auk þess sem stjórnvöld yrðu látin eiga samráð við einkaaðila áður en veittur væri aðgangur að „gögnum sem geta varðað einkahagsmuni“ þeirra. Stungið var upp á ýmsum nýjum ákvæðum til að verja réttindi einkaaðila sem hafa hagsmuni af því að upplýsingar á vegum hins opinbera fari leynt.

Athygli vakti svo nokkrum vikum síðar þegar forsætisráðuneytið kynnti á samráðsgátt stjórnvalda áform um að koma til móts við þessar tillögur Samtaka atvinnulífsins. Er fyrirhuguðum lagabreytingum lýst með eftirfarandi hætti: 

i. Bætt verði við nýju ákvæði í 17. gr. upplýsingalaga þar sem kveðið verður á um skyldu stjórnvalda til þess að leita afstöðu þriðja aðila til afhendingar upplýsinga sem varða hann sjálfan áður en ákvörðun er tekin um afhendingu gagna nema það sé bersýnilega óþarft.

ii. Ákvæði 1. mgr. 23. gr. upplýsingalaga verði breytt þannig að úrskurðarnefnd um upplýsingamál sé gert skylt að birta úrskurð þeim aðila sem upplýsingar um einkahagsmuni varða ef í úrskurði er fallist á rétt kæranda til aðgangs að upplýsingunum.

iii. Bætt verði við ákvæði í 24. gr. upplýsingalaga þar sem þriðja aðila verður veittur réttur til þess að krefjast þess að réttaráhrifum úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál verði frestað í því skyni að bera ágreining um gildi úrskurðarins undir dómstóla.

Samtök atvinnulífsins fagna áformunum en telja ekki nógu langt gengið.

Í fyrsta lagi ítreka samtökin að þau vilji að upplýsingabeiðendum verði skylt að „tiltaka tilgang beiðninnar“ en þannig fái stjórnvöld „grundvöll til að meta hvort upplýsingarnar muni verða notaða með ólögmætum hætti“. Í öðru lagi vilja samtökin að lögbundinn frestur stjórnvalda verði lengdur. „Í 2. málsl. 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga er getið um sjö daga frest til að svara upplýsingabeiðni. Þetta er afar stuttur tími sem virðist í framkvæmd sjaldnast standast. Betra væri að kveða á um raunhæfan tímafrest í lögum, svo sem 14 daga. Lengri frestur væri einnig til þess fallinn að skapa svigrúm til þess að rannsaka mál með fullnægjandi hætti þegar um flóknari mál er að ræða. Þó að slíkt svigrúm sé til staðar gildir enn sú regla að beiðni skuli afgreidd eins fljótt og verða má,“ segir í umsögn samtakanna. Loks kalla SA eftir því að einkaaðilar fái heimild til að kæra niðurstöður stjórnvalda um birtingu gagna til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár