Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Atvinnurekendur vilja lengja biðtíma fjölmiðla eftir upplýsingum

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins stinga upp á því að frest­ur stjórn­valda til að af­greiða upp­lýs­inga­beiðn­ir verði tvö­falt lengri en hann er sam­kvæmt nú­gild­andi lög­um. Þannig fái stjórn­völd auk­ið svig­rúm til að rann­saka mál og taka til­lit til einka­að­ila sem hafa hag af því að upp­lýs­ing­ar fari leynt.

Atvinnurekendur vilja lengja biðtíma fjölmiðla eftir upplýsingum

Samtök atvinnulífsins leggja til að lögbundinn frestur stjórnvalda til að svara upplýsingabeiðnum frá almenningi og fjölmiðlum verði lengdur úr sjö dögum í 14 daga.

Stundin greindi frá því fyrr í sumar að samtökin (SA) hefðu sent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis erindi og kallað eftir breytingum á upplýsingalögum með það að markmiði að „tryggja rétt einkaaðila við afgreiðslu upplýsingabeiðna hjá þeim sem falla undir upplýsingalögin“.

Lögðu SA til að upplýsingabeiðendur yrðu skyldaðir til að „tiltaka tilgang beiðninnar“ auk þess sem stjórnvöld yrðu látin eiga samráð við einkaaðila áður en veittur væri aðgangur að „gögnum sem geta varðað einkahagsmuni“ þeirra. Stungið var upp á ýmsum nýjum ákvæðum til að verja réttindi einkaaðila sem hafa hagsmuni af því að upplýsingar á vegum hins opinbera fari leynt.

Athygli vakti svo nokkrum vikum síðar þegar forsætisráðuneytið kynnti á samráðsgátt stjórnvalda áform um að koma til móts við þessar tillögur Samtaka atvinnulífsins. Er fyrirhuguðum lagabreytingum lýst með eftirfarandi hætti: 

i. Bætt verði við nýju ákvæði í 17. gr. upplýsingalaga þar sem kveðið verður á um skyldu stjórnvalda til þess að leita afstöðu þriðja aðila til afhendingar upplýsinga sem varða hann sjálfan áður en ákvörðun er tekin um afhendingu gagna nema það sé bersýnilega óþarft.

ii. Ákvæði 1. mgr. 23. gr. upplýsingalaga verði breytt þannig að úrskurðarnefnd um upplýsingamál sé gert skylt að birta úrskurð þeim aðila sem upplýsingar um einkahagsmuni varða ef í úrskurði er fallist á rétt kæranda til aðgangs að upplýsingunum.

iii. Bætt verði við ákvæði í 24. gr. upplýsingalaga þar sem þriðja aðila verður veittur réttur til þess að krefjast þess að réttaráhrifum úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál verði frestað í því skyni að bera ágreining um gildi úrskurðarins undir dómstóla.

Samtök atvinnulífsins fagna áformunum en telja ekki nógu langt gengið.

Í fyrsta lagi ítreka samtökin að þau vilji að upplýsingabeiðendum verði skylt að „tiltaka tilgang beiðninnar“ en þannig fái stjórnvöld „grundvöll til að meta hvort upplýsingarnar muni verða notaða með ólögmætum hætti“. Í öðru lagi vilja samtökin að lögbundinn frestur stjórnvalda verði lengdur. „Í 2. málsl. 1. mgr. 17. gr. upplýsingalaga er getið um sjö daga frest til að svara upplýsingabeiðni. Þetta er afar stuttur tími sem virðist í framkvæmd sjaldnast standast. Betra væri að kveða á um raunhæfan tímafrest í lögum, svo sem 14 daga. Lengri frestur væri einnig til þess fallinn að skapa svigrúm til þess að rannsaka mál með fullnægjandi hætti þegar um flóknari mál er að ræða. Þó að slíkt svigrúm sé til staðar gildir enn sú regla að beiðni skuli afgreidd eins fljótt og verða má,“ segir í umsögn samtakanna. Loks kalla SA eftir því að einkaaðilar fái heimild til að kæra niðurstöður stjórnvalda um birtingu gagna til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár