Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, furðar sig á vangaveltum Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um hvort seta í bankaráði Asíska innviðafjárfestingarbankans samrýmist siðareglum ráðherra.
Ráðherrann var kjörinn varaformaður bankaráðsins á ársfundi bankans sem haldinn var í Lúxemborg nú um helgina. Björn Leví brást við með eftirfarandi hætti á Facebook:
Bjarni bendir á að setan í ráðinu sé ólaunuð.
„Í síðustu viku skipti bankaráðið með sér verkum. Það kom í hlut Íslands og þar með minn að gegna varaformennsku. Það er með miklum ólíkindum að sjá vangaveltur um brot á siðareglum ráðherra af þessu tilefni. Það vantar bara að menn segist hafa um það rökstuddan grun,“ skrifar hann og vitnar þar til orðalags Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingkonu Pírata, sem forsætisnefnd og siðanefnd Alþingis töldu fela í sér brot gegn siðareglum alþingismanna.
Athugasemdir