Vilja létta 1200 milljónum af fjár­magns­eig­endum með breyttum skatt­stofni

Rík­is­stjórn­in stefn­ir enn að því að breyta skatt­stofni fjár­magn­s­tekju­skatts til að verja fjár­magnseig­end­ur fyr­ir verð­bólgu­áhrif­um. Gert er ráð fyr­ir 1,2 millj­arða kostn­aði fyr­ir rík­ið á ári.

Vilja létta 1200 milljónum af fjár­magns­eig­endum með breyttum skatt­stofni

Ríkisstjórnin stefnir enn að því að breyta skattstofni fjármagnstekjuskatts svo skattlagningin miðist við raunávöxtun frekar en nafnávöxtun. Með slíkum lagabreytingum yrðu fjármagnseigendur varðir sérstaklega fyrir verðbólguáhrifum.

Áformin hafa verið gagnrýnd í meirihlutaálitum tveggja fastanefnda Alþingis. Engu að síður er nú unnið að slíku frumvarpi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu samkvæmt skjali sem nýlega birtist í samráðsgátt stjórnvalda.

„Með frumvarpinu er ráðgert að endurskoða stofn fjármagnstekjuskatts sem m.a. felur í sér möguleika á að færast nær því að skattleggja raunávöxtun og hvetja til aukins sparnaðar,“ segir í umfjöllun um forsögu og tilefni lagasetningaráformanna. Gert er ráð fyrir að lagabreytingarnir lækki árlegar tekjur ríkissjóðs um 1,2 milljarða króna. 

Þegar fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis skiluðu umsögnum um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í fyrra lögðu meirihlutar beggja nefnda til að horfið yrði frá áformum um breytingar á skattstofni fjármagnstekjuskatts og skattlagningu raunávöxtunar fjármagns í stað nafnávöxtunar. 

„Skattlagning raunávöxtunar er ekki einföld og meiri hlutinn bendir á að með henni er líklegt að skattlagning fjármagnstekna verði ekki aðeins flóknari heldur einnig ógagnsærri og jafnvel illskiljanlegri en nú,“ sagði meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar. „Skiptar skoðanir eru innan meiri hlutans um skattlagninguna en svo virðist sem að með óbreyttri álagningarprósentu sé einfaldara og skynsamlegra að hækka frítekjumörk fremur en innleiða flókna útreikninga raunávöxtunar.“

Fjárlaganefnd tók í sama streng og taldi, að óbreyttri álagningarprósentu, að einfaldara og skynsamlegra væri að „hækka frítekjumark fremur en að innleiða flókna útreikninga raunávöxtunar“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár