Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vilja létta 1200 milljónum af fjár­magns­eig­endum með breyttum skatt­stofni

Rík­is­stjórn­in stefn­ir enn að því að breyta skatt­stofni fjár­magn­s­tekju­skatts til að verja fjár­magnseig­end­ur fyr­ir verð­bólgu­áhrif­um. Gert er ráð fyr­ir 1,2 millj­arða kostn­aði fyr­ir rík­ið á ári.

Vilja létta 1200 milljónum af fjár­magns­eig­endum með breyttum skatt­stofni

Ríkisstjórnin stefnir enn að því að breyta skattstofni fjármagnstekjuskatts svo skattlagningin miðist við raunávöxtun frekar en nafnávöxtun. Með slíkum lagabreytingum yrðu fjármagnseigendur varðir sérstaklega fyrir verðbólguáhrifum.

Áformin hafa verið gagnrýnd í meirihlutaálitum tveggja fastanefnda Alþingis. Engu að síður er nú unnið að slíku frumvarpi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu samkvæmt skjali sem nýlega birtist í samráðsgátt stjórnvalda.

„Með frumvarpinu er ráðgert að endurskoða stofn fjármagnstekjuskatts sem m.a. felur í sér möguleika á að færast nær því að skattleggja raunávöxtun og hvetja til aukins sparnaðar,“ segir í umfjöllun um forsögu og tilefni lagasetningaráformanna. Gert er ráð fyrir að lagabreytingarnir lækki árlegar tekjur ríkissjóðs um 1,2 milljarða króna. 

Þegar fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis skiluðu umsögnum um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í fyrra lögðu meirihlutar beggja nefnda til að horfið yrði frá áformum um breytingar á skattstofni fjármagnstekjuskatts og skattlagningu raunávöxtunar fjármagns í stað nafnávöxtunar. 

„Skattlagning raunávöxtunar er ekki einföld og meiri hlutinn bendir á að með henni er líklegt að skattlagning fjármagnstekna verði ekki aðeins flóknari heldur einnig ógagnsærri og jafnvel illskiljanlegri en nú,“ sagði meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar. „Skiptar skoðanir eru innan meiri hlutans um skattlagninguna en svo virðist sem að með óbreyttri álagningarprósentu sé einfaldara og skynsamlegra að hækka frítekjumörk fremur en innleiða flókna útreikninga raunávöxtunar.“

Fjárlaganefnd tók í sama streng og taldi, að óbreyttri álagningarprósentu, að einfaldara og skynsamlegra væri að „hækka frítekjumark fremur en að innleiða flókna útreikninga raunávöxtunar“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Ólst upp við listamannslíf og laus við kassahugsun
4
Viðtal

Ólst upp við lista­manns­líf og laus við kassa­hugs­un

Þór­dís Hólm Fil­ips­dótt­ir er dótt­ir rit­höf­und­ar og mynd­list­ar­manns og í upp­eld­inu skiptu orð miklu máli. Skrif eru hluti af líf­inu, sem er eins og mynd­rænt ljóð, þar sem skipt­ast á skin og skúr­ir. Áhrif seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar mót­uðu fjöl­skyldu­sög­una, hún leit­aði ung út í heim og flutti seinna með ung­barn og ung­lings­dótt­ur til Afr­íku. Strax í æsku lærði hún að lifa ut­an ramm­ans og stund­ar nú heild­ræn­ar lækn­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár