Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Vilja létta 1200 milljónum af fjár­magns­eig­endum með breyttum skatt­stofni

Rík­is­stjórn­in stefn­ir enn að því að breyta skatt­stofni fjár­magn­s­tekju­skatts til að verja fjár­magnseig­end­ur fyr­ir verð­bólgu­áhrif­um. Gert er ráð fyr­ir 1,2 millj­arða kostn­aði fyr­ir rík­ið á ári.

Vilja létta 1200 milljónum af fjár­magns­eig­endum með breyttum skatt­stofni

Ríkisstjórnin stefnir enn að því að breyta skattstofni fjármagnstekjuskatts svo skattlagningin miðist við raunávöxtun frekar en nafnávöxtun. Með slíkum lagabreytingum yrðu fjármagnseigendur varðir sérstaklega fyrir verðbólguáhrifum.

Áformin hafa verið gagnrýnd í meirihlutaálitum tveggja fastanefnda Alþingis. Engu að síður er nú unnið að slíku frumvarpi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu samkvæmt skjali sem nýlega birtist í samráðsgátt stjórnvalda.

„Með frumvarpinu er ráðgert að endurskoða stofn fjármagnstekjuskatts sem m.a. felur í sér möguleika á að færast nær því að skattleggja raunávöxtun og hvetja til aukins sparnaðar,“ segir í umfjöllun um forsögu og tilefni lagasetningaráformanna. Gert er ráð fyrir að lagabreytingarnir lækki árlegar tekjur ríkissjóðs um 1,2 milljarða króna. 

Þegar fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis skiluðu umsögnum um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í fyrra lögðu meirihlutar beggja nefnda til að horfið yrði frá áformum um breytingar á skattstofni fjármagnstekjuskatts og skattlagningu raunávöxtunar fjármagns í stað nafnávöxtunar. 

„Skattlagning raunávöxtunar er ekki einföld og meiri hlutinn bendir á að með henni er líklegt að skattlagning fjármagnstekna verði ekki aðeins flóknari heldur einnig ógagnsærri og jafnvel illskiljanlegri en nú,“ sagði meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar. „Skiptar skoðanir eru innan meiri hlutans um skattlagninguna en svo virðist sem að með óbreyttri álagningarprósentu sé einfaldara og skynsamlegra að hækka frítekjumörk fremur en innleiða flókna útreikninga raunávöxtunar.“

Fjárlaganefnd tók í sama streng og taldi, að óbreyttri álagningarprósentu, að einfaldara og skynsamlegra væri að „hækka frítekjumark fremur en að innleiða flókna útreikninga raunávöxtunar“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
3
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.
Stuðlar: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“
4
VettvangurTýndu strákarnir

Stuðl­ar: „Með börn sem voru sek­únd­um frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár