Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir dómsmálaráðherra hefur gert breytingar á reglugerð um útlendinga sem fela í sér að Útlendingastofnun fær heimild til að taka hælisumsóknir barna, sem hlotið hafa vernd í öðru ríki, til efnismeðferðar ef liðið hafa meira en 10 mánuðir frá því að umsókn var lögð fram á Íslandi, svo lengi sem tafir á afgreiðslunni eru ekki barninu sjálfu að kenna.
Með þessu opnast fyrir þann möguleika að afgönsku fjölskyldurnar sem fjallað hefur verið í fjölmiðlum fái umsóknir sínar teknar til efnislegrar meðferðar og þá hugsanlega vernd.
Fjölmenn mótmæli fóru fram í miðborg Reykjavíkur í gær þar sem krafist var mannúðar í útlendingamálum og kallað eftir því að komið yrði í veg fyrir brottvísun Sarwari-feðganna og Safari-fjölskyldunnar, barnafólks sem þegar hefur fengið vernd í Grikklandi þar sem aðstæður eru slæmar. Breytingareglugerðin er sett í beinu framhaldi af þessu ákalli almennings og öðlast þegar gildi.
Athugasemdir