Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fyrrverandi forstöðumaður hjá Útlendingastofnun: „Harðneskjan var fest í sessi“

Hreið­ar Ei­ríks­son, lög­fræð­ing­ur og fyrr­ver­andi for­stöðu­mað­ur leyf­a­sviðs Út­lend­inga­stofn­un­ar, lýs­ir út­lend­inga­lög­un­um sem sam­þykkt voru ár­ið 2016 sem „Tróju­hesti sem bar í sér „blauta drauma“ þeirra starfs­manna Út­lend­inga­stofn­un­ar sem vilja beita afli stjórn­valda af full­um krafti til að „vernda“ Ís­land fyr­ir út­lend­ing­um“.

Fyrrverandi forstöðumaður hjá Útlendingastofnun: „Harðneskjan var fest í sessi“
Mynd tengist frétt ekki beint Mikla athygli vakti árið 2016 þegar írakskir hælisleitendur voru dregnir út úr Laugarneskirkju þar sem þeim hafði verið boðið að bíða brottvísunar.

Hreiðar Eiríksson, lögfræðingur og fyrrverandi starfsmaður Útlendingastofnunar, segir að heildarlöggjöfin um útlendingamál sem Alþingi samþykkti árið 2016 hafi verið „Trójuhestur sem bar í sér „blauta drauma“ þeirra starfsmanna Útlendingastofnunar sem vilja beita afli stjórnvalda af fullum krafti til að „vernda“ Ísland fyrir útlendingum“. 

Þetta segir hann í umræðum á Facebook þar sem fjallað er um túlkun útlendingalaga og reglugerðar um útlendinga.

Hreiðar starfaði um árabil sem forstöðumaður á leyfisviði Útlendingastofnunar.

Þegar Stundin hafði samband við Hreiðar sagði hann að þetta væri sín persónulega upplifun eftir að hafa fylgst með lagasetningunni á sínum tíma, lagabreytingunum sem byggðu á vinnu þverpólitískrar nefndar undir formennsku Óttars Proppé, þáverandi þingmanns Bjartrar framtíðar.

„Ég starfaði hjá Útlendingastofnun í tíð gömlu laganna, þekki andann þar á bæ og þau „göt” sem menn dreymdi um að loka. Það var gert með nýju lögunum,“ skrifar hann á Facebook.

Þá bendir hann á að með tilkomu kærunefndar útlendingamála hafi ábyrgðin færst frá ráðherra, með pólitíska ábyrgð, og til andlitslausrar stjórnsýslunefndar. Fyrir vikið sé hið pólitíska aðhald með framkvæmd útlendingalaga erfiðara.

„Kærunefnd útlendingamála var sett upp til að enginn þyrfti að bera pólitíska ábyrgð á harðneskjunni og lagaverkið sett þannig að nefndin gat ekki annað en tekið þátt í henni. Harðneskjan var fest í sessi og enginn þarf að standa pólitískt ábyrgur.“ 

Undanfarin ár hafa stjórnmálamenn flestra flokka hreykt sér af þverpólitískri sátt sem náðist með samþykkt útlendingalaga árið 2016. „Þessu var laumað til þingmanna í dulbúningi réttarbóta fyrir hælisleitendur, sem í raun voru ekki annað en staðfesting réttinda sem þeir þegar nutu,“ skrifar Hreiðar. „Síðan bætti Sigríður Andersen um betur og setti reglugerðir sem enn juku á möguleika til að beita innflytjendur ofríki. Allt þetta hefur svo Útlendingastofnun notað til að þjarma harkalega að fólki í krafti valds síns.“ 

Hann bendir á fleiri atriði, t.d. að Útlendingastofnun hafi stuttan opnunartíma og vonlítið sé að ná þar sambandi við nokkurn mann í síma. „Til að bæta gráu ofan á svart eru villandi upplýsingar gefnar á heimasíðu og stofnunin tekur sér 6 mánuði að lágmarki til að afgreiða mál, jafnvel einföld mál eins og skráningu aðstandenda EES ríkisborgara. Þeir þurfa ekki dvalarleyfi heldur hafa þeir dvalarrétt sem er hægt að fullvissa sig um á 1-3 mínútum (n.b. stofnunin auglýsir á ensku útgáfu heimasíðunnar að þetta fólk þurfi að sækja um dvalarleyfi þótt lögin segi að það þurfi aðeins að tilkynna dvöl sína og sækja um kort til staðfestingar á henni).“ 

Hávær umræða hefur farið fram um útlendingamál undanfarna daga vegna fyrirhugaðrar brottvísunar tveggja afganskra barnafjölskyldna til Grikklands. Fjölmenn mótmæli fóru fram í miðborg Reykjavíkur í gær þar sem krafist var mannúðar í útlendingamálum. Katrín Jakobsdóttir brást við umræðunni í viðtali á RÚV í dag þar sem hún sagði að auknum fjármunum yrði veitt til Útlendingastofnunar svo hægt væri að setja mál barnafólks í forgang.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Aukin hætta á ofbeldi ef rasismi fær að grassera
ViðtalFlóttamenn

Auk­in hætta á of­beldi ef ras­ismi fær að grass­era

Mik­il hætta er á auknu of­beldi í lönd­um þar sem nei­kvæð orð­ræða um inn­flytj­end­ur og hæl­is­leit­end­ur fær að grass­era, að sögn full­trúa Flótta­manna­stofn­un­ar Sam­ein­uðu þjóð­anna. „Okk­ar stofn­un var stofn­uð eft­ir seinni heims­styrj­öld­ina. Það stríð varð til úr ras­isma og gyð­inga­h­atri. Það byrj­aði allt með orð­um,“ seg­ir full­trú­inn – Annika Sand­l­und.
Brátt á heimleið:  Ísland breytti sýn Isaacs á samkynhneigð
FréttirFlóttamenn

Brátt á heim­leið: Ís­land breytti sýn Isaacs á sam­kyn­hneigð

„Ég hef ekk­ert á móti sam­kyn­hneigð­um, ég vil að all­ir fái að lifa sínu lífi eins og þeir vilja,“ seg­ir Isaac Kwateng, vall­ar­stjóri Þrótt­ar, sem er á leið aft­ur til Ís­lands eft­ir að hafa ver­ið send­ur úr landi eft­ir sex ára dvöl hér. Hann flúði Gana ár­ið 2017 eft­ir að hafa pre­dik­að gegn sam­kyn­hneigð. Sýn hans á rétt­indi hinseg­in fólks breytt­ist eft­ir að hann kom til Ís­lands.
Móðir og systir Oriönu fengu vernd en hún send burt
Viðtal

Móð­ir og syst­ir Oriönu fengu vernd en hún send burt

Þrátt fyr­ir að móð­ir Oriönu Das­iru Agu­delo Pinedu og syst­ir henn­ar hafi feng­ið hæli hér á landi fljót­lega eft­ir að þær sóttu um það verð­ur Ori­ana send aft­ur til Venesúela í byrj­un nóv­em­ber, jafn­vel þó að Út­lend­inga­stofn­un telji að hún eigi á hættu að sæta þar illri með­ferð. Ástæð­an fyr­ir því að hún fékk ekki vernd er sú að hún er með tvö­fald­an rík­is­borg­ara­rétt – venesú­elsk­an og kól­umb­ísk­an. Í Kól­umb­íu seg­ist hún ekki eiga neitt bak­land og að rík­is­borg­ara­rétt­ur­inn sé til­kom­inn vegna kól­umb­ísks afa sem hún hitti aldrei.
Pólarnir „garga á hvor annan“ í „skotgrafaumræðu“
SkýringFlóttamenn

Pól­arn­ir „garga á hvor ann­an“ í „skot­grafaum­ræðu“

„Stefnu­leysi“, „óstjórn“, „ógöng­ur“, „skrípaleik­ur“, allt eru þetta orð sem þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unn­ar nota um stöð­una í mál­efn­um hæl­is­leit­enda hér á landi. Þeir tala um póla­ríser­aða um­ræðu og sum­ir kalla eft­ir þver­póli­tískri sátt. Það er þó svo langt á milli flokka, bæði inn­an rík­is­stjórn­ar og ut­an henn­ar, að erfitt get­ur ver­ið að ímynda sér að slík sátt geti orð­ið til.

Mest lesið

Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
2
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.
Vill að ríkið greiði aðgerðir gegn offitu hjá einkafyrirtækjum: Einn maður með milljarð í tekjur
3
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Vill að rík­ið greiði að­gerð­ir gegn offitu hjá einka­fyr­ir­tækj­um: Einn mað­ur með millj­arð í tekj­ur

Sam­kvæmt því sem heil­brigð­is­ráð­herra Will­um Þór Þórs­son hef­ur boð­að munu efna­skipta­að­gerð­ir einka­fyr­ir­tækja eins og Klíník­ur­inn­ar verða greidd­ar af ís­lenska rík­inu. Fyr­ir­tæki eins skurð­lækn­is á Klíník­inni sem ger­ir slík­ar að­gerð­ir hef­ur ver­ið með tekj­ur upp á um einn millj­arð króna á ári.
Hryllingur á barnaspítalanum eftir að Ísraelsher neyddi lækna til að skilja eftir ungabörn
4
Erlent

Hryll­ing­ur á barna­spítal­an­um eft­ir að Ísra­els­her neyddi lækna til að skilja eft­ir unga­börn

Starfs­fólki Al-Nasr barna­spítal­ans á Gasa var skip­að af umsát­ursliði Ísra­els­hers að rýma spít­al­ann. Þau neydd­ust til að skilja fyr­ir­bur­ana eft­ir. Að sögn hjúkr­un­ar­fræð­ings lof­uðu yf­ir­menn hers og stjórn­sýslu að forða börn­un­um, en tveim­ur vik­um síð­ar fund­ust þau lát­in, óhreyfð í rúm­um sín­um.
Kapphlaupið um krúnudjásnið Marel
6
Greining

Kapp­hlaup­ið um krúnu­djásnið Mar­el

Upp­sögn for­stjóra, veðkall, greiðslu­stöðv­un, ásak­an­ir um óbil­girni og óheið­ar­leika banka, fjár­fest­ar sem liggja und­ir grun um að vilja lauma sér inn bak­dyra­meg­in á und­ir­verði, óskuld­bind­andi yf­ir­lýs­ing­ar um mögu­legt yf­ir­töku­til­boð, skyndi­leg virð­is­aukn­ing upp á tugi millj­arða króna í kjöl­far­ið, höfn­un á því til­boði, harð­ort op­ið bréf frá er­lend­um vog­un­ar­sjóði með ásök­un­um um hags­muna­árekstra og nú mögu­legt til­boðs­stríð. Þetta hef­ur ver­ið veru­leiki Mar­el, stærsta fyr­ir­tæk­is Ís­lands, síð­ustu vik­ur.
Maðurinn sem lést í Stangarhyl sagður hafa hlaupið á eftir vini sínum inn í brennandi hús
7
Fréttir

Mað­ur­inn sem lést í Stang­ar­hyl sagð­ur hafa hlaup­ið á eft­ir vini sín­um inn í brenn­andi hús

Hús­næð­ið að Stang­ar­hyl 3, þar sem mann­skæð­ur elds­voði varð í síð­ustu viku, er í eigu fjár­fest­ing­ar­félgas­ins Al­va Capital. Eig­andi og fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins er braut­ryðj­andi í smá­lána­starf­semi. „Við þekkt­um þenn­an mann vel per­sónu­lega sem vinnu­fé­laga,“ seg­ir tals­mað­ur fé­lags­ins um mann­inn sem lést í brun­an­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
María Rut Kristinsdóttir
9
Það sem ég hef lært

María Rut Kristinsdóttir

Of­beld­ið skil­grein­ir mig ekki

María Rut Krist­ins­dótt­ir var bú­in að sætta sig við það hlut­skipti að of­beld­ið sem hún varð fyr­ir sem barn myndi alltaf skil­greina hana. En ekki leng­ur. „Ég klæddi mig úr skömm­inni og úr þol­and­an­um. Fyrst fannst mér það skrýt­ið – eins og ég stæði nak­in í mann­mergð. Því ég vissi ekki al­veg al­menni­lega hver ég væri – án skamm­ar og ábyrgð­ar.“
Þögul einkavæðing Willums Þórs á heilbrigðiskerfinu
10
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Þög­ul einka­væð­ing Will­ums Þórs á heil­brigðis­kerf­inu

Einka­væð­ing í heil­brigðis­kerf­inu hef­ur ver­ið stór­auk­in á síð­ustu ár­um í gegn­um Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands. Til stend­ur að ganga lengra í þeim efn­um sam­kvæmt heil­brigð­is­ráð­herra, Will­um Þór Þórs­syni. Í miðri þess­ari um­ræðu er einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in. For­stjóri Land­spít­al­ans, Run­ólf­ur Páls­son, hef­ur áhyggj­ur af áhrif­un­um á rík­is­rek­in sjúkra­hús og bend­ir á skort á eft­ir­liti með einka­rekstr­in­um.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
5
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
8
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár