Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Lögregla: Fullyrðingar um vanrækslu jafnréttisverkefna eiga ekki lengur við

Ný fræði­grein sem Stund­in vitn­aði í bygg­ir á eldri rann­sóknarnið­ur­stöðum, en lög­regla seg­ir mik­ið hafa áunn­ist í jafn­rétt­is­mál­um síð­an rann­sókn­in var gerð. Með­al ann­ars liggi nú fyr­ir jafn­rétt­isáætl­un sem Jafn­rétt­is­stofa hafi hrós­að lög­reglu fyr­ir.

Lögregla: Fullyrðingar um vanrækslu jafnréttisverkefna eiga ekki lengur við

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að gagnrýni sem kemur fram á stöðu jafnréttismála innan lögreglu í nýútkomnu júníhefti tímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla eigi ekki lengur við, enda hafi framfarir orðið síðan rannsóknin var gerð.

Þetta kemur fram í bréfi sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri sendi starfsmönnum embættisins á dögunum. Stundin birti nýlega frétt þar sem vitnað var í rannsókn tveggja kynjafræðinga á stöðu jafnréttismála hjá embættinu, en þar er gagnrýnt að lögreglan hafi ekki sett sér jafnréttisáætlun og aðgerðabundna framkvæmdaáætlun í samræmi við ákvæði jafnréttislaga og ábendingar Jafnréttisstofu. Þá hafi áhættumat og heilsuverndaráætlun samkvæmt reglugerð um aðgerðir gegn einelti og kynferðislegri áreitni á vinnustöðum ekki komist til framkvæmda innan embættisins.

Í bréfi Sigríðar Bjarkar til starfsmanna segir hún að ný jafnréttisáætlun hafi einmitt verið samþykkt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í ársbyrjun 2019 og Jafnréttisstofa hrósað embættinu. 

„Í umfjöllun í nýjasta tölublaði Stundarinnar um stöðu þessara mála hjá okkur er ekki byggt á nýjustu tölum eða upplýsingum frá okkur. Þetta skýrist af því að í nýútkomnu júníhefti tímaritsins Stjórnmál og stjórnsýsla birtist grein eftir Kristínu Önnu Hjálmarsdóttur og Gyðu Margréti Pétursdóttur, um niðurstöður rannsóknar þeirra tveggja á stöðu jafnréttismála hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í bréfinu. „Rannsóknin fór fram árin 2016 og 2017 og voru niðurstöður hennar birtar opinberlega í ársbyrjun 2018. Grein þeirra Gyðu og Kristínar er þannig vissulega ný en hún byggir, sem áður segir, á eldri rannsóknarniðurstöðum sem búið var að kynna ítarlega og fjalla um.“ 

Fram kemur í bréfinu að því sé ranglega haldið fram í frétt Stundarinnar að greina megi ráðaleysi og uppgjöf í jafnréttismálum lögreglu. „Þetta á sér hvorki stoð í rannsókninni sjálfri né þegar horft er á stöðu jafnréttismála hjá embættinu í dag.“

Þetta er ekki rétt, því í umræddri rannsókn segir orðrétt að víða heyrist orðræða innan lögreglu sem „birtist sem ráðaleysi eða hálfgerð uppgjöf lykilstarfsfólks lögreglunnar í jafnréttismálum“. Er eftirfarandi haft eftir Sigríði Björk, lögreglustjóranum sjálfum, í rannsókninni: „Þú breytir ekki viðhorfi í 85% karlamenningu, það er bara ekki hægt því þeir sem eru á annarri skoðun þeir bara eru undir.“ 

Upplýsingafulltrúi lögreglunnar sendi fjölmiðlum tilkynningu í dag þar sem vakin er athygli á því að margt hafi áunnist á sviði jafnréttismála innan embættisins. „Í þessu samhengi má nefna að í heildina fjölgaði konum á meðal lögreglumanna úr 19% árið 2016 í 24% árið 2018 og í maí 2019 voru konur 28% lögreglumanna hjá embættinu. Kynjahlutföll hafa því batnað, en þess má enn fremur geta að kynjahlutföll eru nú jöfn á lögreglustöðinni á Vínlandsleið 2-4 í Reykjavík.“ Þá bendir hann á að nú sé starfandi sérstakur jafnréttisfulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og nú sé unnið að verkefni með Capacent sem nefnist Jafnréttisvísir, um stefnumótun og vitundarvakning í jafnréttismálum. „Að þessu sögðu er ljóst að mikil vinna á sér stað í málaflokknum og um það eru starfsmenn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vel meðvitaðir og taka fullan þátt.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár