Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Mikill stuðningur almennings við myndavélaeftirlit

Fjölg­un eft­ir­lits­mynda­véla nýt­ur stuðn­ings 66 pró­sent að­spurðra. Lög­reglu­embætt­in og Neyð­ar­lín­an styðja sveit­ar­fé­lög­in í að koma upp eft­ir­liti um land allt.

Mikill stuðningur almennings við myndavélaeftirlit

Mikill meirihluti vill fjölga eftirlitsmyndavélum um landið. Aðeins 12 prósent aðspurðra eru andvíg fjölgun myndavéla, samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir framkvæmdu fyrir Fréttablaðið.

Lögregluembættin og Neyðarlínan hafa átt í samstarfi við sveitarfélög undanfarið ár um fjölgun eftirlitsmyndavéla. Í könnuninni sögðust 30 prósent mjög hlynnt slíkri fjölgun, en 36 prósent frekar hlynnt. Sjö prósent sögðust frekar andvíg og fimm prósent mjög andvíg.

„Lögreglan hefur komið með tillögur um staðsetningu eftirlitsmyndavéla í Reykjavík og það er í kostnaðarferli,“ segir Kristinn J. Ólafsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg. „Samkomulaginu um um öryggismyndavélarnar er þannig háttað að borgin kaupir vélarnar og útvegar ljósleiðarasamband, Neyðarlínan ber ábyrgð á uppsetningu og viðhaldi og lögreglan annast vöktun.“

Í könnuninni kemur fram að konur séu líklegri en karlar til að vilja fjölga eftirlitsmyndavélum. 75 prósent þeirra styðja fjölgun, en 60 prósent karla. Þá eru eldri þátttakendur hlynntari fjölgun en þeir yngri. Lítill munur er á afstöðu eftir búsetu, tekjum og menntun. Stuðningur við fjölgun myndavéla er yfir 50 prósent hjá stuðningsmönnum allra flokka nema Pírata, þar sem hann mælist 47 prósent.

„Ég skil þörfina fyrir öryggistilfinningu en mér finnst þetta ferli við fjölgun myndavéla þurfa að vera uppi á borðum,“ segir Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. „Við megum ekki vakna upp við vondan draum einn daginn þar sem yfirvöld geta fylgst með ferðum allra án þess það hafi verið rætt hvers konar umfang er eðlilegt í slíku eftirliti.“

Könnunin var gerð dagana 25. til 27. júní. Hún var send á 2.000 manna könnunarhóp Zenter rannsókna, 18 ára og eldri. Svarhlutfallið var 51 prósent og voru svörin vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
3
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár