Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Mikill stuðningur almennings við myndavélaeftirlit

Fjölg­un eft­ir­lits­mynda­véla nýt­ur stuðn­ings 66 pró­sent að­spurðra. Lög­reglu­embætt­in og Neyð­ar­lín­an styðja sveit­ar­fé­lög­in í að koma upp eft­ir­liti um land allt.

Mikill stuðningur almennings við myndavélaeftirlit

Mikill meirihluti vill fjölga eftirlitsmyndavélum um landið. Aðeins 12 prósent aðspurðra eru andvíg fjölgun myndavéla, samkvæmt könnun sem Zenter rannsóknir framkvæmdu fyrir Fréttablaðið.

Lögregluembættin og Neyðarlínan hafa átt í samstarfi við sveitarfélög undanfarið ár um fjölgun eftirlitsmyndavéla. Í könnuninni sögðust 30 prósent mjög hlynnt slíkri fjölgun, en 36 prósent frekar hlynnt. Sjö prósent sögðust frekar andvíg og fimm prósent mjög andvíg.

„Lögreglan hefur komið með tillögur um staðsetningu eftirlitsmyndavéla í Reykjavík og það er í kostnaðarferli,“ segir Kristinn J. Ólafsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg. „Samkomulaginu um um öryggismyndavélarnar er þannig háttað að borgin kaupir vélarnar og útvegar ljósleiðarasamband, Neyðarlínan ber ábyrgð á uppsetningu og viðhaldi og lögreglan annast vöktun.“

Í könnuninni kemur fram að konur séu líklegri en karlar til að vilja fjölga eftirlitsmyndavélum. 75 prósent þeirra styðja fjölgun, en 60 prósent karla. Þá eru eldri þátttakendur hlynntari fjölgun en þeir yngri. Lítill munur er á afstöðu eftir búsetu, tekjum og menntun. Stuðningur við fjölgun myndavéla er yfir 50 prósent hjá stuðningsmönnum allra flokka nema Pírata, þar sem hann mælist 47 prósent.

„Ég skil þörfina fyrir öryggistilfinningu en mér finnst þetta ferli við fjölgun myndavéla þurfa að vera uppi á borðum,“ segir Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. „Við megum ekki vakna upp við vondan draum einn daginn þar sem yfirvöld geta fylgst með ferðum allra án þess það hafi verið rætt hvers konar umfang er eðlilegt í slíku eftirliti.“

Könnunin var gerð dagana 25. til 27. júní. Hún var send á 2.000 manna könnunarhóp Zenter rannsókna, 18 ára og eldri. Svarhlutfallið var 51 prósent og voru svörin vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ungfrú Ísland Teen, útlitsstaðlar og tíðarandi fegurðarsamkeppna
6
Samantekt

Ung­frú Ís­land Teen, út­lits­staðl­ar og tíð­ar­andi feg­urð­ar­sam­keppna

Feg­urð­ar­sam­keppn­in Ung­frú Ís­land Teen hef­ur hlot­ið um­deilda at­hygli ný­lega. En í ár er í fyrsta sinn keppt í ung­linga­flokki. Sól­rún Ósk Lár­us­dótt­ir sál­fræð­ing­ur tel­ur mik­il­vægt að ýta und­ir aðra þætti fólks en út­lit. Nanna Hlín Hall­dórs­dótt­ir heim­spek­ing­ur seg­ir feg­urð­ar­sam­keppn­ina mögu­lega birt­ing­ar­mynd um bak­slag í jafn­rétt­is­mál­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu